Heillandi hægagangur 16. október 2012 10:11 Hreint hjarta, Grímur Hákonarson Kristinn Ágúst Friðfinnsson er prestur á Selfossi sem stendur í deilum við samstarfsfólk sitt og yfirmenn. Honum finnst hafa verið svínað á sér og í þessari einlægu heimildarmynd fylgjumst við með daglegu lífi prestsins í vinnunni jafnt sem utan hennar. Sjálfur er Kristinn reyndar á því að prestar séu aldrei utan vinnunnar og má vera að sannleikskorn leynist í því. Myndavélin er sem fluga á vegg viðfangsefnisins og fer með honum um víðan völl. Skiptir þá engu hvort hann er á Skype-stefnumóti við eiginkonu sína (sem starfar á Grænlandi) eða í prestsheimsókn hjá syrgjandi fjölskyldu látins manns. Áhorfandinn fær að vera með alls staðar og það gerir myndina bæði raunverulegri og skemmtilegri. Við fáum nasaþefinn af deilum Kristins við hinn prestinn í kirkjunni og það andar verulega köldu þeirra á milli. Það er grátbroslegt að fylgjast með þeim hlið við hlið boðandi fagnaðarerindið, vitandi af allri óvildinni og karpinu sem á undan hefur gengið. Myndin málar nokkuð einhliða mynd af ástandinu, en skarpir áhorfendur gera sér vafalaust grein fyrir því og í þágu dramatíkur er auðvelt að fyrirgefa það. Og fari hinn presturinn eftir boðskap kristninnar ætti hann að geta gert það líka. Stíllinn er lágstemmdur og Grímur leikstjóri leyfir fílingnum að ráða för. Sjálfur presturinn er heillandi karakter en talar á köflum óþægilega hægt. Myndavélinni er þó leyft að rúlla áfram og fyrr en varir venst maður hraðanum. Þá smellpassar tónlistin við myndmálið og er notuð sparlega, en líkt og myndin sjálf er hún í rólegri kantinum. Enda er engin ástæða til að flýta sér um of. Haukur Viðar Alfreðsson Niðurstaða: Afslöppuð mynd um forvitnilegan mann. Mest lesið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar Lífið Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp Tíska og hönnun Pamela smellti kossi á Neeson Lífið Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Ísland fyrst Norðurlanda með EMotorad rafmagnshjól Lífið samstarf Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Er þetta hinn fullkomni pulled pork borgari? Lífið samstarf Fleiri fréttir Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira
Hreint hjarta, Grímur Hákonarson Kristinn Ágúst Friðfinnsson er prestur á Selfossi sem stendur í deilum við samstarfsfólk sitt og yfirmenn. Honum finnst hafa verið svínað á sér og í þessari einlægu heimildarmynd fylgjumst við með daglegu lífi prestsins í vinnunni jafnt sem utan hennar. Sjálfur er Kristinn reyndar á því að prestar séu aldrei utan vinnunnar og má vera að sannleikskorn leynist í því. Myndavélin er sem fluga á vegg viðfangsefnisins og fer með honum um víðan völl. Skiptir þá engu hvort hann er á Skype-stefnumóti við eiginkonu sína (sem starfar á Grænlandi) eða í prestsheimsókn hjá syrgjandi fjölskyldu látins manns. Áhorfandinn fær að vera með alls staðar og það gerir myndina bæði raunverulegri og skemmtilegri. Við fáum nasaþefinn af deilum Kristins við hinn prestinn í kirkjunni og það andar verulega köldu þeirra á milli. Það er grátbroslegt að fylgjast með þeim hlið við hlið boðandi fagnaðarerindið, vitandi af allri óvildinni og karpinu sem á undan hefur gengið. Myndin málar nokkuð einhliða mynd af ástandinu, en skarpir áhorfendur gera sér vafalaust grein fyrir því og í þágu dramatíkur er auðvelt að fyrirgefa það. Og fari hinn presturinn eftir boðskap kristninnar ætti hann að geta gert það líka. Stíllinn er lágstemmdur og Grímur leikstjóri leyfir fílingnum að ráða för. Sjálfur presturinn er heillandi karakter en talar á köflum óþægilega hægt. Myndavélinni er þó leyft að rúlla áfram og fyrr en varir venst maður hraðanum. Þá smellpassar tónlistin við myndmálið og er notuð sparlega, en líkt og myndin sjálf er hún í rólegri kantinum. Enda er engin ástæða til að flýta sér um of. Haukur Viðar Alfreðsson Niðurstaða: Afslöppuð mynd um forvitnilegan mann.
Mest lesið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar Lífið Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp Tíska og hönnun Pamela smellti kossi á Neeson Lífið Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Ísland fyrst Norðurlanda með EMotorad rafmagnshjól Lífið samstarf Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Er þetta hinn fullkomni pulled pork borgari? Lífið samstarf Fleiri fréttir Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira