Og allir komu þeir aftur … Guðmundur Andri Thorsson og skrifa 29. október 2012 06:00 Auglýsingar eru leiðbeiningar. Þær eru vitnisburður um tíðaranda hverju sinni og fólkið sem semur auglýsingarnar og flytur okkur þær er í senn sporrekjendur og lóðsarnir okkar í lífinu. Það er í auglýsingunum sem við heyrum hvert stefnir og hvaðan vindurinn blæs – hvert hann blæs okkur – ekki hjá pistlahöfundunum eða á kjaftaklöppinni Facebook. Í síðustu viku fór ég allt í einu að heyra auglýsingar. Ég hætti að skipta um stöð þegar þær brustu á en sat og hlustaði á þær, alvarlegur og íhugull eins og ég væri að hlýða á ljóðaflutning. Hárbeitt ádeila á neyslusamfélagiðÉg rankaði við mér snemma morguns á leið inn í borgina í bílnum þegar mér heyrðist glaðlegur náungi í útvarpinu tala um að hjá Rúmfatalagernum væri varningur sem væri hass-frír en áttaði mig svo sem strax á misheyrninni; enn var verið að þrástagast á þessu déskotans taxfrí sem málfarslögreglan hefur því miður ekki náð að uppræta af því að hún hefur ekki nægar heimildir og auglýsingadeildin veður of mikið uppi í útvarpinu: og samt myndi það höfða svo miklu betur til hins venjulega Íslendings að heyra að eitthvað sé skattfrjálst – jafnvel skattfrítt. Þá myndum við nú aldeilis sperra eyrun. En það var samt ekki það sem ég var að hugsa um á meðan ég var að hlusta á allar þessar auglýsingar. Sum sé. Ég fór að hlusta. Næst kom æsandi bumbusláttur og í kjölfarið Lottó-kallinn sem hljómar eins og Glanni glæpur. ?Leyfðu þér smá lottó!? segir hann svo smeðjulega að hann hljómar eins og gjörspilltur freistari að hvetja okkur til einhverra óhæfuverka. Skilaboðin? Ég er ekki alveg klár á því en alltaf þegar þessar auglýsingar koma verð ég hálf skelkaður. Þær virka á mig eins og mögnuð ádeila á neyslusamfélag nútímans og þjóð sem tapað hefur sjálfri sér og verðmætaskyni sínu í trylltum dansi kringum gullkálfinn og eftirsókn eftir þeim verðmætum sem mölur og ryð fá grandað. Eða kannski ekki. Og það er eiginlega ennþá ískyggilegri tilhugsun: að þessi auglýsing sé ekki ádeiluleikrit. En það var samt ekki þetta sem sló mig mest. Á eftir Lottó-Glanna glæp kom djúpraddaður maður í ákafri geðshræringu en á bak við glumdu espandi tónar úr einhverju múgæsingastykki sem hljómaði eins og Carmina Burana eða önnur slík heimsstyrjaldatónlist frá öld öfganna. Hann varð að segja mér frá þessu. Undireins! Varð að koma á framfæri við mig – þar sem ég sat og var farinn að kreista stýrið – óbærilegri óþreyju sinni yfir því að í vændum væru fótboltaleikir og hann hygðist reyna að geta sér til um rétt úrslit þessara leikja og leggja fé undir; undir lok skilaboðanna drundi svo í honum: ?Við tippum!? með rödd sem gaf til kynna að hann ætlaði sér að fara sínu fram hvað sem hver segði og enginn mannlegur máttur myndi hafa hann ofan af þessum fyrirætlunum sínum, enda væri hann í fullum rétti til að gera það sem honum sýndist, í þessu sem öðru. ?Við tippum!? Það var eins og hann væri talsmaður hreyfingar sem hefði ef til vill umdeilanlegan málstað að verja en svo ríkir hagsmunir væru bak við þennan málstað að hann ætlaði ekki að gefa tommu eftir. Hann hljómaði eins og LÍÚ-kall. En það var samt ekki það sem ég veitti helst athygli þarna undir stýri að þokast í átt til höfuðborgarinnar. Dýpra og dýpraSami maður kom aftur í næstu auglýsingu en nú var eins og hann hefði náð að fara í sturtu í millitíðinni eða að minnsta kosti róa sig svolítið því að hann líktist réttsýnum og föðurlegum manni sem af göfumennsku sinni hefur fallist á að deila vitneskju sinni með öðru fólki – því til hagsbóta og eiginlega öllu mannkyni. Röddin var orðin enn dýpri en áður í fótboltaheiftinni. Þetta var auglýsing frá öryggisþjónustu og mér var strax orðið hugarhægra þarna á leið minni inn í borgina. Og samt var það ekki það sem vakti athygli mína. Þegar þessi sami maður kom í þriðju auglýsingunni var röddin orðin svo djúp á köflum að maður gat átt von á því að hann færi að syngja Bjórkjallarann. Hann var að auglýsa jeppa. Eða var þetta kannski ekki sami maðurinn? Og var það annar maður sem var að auglýsa dekkjaskipti í þarnæstu auglýsingu? Þetta var það sem sló mig: auglýsingarnar voru allar lesnar af karlmönnum. Líka auglýsingar frá Rás tvö sjálfri. Hvernig stendur á þessu? Átti ekki eftirhrunssamfélagið að vera orðið kvenlægara? Er ekki alltaf verið að tala um það í útlenskum blöðum? Auglýsingaþulir eru lóðsarnir okkar í lífinu. Komdu hingað, farðu þangað, gerðu þetta, kauptu hitt, segja þeir. Auglýsingafólkið telur augljóslega að við í bílaröðunum trúum fremur karlmannsrödd en kvenmannsrödd og því dýpri sem hún sé, þeim mun trúverðugri, og sá sem við trúum best samkvæmt þessu væri þá Gunnar Birgisson steypumeistari. Auglýsingar hafa vissulega sín skáldaleyfi, þar er svart stundum sagt vera hvítt, óhollustan tengd við hollustu og þar fram eftir götunum. En um tíðaranda segja þær alltaf satt. Og þær segja okkur þetta núna: Þeir eru að koma aftur karlarnir sem stjórnuðu Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun
Auglýsingar eru leiðbeiningar. Þær eru vitnisburður um tíðaranda hverju sinni og fólkið sem semur auglýsingarnar og flytur okkur þær er í senn sporrekjendur og lóðsarnir okkar í lífinu. Það er í auglýsingunum sem við heyrum hvert stefnir og hvaðan vindurinn blæs – hvert hann blæs okkur – ekki hjá pistlahöfundunum eða á kjaftaklöppinni Facebook. Í síðustu viku fór ég allt í einu að heyra auglýsingar. Ég hætti að skipta um stöð þegar þær brustu á en sat og hlustaði á þær, alvarlegur og íhugull eins og ég væri að hlýða á ljóðaflutning. Hárbeitt ádeila á neyslusamfélagiðÉg rankaði við mér snemma morguns á leið inn í borgina í bílnum þegar mér heyrðist glaðlegur náungi í útvarpinu tala um að hjá Rúmfatalagernum væri varningur sem væri hass-frír en áttaði mig svo sem strax á misheyrninni; enn var verið að þrástagast á þessu déskotans taxfrí sem málfarslögreglan hefur því miður ekki náð að uppræta af því að hún hefur ekki nægar heimildir og auglýsingadeildin veður of mikið uppi í útvarpinu: og samt myndi það höfða svo miklu betur til hins venjulega Íslendings að heyra að eitthvað sé skattfrjálst – jafnvel skattfrítt. Þá myndum við nú aldeilis sperra eyrun. En það var samt ekki það sem ég var að hugsa um á meðan ég var að hlusta á allar þessar auglýsingar. Sum sé. Ég fór að hlusta. Næst kom æsandi bumbusláttur og í kjölfarið Lottó-kallinn sem hljómar eins og Glanni glæpur. ?Leyfðu þér smá lottó!? segir hann svo smeðjulega að hann hljómar eins og gjörspilltur freistari að hvetja okkur til einhverra óhæfuverka. Skilaboðin? Ég er ekki alveg klár á því en alltaf þegar þessar auglýsingar koma verð ég hálf skelkaður. Þær virka á mig eins og mögnuð ádeila á neyslusamfélag nútímans og þjóð sem tapað hefur sjálfri sér og verðmætaskyni sínu í trylltum dansi kringum gullkálfinn og eftirsókn eftir þeim verðmætum sem mölur og ryð fá grandað. Eða kannski ekki. Og það er eiginlega ennþá ískyggilegri tilhugsun: að þessi auglýsing sé ekki ádeiluleikrit. En það var samt ekki þetta sem sló mig mest. Á eftir Lottó-Glanna glæp kom djúpraddaður maður í ákafri geðshræringu en á bak við glumdu espandi tónar úr einhverju múgæsingastykki sem hljómaði eins og Carmina Burana eða önnur slík heimsstyrjaldatónlist frá öld öfganna. Hann varð að segja mér frá þessu. Undireins! Varð að koma á framfæri við mig – þar sem ég sat og var farinn að kreista stýrið – óbærilegri óþreyju sinni yfir því að í vændum væru fótboltaleikir og hann hygðist reyna að geta sér til um rétt úrslit þessara leikja og leggja fé undir; undir lok skilaboðanna drundi svo í honum: ?Við tippum!? með rödd sem gaf til kynna að hann ætlaði sér að fara sínu fram hvað sem hver segði og enginn mannlegur máttur myndi hafa hann ofan af þessum fyrirætlunum sínum, enda væri hann í fullum rétti til að gera það sem honum sýndist, í þessu sem öðru. ?Við tippum!? Það var eins og hann væri talsmaður hreyfingar sem hefði ef til vill umdeilanlegan málstað að verja en svo ríkir hagsmunir væru bak við þennan málstað að hann ætlaði ekki að gefa tommu eftir. Hann hljómaði eins og LÍÚ-kall. En það var samt ekki það sem ég veitti helst athygli þarna undir stýri að þokast í átt til höfuðborgarinnar. Dýpra og dýpraSami maður kom aftur í næstu auglýsingu en nú var eins og hann hefði náð að fara í sturtu í millitíðinni eða að minnsta kosti róa sig svolítið því að hann líktist réttsýnum og föðurlegum manni sem af göfumennsku sinni hefur fallist á að deila vitneskju sinni með öðru fólki – því til hagsbóta og eiginlega öllu mannkyni. Röddin var orðin enn dýpri en áður í fótboltaheiftinni. Þetta var auglýsing frá öryggisþjónustu og mér var strax orðið hugarhægra þarna á leið minni inn í borgina. Og samt var það ekki það sem vakti athygli mína. Þegar þessi sami maður kom í þriðju auglýsingunni var röddin orðin svo djúp á köflum að maður gat átt von á því að hann færi að syngja Bjórkjallarann. Hann var að auglýsa jeppa. Eða var þetta kannski ekki sami maðurinn? Og var það annar maður sem var að auglýsa dekkjaskipti í þarnæstu auglýsingu? Þetta var það sem sló mig: auglýsingarnar voru allar lesnar af karlmönnum. Líka auglýsingar frá Rás tvö sjálfri. Hvernig stendur á þessu? Átti ekki eftirhrunssamfélagið að vera orðið kvenlægara? Er ekki alltaf verið að tala um það í útlenskum blöðum? Auglýsingaþulir eru lóðsarnir okkar í lífinu. Komdu hingað, farðu þangað, gerðu þetta, kauptu hitt, segja þeir. Auglýsingafólkið telur augljóslega að við í bílaröðunum trúum fremur karlmannsrödd en kvenmannsrödd og því dýpri sem hún sé, þeim mun trúverðugri, og sá sem við trúum best samkvæmt þessu væri þá Gunnar Birgisson steypumeistari. Auglýsingar hafa vissulega sín skáldaleyfi, þar er svart stundum sagt vera hvítt, óhollustan tengd við hollustu og þar fram eftir götunum. En um tíðaranda segja þær alltaf satt. Og þær segja okkur þetta núna: Þeir eru að koma aftur karlarnir sem stjórnuðu Íslandi.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun