Er fiskurinn að koma eða fara? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 14. nóvember 2012 06:00 Makríldeila Íslands og Færeyja annars vegar og Evrópusambandsins og Noregs hins vegar snýst um mikla hagsmuni. Makrílveiðarnar hafa verið gríðarleg búbót fyrir íslenzkan sjávarútveg og Ísland stendur skiljanlega á rétti sínum að nytja stofn, sem hefur fært sig inn í lögsöguna, að því er menn telja vegna hlýnunar sjávar. Að sama skapi er skiljanlegt að útgerðar- og sjómenn í ESB-ríkjunum og Noregi séu súrir að missa spón úr sínum aski. Deilan er komin í hefðbundinn farveg slíkra fiskveiðideilna, með hótunum og stóryrðum um rányrkju á báða bóga og litlum samningsvilja enn sem komið er. Ísland og Færeyjar vilja styrkja stöðu sína með því að veiða sem mest áður en samið er. Ríkin sem eru vön að veiða makrílinn vona að hann breyti göngumynztri sínu aftur og leiti á gamlar slóðir áður en gerður verður samningur þar sem nýjum ríkjum er afhent dágóð hlutdeild í stofninum. Á öllum deiluaðilum hvílir sú skylda samkvæmt alþjóðalögum að semja um nýtingu stofnsins til að koma í veg fyrir ofveiði og hugsanlegt hrun í framhaldinu. Makrílmálið er stórt, en þó er það í raun bara toppurinn á risastórum ísjaka, ef þannig má að orði komast, því að hlýnun sjávar og bráðnun heimskautaíssins getur sett alla fiskveiðistjórnun í norðurhöfum í algjörlega nýtt samhengi. Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, fjallaði um þetta stóra samhengi í fyrirlestri á Sjávarútvegsráðstefnunni, sem Fréttablaðið sagði frá í síðustu viku. Hann benti á að gengju spár um bráðnun heimskautaíssins eftir, gætu opnazt víðáttumikil ný fiskimið. Þar gætu skapazt gríðarleg tækifæri fyrir Íslendinga og aðrar þjóðir á norðurhjara. „Óvissan er mikil en það sem er áhugavert fyrir okkur Íslendinga er hvort okkar deilistofnar munu stækka og hvort við gætum gert kröfu um stærri hlutdeild í framhaldinu," sagði Jóhann. Hann segist telja „mjög mikilvægt okkar hagsmunum að við reynum að stuðla að því að aðferðafræðin við uppskiptingu stofna sem eru að breyta útbreiðslu sinni verði styrkari, því um þetta munu verða mikil átök í framtíðinni." Þetta er laukrétt. En það er ekki víst að Ísland verði alltaf í þeirri stöðu að græða á breyttri útbreiðslu fiskstofna eins og í makrílmálinu. Eins og Jóhann Sigurjónsson bendir á er alltof lítið vitað um orsakatengsl og samhengi í lífríkinu á norðurslóðum. Hugsanlega þýða loftslagsbreytingar að þegar fram í sækir kólni á Íslandsmiðum, fremur en að það hlýni áfram. Hugsanlega færa nýir nytjastofnar sig ekki til okkar, heldur synda þeir hefðbundnu frá okkur. Þegar mótuð er „aðferðafræði við uppskiptingu stofna sem eru að breyta útbreiðslu sinni" þjónar það þess vegna ekki endilega hagsmunum Íslands til langs tíma að ekkert tillit sé tekið til þess hverjir hafa nytjað viðkomandi stofna í fortíðinni. Það þarf að hafa í huga við leitina að lausn í makrílmálinu. Enn sem komið er er sú deila aðallega til marks um hvað alþjóðlega regluverkið, sem þó er fyrir hendi, er gagnslítið til að bregðast við breytingum í loftslagi og lífríki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun
Makríldeila Íslands og Færeyja annars vegar og Evrópusambandsins og Noregs hins vegar snýst um mikla hagsmuni. Makrílveiðarnar hafa verið gríðarleg búbót fyrir íslenzkan sjávarútveg og Ísland stendur skiljanlega á rétti sínum að nytja stofn, sem hefur fært sig inn í lögsöguna, að því er menn telja vegna hlýnunar sjávar. Að sama skapi er skiljanlegt að útgerðar- og sjómenn í ESB-ríkjunum og Noregi séu súrir að missa spón úr sínum aski. Deilan er komin í hefðbundinn farveg slíkra fiskveiðideilna, með hótunum og stóryrðum um rányrkju á báða bóga og litlum samningsvilja enn sem komið er. Ísland og Færeyjar vilja styrkja stöðu sína með því að veiða sem mest áður en samið er. Ríkin sem eru vön að veiða makrílinn vona að hann breyti göngumynztri sínu aftur og leiti á gamlar slóðir áður en gerður verður samningur þar sem nýjum ríkjum er afhent dágóð hlutdeild í stofninum. Á öllum deiluaðilum hvílir sú skylda samkvæmt alþjóðalögum að semja um nýtingu stofnsins til að koma í veg fyrir ofveiði og hugsanlegt hrun í framhaldinu. Makrílmálið er stórt, en þó er það í raun bara toppurinn á risastórum ísjaka, ef þannig má að orði komast, því að hlýnun sjávar og bráðnun heimskautaíssins getur sett alla fiskveiðistjórnun í norðurhöfum í algjörlega nýtt samhengi. Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, fjallaði um þetta stóra samhengi í fyrirlestri á Sjávarútvegsráðstefnunni, sem Fréttablaðið sagði frá í síðustu viku. Hann benti á að gengju spár um bráðnun heimskautaíssins eftir, gætu opnazt víðáttumikil ný fiskimið. Þar gætu skapazt gríðarleg tækifæri fyrir Íslendinga og aðrar þjóðir á norðurhjara. „Óvissan er mikil en það sem er áhugavert fyrir okkur Íslendinga er hvort okkar deilistofnar munu stækka og hvort við gætum gert kröfu um stærri hlutdeild í framhaldinu," sagði Jóhann. Hann segist telja „mjög mikilvægt okkar hagsmunum að við reynum að stuðla að því að aðferðafræðin við uppskiptingu stofna sem eru að breyta útbreiðslu sinni verði styrkari, því um þetta munu verða mikil átök í framtíðinni." Þetta er laukrétt. En það er ekki víst að Ísland verði alltaf í þeirri stöðu að græða á breyttri útbreiðslu fiskstofna eins og í makrílmálinu. Eins og Jóhann Sigurjónsson bendir á er alltof lítið vitað um orsakatengsl og samhengi í lífríkinu á norðurslóðum. Hugsanlega þýða loftslagsbreytingar að þegar fram í sækir kólni á Íslandsmiðum, fremur en að það hlýni áfram. Hugsanlega færa nýir nytjastofnar sig ekki til okkar, heldur synda þeir hefðbundnu frá okkur. Þegar mótuð er „aðferðafræði við uppskiptingu stofna sem eru að breyta útbreiðslu sinni" þjónar það þess vegna ekki endilega hagsmunum Íslands til langs tíma að ekkert tillit sé tekið til þess hverjir hafa nytjað viðkomandi stofna í fortíðinni. Það þarf að hafa í huga við leitina að lausn í makrílmálinu. Enn sem komið er er sú deila aðallega til marks um hvað alþjóðlega regluverkið, sem þó er fyrir hendi, er gagnslítið til að bregðast við breytingum í loftslagi og lífríki.