Að duga eða drepast að hætti fortíðar Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 25. október 2012 00:01 Frankenweenie Leikstjórn: Tim Burton. Leikarar: Charlie Tahan, Winona Ryder, Catherine O'Hara, Martin Short, Martin Landau, Robert Capron, Frank Welker og Atticus Shaffer. Það er dugnaður í Tim Burton og aðeins hálfu ári eftir Dark Shadows færir hann okkur Frankenweenie, hrollvekjandi stop-motion fjölskyldumynd í svarthvítri þrívídd. Myndina byggir hann á samnefndri stuttmynd sinni frá árinu 1984, og segir frá ungum dreng sem vekur dauðan hund sinn til lífsins að hætti vísindaskáldsagna fortíðar. Þessi vandaða mynd inniheldur öll helstu höfundareinkenni leikstjórans og því ætti það ekki að koma á óvart að yngstu börnin gætu orðið skelkuð á köflum. Burton vísar í gamlar skrímslamyndir eins og hann eigi lífið að leysa og fyrir spekinga í hryllingsfræðum er þetta þrælskemmtilegt. Á köflum er samt eins og Disney (framleiðandi myndarinnar) hafi skipt sér of mikið af. Fyrst þeir samþykktu litleysið fannst mér ég geta átt von á hverju sem er, en Frankenweenie heldur sig mestmegnis á troðnum slóðum. Útfærsla leikbrúðanna og öll listræn stjórnun er til fyrirmyndar. Þetta þykja seint tíðindi þegar um þennan leikstjóra er að ræða, en ég hafði gaman af því að sjá glitta í grófleika hér og þar, en mér hefur þótt Burton helst til slípaður í seinni tíð. Tónlistin eftir Danny Elfman (nema hvað) olli þó vonbrigðum og líkt og þegar börn masa í kennslustund finnst mér einhver þurfa að stía þeim kumpánum í sundur. Af nokkrum minniháttar göllum var fyrirsjáanlegur endirinn samt það eina sem angraði mig virkilega. Burton virtist stefna í að brjóta eina stærstu óskrifuðu reglu barnamyndanna, en sneri svo við rétt við marklínuna. Svekkjandi. Þetta hefði getað orðið frábær mynd. Niðurstaða: Fyndin, falleg, en skortir hugrekkið sem þarf til að verða frábær. Gagnrýni Mest lesið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Lífið Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Lífið Fleiri fréttir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Frankenweenie Leikstjórn: Tim Burton. Leikarar: Charlie Tahan, Winona Ryder, Catherine O'Hara, Martin Short, Martin Landau, Robert Capron, Frank Welker og Atticus Shaffer. Það er dugnaður í Tim Burton og aðeins hálfu ári eftir Dark Shadows færir hann okkur Frankenweenie, hrollvekjandi stop-motion fjölskyldumynd í svarthvítri þrívídd. Myndina byggir hann á samnefndri stuttmynd sinni frá árinu 1984, og segir frá ungum dreng sem vekur dauðan hund sinn til lífsins að hætti vísindaskáldsagna fortíðar. Þessi vandaða mynd inniheldur öll helstu höfundareinkenni leikstjórans og því ætti það ekki að koma á óvart að yngstu börnin gætu orðið skelkuð á köflum. Burton vísar í gamlar skrímslamyndir eins og hann eigi lífið að leysa og fyrir spekinga í hryllingsfræðum er þetta þrælskemmtilegt. Á köflum er samt eins og Disney (framleiðandi myndarinnar) hafi skipt sér of mikið af. Fyrst þeir samþykktu litleysið fannst mér ég geta átt von á hverju sem er, en Frankenweenie heldur sig mestmegnis á troðnum slóðum. Útfærsla leikbrúðanna og öll listræn stjórnun er til fyrirmyndar. Þetta þykja seint tíðindi þegar um þennan leikstjóra er að ræða, en ég hafði gaman af því að sjá glitta í grófleika hér og þar, en mér hefur þótt Burton helst til slípaður í seinni tíð. Tónlistin eftir Danny Elfman (nema hvað) olli þó vonbrigðum og líkt og þegar börn masa í kennslustund finnst mér einhver þurfa að stía þeim kumpánum í sundur. Af nokkrum minniháttar göllum var fyrirsjáanlegur endirinn samt það eina sem angraði mig virkilega. Burton virtist stefna í að brjóta eina stærstu óskrifuðu reglu barnamyndanna, en sneri svo við rétt við marklínuna. Svekkjandi. Þetta hefði getað orðið frábær mynd. Niðurstaða: Fyndin, falleg, en skortir hugrekkið sem þarf til að verða frábær.
Gagnrýni Mest lesið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Lífið Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Lífið Fleiri fréttir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira