Léttleikandi popp frá Elízu Trausti Júlíusson skrifar 23. nóvember 2012 00:01 Elíza Newman Heimþrá Geimsteinn Heimþrá er þriðja plata Elízu Newman og sú fyrsta sem er með íslenskum textum. Áður var Elíza auðvitað í hinni stórgóðu sveit Kolrössu krókríðandi, sem breyttist í Bellatrix þegar hún fór að vekja athygli erlendis, og svo eftir það í hljómsveitinni Scandinavia. Tónlistin á sólóplötum Elízu, Empire Fall (2007), Pie in the Sky (2009) og nýju plötunni Heimþrá, er um margt lík, enda sami lagahöfundurinn. Samt er augljós þróun í gangi. Á fyrstu plötunni var indírokk, á plötu númer tvö var bjartari og léttari stemning, þá vék rafmagnsgítarinn að miklu leyti fyrir hljóðfærum eins og úkúlele, píanói og klukkuspili. Á nýju plötunni er poppþróunin tekin enn þá lengra. Á henni er léttleikandi tónlist spiluð á hefðbundin popphljóðfæri. Létt yfirbragð tónlistarinnar er svo undirstrikað í lok viðlagsins í laginu Stjörnuryk: „Lífið er stutt, reynum að njóta þess." Lögin eru samt ekki öll í þessum gleðipoppsstíl, eitt besta lag plötunnar, lokalagið Vetrarmávur, er t.d. hægt og stemningsfullt. Elíza semur sjálf öll lög plötunnar og meirihluta textanna, en fjögur laganna eru við ljóð íslenskra skálda. Elíza er ágætis lagasmiður. Hún hefur næmt eyra fyrir melódíu. Það eru nokkrir smellir á plötunni, m.a. Stjörnuryk, Hver vill ást? og Rispuð plata. Útsetningarnar eru ágætar, en platan er samt svolítið mistæk. Bestu lögin eru þó mjög góð. Þetta er ágætis poppplata sem ætti að geta stækkað áheyrendahóp Elízu Newman. Niðurstaða: Stjörnuryk, Hver vill ást? og fleiri poppsmellir frá fyrrum Kolrössu. Gagnrýni Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Fleiri fréttir Elísabet fær uppreist æru Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Sjá meira
Elíza Newman Heimþrá Geimsteinn Heimþrá er þriðja plata Elízu Newman og sú fyrsta sem er með íslenskum textum. Áður var Elíza auðvitað í hinni stórgóðu sveit Kolrössu krókríðandi, sem breyttist í Bellatrix þegar hún fór að vekja athygli erlendis, og svo eftir það í hljómsveitinni Scandinavia. Tónlistin á sólóplötum Elízu, Empire Fall (2007), Pie in the Sky (2009) og nýju plötunni Heimþrá, er um margt lík, enda sami lagahöfundurinn. Samt er augljós þróun í gangi. Á fyrstu plötunni var indírokk, á plötu númer tvö var bjartari og léttari stemning, þá vék rafmagnsgítarinn að miklu leyti fyrir hljóðfærum eins og úkúlele, píanói og klukkuspili. Á nýju plötunni er poppþróunin tekin enn þá lengra. Á henni er léttleikandi tónlist spiluð á hefðbundin popphljóðfæri. Létt yfirbragð tónlistarinnar er svo undirstrikað í lok viðlagsins í laginu Stjörnuryk: „Lífið er stutt, reynum að njóta þess." Lögin eru samt ekki öll í þessum gleðipoppsstíl, eitt besta lag plötunnar, lokalagið Vetrarmávur, er t.d. hægt og stemningsfullt. Elíza semur sjálf öll lög plötunnar og meirihluta textanna, en fjögur laganna eru við ljóð íslenskra skálda. Elíza er ágætis lagasmiður. Hún hefur næmt eyra fyrir melódíu. Það eru nokkrir smellir á plötunni, m.a. Stjörnuryk, Hver vill ást? og Rispuð plata. Útsetningarnar eru ágætar, en platan er samt svolítið mistæk. Bestu lögin eru þó mjög góð. Þetta er ágætis poppplata sem ætti að geta stækkað áheyrendahóp Elízu Newman. Niðurstaða: Stjörnuryk, Hver vill ást? og fleiri poppsmellir frá fyrrum Kolrössu.
Gagnrýni Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Fleiri fréttir Elísabet fær uppreist æru Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Sjá meira