„Þessi svokallaða sprengja“ Sif Sigmarsdóttir skrifar 8. nóvember 2012 06:00 Ég sit með fartölvuna úti í glugga og hvessi augun á óstýriláta Lundúnaunglinga sem hanga í portinu fyrir utan og leika sér með rakettur. Um alla borg ómar sprengjugnýr eins og slagverk undir stórborgarsinfóníunni. Ástæðan fyrir látunum er ekki snemmbúinn nýársfögnuður heldur fjögurra alda gamalt sprengjutilræði. Það var á miðnætti 4. nóvember árið 1605 sem Guy nokkur Fawkes var handtekinn í kjallara enska þingsins í Westminster. Ásamt Fawkes fundust þar þrjátíu og sex púðurtunnur. Eftir að hafa verið pyntaður samfleytt í tvo daga játaði Fawkes að hafa ætlað að sprengja upp húsið við þingsetningu næsta dag en skotmarkið var kóngurinn, Jakob I. Þótt enginn hafi orðið hvellurinn var Fawkes dæmdur til hengingar og bútaður í fernt svo senda mætti líkamsparta hans um konungsríkið öðrum til varnaðar. Þann 5. nóvember ár hvert fagna Bretar því með flugeldum og brennum að Fawkes og félögum hafi mistekist ætlunarverk sitt. Nú, þremur dögum síðar, fagna sprengjuóðir stórborgarbúar enn hér í London. Viðbrögð við afdrifum Guy Fawkes okkar Íslendinga hafa hins vegar verið langtum dempaðri. Í janúar síðastliðnum sprakk sprengja nærri Stjórnarráðinu í Reykjavík. Tíu dögum síðar var 72 ára karlmaður handtekinn fyrir verknaðinn. Í viðtali við DV í mars greindi hann frá því að sprengjunni hefði verið beint gegn forsætisráðherra. „Hún átti að fara til Jóhönnu en ég fann ekki hvar hún á heima.“ Fyrir tveimur vikum var svo sagt frá því í Fréttablaðinu að ríkissaksóknari hefði fellt málið niður. „Við töldum okkur ekki geta heimfært þetta undir nein refsiákvæði,“ sagði Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari. Engin réttarhöld, engar rakettur, málið dautt. Guy Fawkes tókst ekki að sprengja upp þinghúsið. Honum var samt harðlega refsað og þannig þau skilaboð send um lendur allar að það væri ekki í lagi að reyna. Á Íslandi reyndi maður að sprengja Stjórnarráðið en mistókst. Hvað segir vararíkissaksóknari við því: „Það er staðreynd að þessi svokallaða sprengja sprakk við hliðina á honum en það sást hvorki á honum né veggnum.“ Fordæmið sem ríkissaksóknaraembættið setur er að það sé í lagi að reyna svo lengi sem það sést ekki far. Aðför að forsætisráðherra er aðför að lýðræðinu. Maður hefði haldið að slíkt bæri að líta alvarlegum augum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun
Ég sit með fartölvuna úti í glugga og hvessi augun á óstýriláta Lundúnaunglinga sem hanga í portinu fyrir utan og leika sér með rakettur. Um alla borg ómar sprengjugnýr eins og slagverk undir stórborgarsinfóníunni. Ástæðan fyrir látunum er ekki snemmbúinn nýársfögnuður heldur fjögurra alda gamalt sprengjutilræði. Það var á miðnætti 4. nóvember árið 1605 sem Guy nokkur Fawkes var handtekinn í kjallara enska þingsins í Westminster. Ásamt Fawkes fundust þar þrjátíu og sex púðurtunnur. Eftir að hafa verið pyntaður samfleytt í tvo daga játaði Fawkes að hafa ætlað að sprengja upp húsið við þingsetningu næsta dag en skotmarkið var kóngurinn, Jakob I. Þótt enginn hafi orðið hvellurinn var Fawkes dæmdur til hengingar og bútaður í fernt svo senda mætti líkamsparta hans um konungsríkið öðrum til varnaðar. Þann 5. nóvember ár hvert fagna Bretar því með flugeldum og brennum að Fawkes og félögum hafi mistekist ætlunarverk sitt. Nú, þremur dögum síðar, fagna sprengjuóðir stórborgarbúar enn hér í London. Viðbrögð við afdrifum Guy Fawkes okkar Íslendinga hafa hins vegar verið langtum dempaðri. Í janúar síðastliðnum sprakk sprengja nærri Stjórnarráðinu í Reykjavík. Tíu dögum síðar var 72 ára karlmaður handtekinn fyrir verknaðinn. Í viðtali við DV í mars greindi hann frá því að sprengjunni hefði verið beint gegn forsætisráðherra. „Hún átti að fara til Jóhönnu en ég fann ekki hvar hún á heima.“ Fyrir tveimur vikum var svo sagt frá því í Fréttablaðinu að ríkissaksóknari hefði fellt málið niður. „Við töldum okkur ekki geta heimfært þetta undir nein refsiákvæði,“ sagði Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari. Engin réttarhöld, engar rakettur, málið dautt. Guy Fawkes tókst ekki að sprengja upp þinghúsið. Honum var samt harðlega refsað og þannig þau skilaboð send um lendur allar að það væri ekki í lagi að reyna. Á Íslandi reyndi maður að sprengja Stjórnarráðið en mistókst. Hvað segir vararíkissaksóknari við því: „Það er staðreynd að þessi svokallaða sprengja sprakk við hliðina á honum en það sást hvorki á honum né veggnum.“ Fordæmið sem ríkissaksóknaraembættið setur er að það sé í lagi að reyna svo lengi sem það sést ekki far. Aðför að forsætisráðherra er aðför að lýðræðinu. Maður hefði haldið að slíkt bæri að líta alvarlegum augum.