Órakaður og aleinn heima Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 26. október 2012 00:01 "Skotheld leikstjórnin og sáraeinfalt en margslungið handritið lyfta henni upp í úrvalsflokk,“ segir gagnrýnandi um nýju Bond-myndina. Skyfall Leikstjórn: Sam Mendes. Leikarar: Daniel Craig, Javier Bardem, Judi Dench, Ralph Fiennes, Naomie Harris, Bérénice Marlohe, Ben Whishaw, Albert Finney, Ola Rapace. James Bond fagnar hálfrar aldar kvikmyndaafmæli sínu í þessum mánuði og því er gífurlegt húllumhæ í kringum frumsýningu 23. myndarinnar um þennan kvensama breska spæjara, jafnvel meira en vanalegt er. Skyfall nefnist myndin og er sú þriðja í röðinni þar sem hinn ljóshærði Daniel Craig skartar smókingnum. American Beauty-kempan Sam Mendes er við stjórnvölinn og er það í fyrsta sinn sem Óskarsverðlaunaleikstjóri spreytir sig á Bond. Í Skyfall er M gamla rækilega búin að klúðra málunum og trúnaðarskjöl leyniþjónustunnar eru komin í hendur tölvuþrjóta. Í æsilegum eltingarleik við ódámana verður Bond fyrir skoti frá samherja og hrapar fram af brú. Það lifir hann af en lætur sig engu að síður hverfa um stundarsakir og er úrskurðaður látinn. Þegar höfuðstöðvar MI6 verða svo fyrir hryðjuverkaárás kemur kappinn loks úr felum og þá mega bófarnir fara að vara sig. Það er farið um víðan völl í þessari tveggja og hálfrar klukkustunda löngu mynd. Við sjáum okkar mann bæði órakaðan og uppdópaðan, og síðar uppstrílaðan og einbeittan, og þrátt fyrir að yndislegu klisjurnar séu flestar til staðar fær áhorfandinn einnig dágóðan skerf af „öðruvísi" Bond. Þá er lokauppgjörið frábrugðið því sem við eigum að venjast og minnir um margt á kvikmyndina Home Alone, en á góðan máta (og ekki eins hlægilegan). Craig heldur áfram að blómstra í hlutverki sínu og glæsilegur aðalskúrkurinn (Javier Bardem) er líklega sá mest ógnvekjandi sem ég man eftir í langan tíma. Tækjasjéníið Q er kynnt til sögunnar á ný og er það vel, en Bond-skvísurnar fá minna pláss en oft áður, þó það komi reyndar ekki að sök. Tónlistin olli mér samt nokkrum vonbrigðum og þá ekki síst titillagið, bragðdaufur og rislítill hiphop-fiðlukokteill í moll, sem söngkonan Adele flytur þó ágætlega. Þetta er sérstaklega spælandi í ljósi þess að undangengin upphafssena er ein sú æsilegasta í manna minnum. Hvað um það. Sé allt tekið með er Skyfall ljómandi vel heppnuð og skotheld leikstjórnin og sáraeinfalt en margslungið handritið lyfta henni upp í úrvalsflokk. Niðurstaða: Þrælspennandi og skemmtileg frá upphafi til enda. Ég bið ekki um mikið meira. Gagnrýni Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Fleiri fréttir Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira
Skyfall Leikstjórn: Sam Mendes. Leikarar: Daniel Craig, Javier Bardem, Judi Dench, Ralph Fiennes, Naomie Harris, Bérénice Marlohe, Ben Whishaw, Albert Finney, Ola Rapace. James Bond fagnar hálfrar aldar kvikmyndaafmæli sínu í þessum mánuði og því er gífurlegt húllumhæ í kringum frumsýningu 23. myndarinnar um þennan kvensama breska spæjara, jafnvel meira en vanalegt er. Skyfall nefnist myndin og er sú þriðja í röðinni þar sem hinn ljóshærði Daniel Craig skartar smókingnum. American Beauty-kempan Sam Mendes er við stjórnvölinn og er það í fyrsta sinn sem Óskarsverðlaunaleikstjóri spreytir sig á Bond. Í Skyfall er M gamla rækilega búin að klúðra málunum og trúnaðarskjöl leyniþjónustunnar eru komin í hendur tölvuþrjóta. Í æsilegum eltingarleik við ódámana verður Bond fyrir skoti frá samherja og hrapar fram af brú. Það lifir hann af en lætur sig engu að síður hverfa um stundarsakir og er úrskurðaður látinn. Þegar höfuðstöðvar MI6 verða svo fyrir hryðjuverkaárás kemur kappinn loks úr felum og þá mega bófarnir fara að vara sig. Það er farið um víðan völl í þessari tveggja og hálfrar klukkustunda löngu mynd. Við sjáum okkar mann bæði órakaðan og uppdópaðan, og síðar uppstrílaðan og einbeittan, og þrátt fyrir að yndislegu klisjurnar séu flestar til staðar fær áhorfandinn einnig dágóðan skerf af „öðruvísi" Bond. Þá er lokauppgjörið frábrugðið því sem við eigum að venjast og minnir um margt á kvikmyndina Home Alone, en á góðan máta (og ekki eins hlægilegan). Craig heldur áfram að blómstra í hlutverki sínu og glæsilegur aðalskúrkurinn (Javier Bardem) er líklega sá mest ógnvekjandi sem ég man eftir í langan tíma. Tækjasjéníið Q er kynnt til sögunnar á ný og er það vel, en Bond-skvísurnar fá minna pláss en oft áður, þó það komi reyndar ekki að sök. Tónlistin olli mér samt nokkrum vonbrigðum og þá ekki síst titillagið, bragðdaufur og rislítill hiphop-fiðlukokteill í moll, sem söngkonan Adele flytur þó ágætlega. Þetta er sérstaklega spælandi í ljósi þess að undangengin upphafssena er ein sú æsilegasta í manna minnum. Hvað um það. Sé allt tekið með er Skyfall ljómandi vel heppnuð og skotheld leikstjórnin og sáraeinfalt en margslungið handritið lyfta henni upp í úrvalsflokk. Niðurstaða: Þrælspennandi og skemmtileg frá upphafi til enda. Ég bið ekki um mikið meira.
Gagnrýni Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Fleiri fréttir Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira