Tónlist sem vex Trausti Júlíusson skrifar 17. október 2012 00:01 Skúli Sverrisson & Óskar Guðjónsson taka upp spunaþráðinn tíu árum seinna. Skúli Sverrisson & Óskar Guðjónsson, The Box Tree Fyrir tíu árum gerðu Óskar Guðjónsson saxófónleikari og Skúli Sverrisson bassaleikari saman plötuna After Silence þar sem þeir fluttu fjórtán frumsamin verk. Sú plata fékk frábæra dóma og fyrir það samstarf fengu þeir m.a. verðlaun sem besti flytjandinn á Íslensku tónlistarverðlaununum árið 2002. Umslag After Silence var mjög vel heppnað og átti þátt í að móta ímynd tónlistarinnar. Nú hafa þeir Skúli og Óskar sent frá sér nýja plötu, The Box Tree, og aftur vekja umbúðirnar mikla athygli. Platan kemur í ílöngum plastvasa, ásamt stóru blaði sem er teiknað og samanbrotið eins og landakort. Það eru tíu lög á The Box Tree, öll eftir Skúla nema Keeper sem þeir Óskar sömdu í sameiningu. Tónlistin á nýju plötunni er í sama anda og tónlist fyrri plötunnar, en samt virkar hún látlausari við fyrstu hlustun. Lögin eru flest mjög áþekk. Skúli prjónar listilega áfram bassamunstur sem hljóma eins og þau séu alltaf eins en eru í raun flókin og síbreytileg og Óskar spinnur flottar saxófónslaufur ofan á. Þessi tónlist lætur frekar lítið yfir sér. Hún er ekki beinlínis krefjandi. Það má láta hana ganga í bakgrunninum og hún er mjög notaleg þannig. Ef maður gefur henni meiri gaum, hækkar í græjunum og færir hana í forgrunninn þá opnast boxið hins vegar og hún vex í allar áttir. Á heildina litið er þetta einstök plata frá tveimur afburðahljóðfæraleikurum. Niðurstaða: Skúli Sverrisson & Óskar Guðjónsson taka upp spunaþráðinn tíu árum seinna. Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Fleiri fréttir Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira
Skúli Sverrisson & Óskar Guðjónsson, The Box Tree Fyrir tíu árum gerðu Óskar Guðjónsson saxófónleikari og Skúli Sverrisson bassaleikari saman plötuna After Silence þar sem þeir fluttu fjórtán frumsamin verk. Sú plata fékk frábæra dóma og fyrir það samstarf fengu þeir m.a. verðlaun sem besti flytjandinn á Íslensku tónlistarverðlaununum árið 2002. Umslag After Silence var mjög vel heppnað og átti þátt í að móta ímynd tónlistarinnar. Nú hafa þeir Skúli og Óskar sent frá sér nýja plötu, The Box Tree, og aftur vekja umbúðirnar mikla athygli. Platan kemur í ílöngum plastvasa, ásamt stóru blaði sem er teiknað og samanbrotið eins og landakort. Það eru tíu lög á The Box Tree, öll eftir Skúla nema Keeper sem þeir Óskar sömdu í sameiningu. Tónlistin á nýju plötunni er í sama anda og tónlist fyrri plötunnar, en samt virkar hún látlausari við fyrstu hlustun. Lögin eru flest mjög áþekk. Skúli prjónar listilega áfram bassamunstur sem hljóma eins og þau séu alltaf eins en eru í raun flókin og síbreytileg og Óskar spinnur flottar saxófónslaufur ofan á. Þessi tónlist lætur frekar lítið yfir sér. Hún er ekki beinlínis krefjandi. Það má láta hana ganga í bakgrunninum og hún er mjög notaleg þannig. Ef maður gefur henni meiri gaum, hækkar í græjunum og færir hana í forgrunninn þá opnast boxið hins vegar og hún vex í allar áttir. Á heildina litið er þetta einstök plata frá tveimur afburðahljóðfæraleikurum. Niðurstaða: Skúli Sverrisson & Óskar Guðjónsson taka upp spunaþráðinn tíu árum seinna.
Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Fleiri fréttir Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira