Nú skal segja Brynhildur Björnsdóttir skrifar 10. nóvember 2012 06:00 Ég átti áhugavert spjall á dögunum við tvo menn sem voru mjög virkir í verkalýðsbaráttu á áttunda áratugnum. Réttindi eins og sumarfrí voru þá ekki sjálfsögð heldur þurfti að berjast fyrir þeim, ásamt því að samningum væri fylgt og lög væru virt. „Fólk gerir sér ekki grein fyrir þessu í dag,“ sagði annar þeirra. „Það veit ekki hvað er á bak við réttinn til sumarleyfis og yfirvinnugreiðslu. Þetta er ekkert sjálfsagt og við þurfum alltaf að vera á verði.“ Í vikunni spunnust, sem oftar á Íslandi um þetta leyti árs, heitar umræður um bækur. Ekki voru það þó bersöglar lýsingar í skáldsögu eða hneykslanlegar opinberanir í ævisögu sem kveiktu umræðurnar heldur sárasakleysislegar barnabækur, ein bleik og önnur blá, vandlega kyngreindar í titlunum. Fjaðrafokinu ollu sambærilegar opnur í bókunum þar sem strákarnir eru hvattir til að kynna sér himingeiminn en stúlkunum kenndar mismunandi aðferðir við skúringar. Margir litlir krakkar eru spenntir fyrir geimnum, algerlega óháð kyni. Og ekki eins margir litlir krakkar, en samt hef ég kynnst nokkrum, eru spenntir fyrir skúringum. Það er líka óháð kyni. Á jólunum syngjum við um að þekkja megi litla stráka á því að þeir sparki bolta og litlar stúlkur af því að þær vaggi brúðum, líklegast til að æfa sig fyrir móðurhlutverkið. Þetta viðhorf hefur verið úrelt um nokkurt skeið, sem sést best á gengi kvennalandsliðsins í knattspyrnu og brennandi áhuga flestra feðra á að vagga börnum sínum. Stundum spyr fólk af hverju enn þá sé verið að rífast yfir jafnrétti kynjanna. Hvernig einhver nenni að brjálast þótt einhverjar stelpur velji sjálfar að ganga um fáklæddar með hamra og rörtangir á verkfærasýningu. Af hverju það sé ekki nóg að kona sé nú forsætisráðherra landsins og stelpur spili fótbolta. Hvernig fólk nenni þessu. Við erum svo heppin að búa í samfélagi þar sem umræða er leyfð. Umræða er ekki endilega fordæming, hún er ekki löggefandi, hún hefur ekki tilskipunarmátt. Umræða er og ætti að vera vettvangur fyrir ábendingar og uppástungur um leiðir til að bæta þjóðfélagið. Annað er hún ekki. Á meðan gefnar eru út bækur þar sem skúringar eru fyrir stelpur en himingeimurinn er fyrir stráka þarf umræðan að halda áfram. Réttindi bæði karla og kvenna, stelpna og stráka til að standa jafnfætis óháð kyni eru ekki sjálfsögð og við þurfum að vera á verði. Af því að himingeimurinn er fyrir alla. Og allir ættu að læra að skúra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun
Ég átti áhugavert spjall á dögunum við tvo menn sem voru mjög virkir í verkalýðsbaráttu á áttunda áratugnum. Réttindi eins og sumarfrí voru þá ekki sjálfsögð heldur þurfti að berjast fyrir þeim, ásamt því að samningum væri fylgt og lög væru virt. „Fólk gerir sér ekki grein fyrir þessu í dag,“ sagði annar þeirra. „Það veit ekki hvað er á bak við réttinn til sumarleyfis og yfirvinnugreiðslu. Þetta er ekkert sjálfsagt og við þurfum alltaf að vera á verði.“ Í vikunni spunnust, sem oftar á Íslandi um þetta leyti árs, heitar umræður um bækur. Ekki voru það þó bersöglar lýsingar í skáldsögu eða hneykslanlegar opinberanir í ævisögu sem kveiktu umræðurnar heldur sárasakleysislegar barnabækur, ein bleik og önnur blá, vandlega kyngreindar í titlunum. Fjaðrafokinu ollu sambærilegar opnur í bókunum þar sem strákarnir eru hvattir til að kynna sér himingeiminn en stúlkunum kenndar mismunandi aðferðir við skúringar. Margir litlir krakkar eru spenntir fyrir geimnum, algerlega óháð kyni. Og ekki eins margir litlir krakkar, en samt hef ég kynnst nokkrum, eru spenntir fyrir skúringum. Það er líka óháð kyni. Á jólunum syngjum við um að þekkja megi litla stráka á því að þeir sparki bolta og litlar stúlkur af því að þær vaggi brúðum, líklegast til að æfa sig fyrir móðurhlutverkið. Þetta viðhorf hefur verið úrelt um nokkurt skeið, sem sést best á gengi kvennalandsliðsins í knattspyrnu og brennandi áhuga flestra feðra á að vagga börnum sínum. Stundum spyr fólk af hverju enn þá sé verið að rífast yfir jafnrétti kynjanna. Hvernig einhver nenni að brjálast þótt einhverjar stelpur velji sjálfar að ganga um fáklæddar með hamra og rörtangir á verkfærasýningu. Af hverju það sé ekki nóg að kona sé nú forsætisráðherra landsins og stelpur spili fótbolta. Hvernig fólk nenni þessu. Við erum svo heppin að búa í samfélagi þar sem umræða er leyfð. Umræða er ekki endilega fordæming, hún er ekki löggefandi, hún hefur ekki tilskipunarmátt. Umræða er og ætti að vera vettvangur fyrir ábendingar og uppástungur um leiðir til að bæta þjóðfélagið. Annað er hún ekki. Á meðan gefnar eru út bækur þar sem skúringar eru fyrir stelpur en himingeimurinn er fyrir stráka þarf umræðan að halda áfram. Réttindi bæði karla og kvenna, stelpna og stráka til að standa jafnfætis óháð kyni eru ekki sjálfsögð og við þurfum að vera á verði. Af því að himingeimurinn er fyrir alla. Og allir ættu að læra að skúra.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun