Gerir útgáfusamning við Universal-risann freyr@frettabladid.is skrifar 23. nóvember 2012 06:00 sáttur Ólafur Arnalds er gríðarlega sáttur við nýja útgáfusamninginn við Universal. fréttablaðið/stefán „Ég er gríðarlega sáttur," segir tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds. Hann hefur gert samning við Universal og mun þessi útgáfurisi gefa út næstu plötur hans. „Þetta voru mjög langar samningaviðræður. Við erum búin að vera að semja síðan í apríl til að reyna að fá eins góðan „díl" og hægt er. Ég er með mínar sérþarfir sem listamaður og vildi ekki fórna neinu. Það gekk upp á endanum," segir Ólafur, hress með nýja samninginn. Hljómsveitin Of Monsters and Men er einnig á útgáfusamningi hjá Universal. „Þau hafa ekki farið neitt illa með Of Monsters and Men," bætir Ólafur við. Fyrsta plata hans á vegum Universal lítur dagsins ljós úti um allan heim í lok febrúar. „Hún er framhald af því sem ég er búinn að vera að gera en hún er kannski aðeins poppaðri," segir hann. Arnór Dan úr Agent Fresco syngur fjögur lög á plötunni, sem var tekin upp í Hörpu ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands. Það var einmitt samningurinn við Universal sem gerði það að verkum að hann gat leyft sér þann munað. „Ég hef möguleika á að gera miklu stærri hluti en ég hafði áður. Ég gat eytt miklu meira í þessa plötu og þess vegna fengum við Sinfóníuna." Aðspurður segir Ólafur að samningurinn sé frábært tækifæri og opni fyrir sér nýjar dyr. Hann hefur síðastliðin fimm ár verið á mála hjá litlu bresku útgáfufyrirtæki, Erased Tapes. „Það hefur gengið rosalega vel en þetta er bara annar pakki. Að fara frá því að vera í fyrirtæki þar sem eru tveir starfsmenn yfir í fyrirtæki þar sem í hverju einasta landi eru fimm manns bara að sjá um markaðsmálin. Hjá indífyrirtækinu telst gott að selja þrjátíu þúsund plötur en hjá Universal telst það ekkert sérstaklega gott." Í tilefni af nýju plötunni heldur Ólafur útgáfutónleika í nokkrum löndum þar sem hann spilar með þarlendum sinfóníuhljómsveitum. Fyrstu tónleikarnir verða með Sinfóníuhljómsveit Lundúna í hinni virtu tónleikahöll Barbican Hall í Lundúnum. Svo verður förinni heitið til Berlínar, New York og Los Angeles. Að þessum tónleikum loknum fer Ólafur í þriggja mánaða hefðbundnari tónleikaferð í vor með eigin hljómsveit. Lífið Tónlist Tengdar fréttir Vildi ekki semja um kvikmyndatónlist Samningurinn við Universal felur ekki sér kvikmyndatónlist af neinu tagi. Ólafur hefur undanfarið látið að sér kveða sem kvikmyndatónskáld samhliða píanóskotinni sólótónlist sinni. 23. nóvember 2012 00:01 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Ég er gríðarlega sáttur," segir tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds. Hann hefur gert samning við Universal og mun þessi útgáfurisi gefa út næstu plötur hans. „Þetta voru mjög langar samningaviðræður. Við erum búin að vera að semja síðan í apríl til að reyna að fá eins góðan „díl" og hægt er. Ég er með mínar sérþarfir sem listamaður og vildi ekki fórna neinu. Það gekk upp á endanum," segir Ólafur, hress með nýja samninginn. Hljómsveitin Of Monsters and Men er einnig á útgáfusamningi hjá Universal. „Þau hafa ekki farið neitt illa með Of Monsters and Men," bætir Ólafur við. Fyrsta plata hans á vegum Universal lítur dagsins ljós úti um allan heim í lok febrúar. „Hún er framhald af því sem ég er búinn að vera að gera en hún er kannski aðeins poppaðri," segir hann. Arnór Dan úr Agent Fresco syngur fjögur lög á plötunni, sem var tekin upp í Hörpu ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands. Það var einmitt samningurinn við Universal sem gerði það að verkum að hann gat leyft sér þann munað. „Ég hef möguleika á að gera miklu stærri hluti en ég hafði áður. Ég gat eytt miklu meira í þessa plötu og þess vegna fengum við Sinfóníuna." Aðspurður segir Ólafur að samningurinn sé frábært tækifæri og opni fyrir sér nýjar dyr. Hann hefur síðastliðin fimm ár verið á mála hjá litlu bresku útgáfufyrirtæki, Erased Tapes. „Það hefur gengið rosalega vel en þetta er bara annar pakki. Að fara frá því að vera í fyrirtæki þar sem eru tveir starfsmenn yfir í fyrirtæki þar sem í hverju einasta landi eru fimm manns bara að sjá um markaðsmálin. Hjá indífyrirtækinu telst gott að selja þrjátíu þúsund plötur en hjá Universal telst það ekkert sérstaklega gott." Í tilefni af nýju plötunni heldur Ólafur útgáfutónleika í nokkrum löndum þar sem hann spilar með þarlendum sinfóníuhljómsveitum. Fyrstu tónleikarnir verða með Sinfóníuhljómsveit Lundúna í hinni virtu tónleikahöll Barbican Hall í Lundúnum. Svo verður förinni heitið til Berlínar, New York og Los Angeles. Að þessum tónleikum loknum fer Ólafur í þriggja mánaða hefðbundnari tónleikaferð í vor með eigin hljómsveit.
Lífið Tónlist Tengdar fréttir Vildi ekki semja um kvikmyndatónlist Samningurinn við Universal felur ekki sér kvikmyndatónlist af neinu tagi. Ólafur hefur undanfarið látið að sér kveða sem kvikmyndatónskáld samhliða píanóskotinni sólótónlist sinni. 23. nóvember 2012 00:01 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Vildi ekki semja um kvikmyndatónlist Samningurinn við Universal felur ekki sér kvikmyndatónlist af neinu tagi. Ólafur hefur undanfarið látið að sér kveða sem kvikmyndatónskáld samhliða píanóskotinni sólótónlist sinni. 23. nóvember 2012 00:01