Snow Patrol bauð Sykri að "remixa” FB skrifar 11. október 2012 00:00 Hljómsveitin Sykur hefur endurhljóðblandað lagið The Symphony eftir Snow Patrol. fréttablaðið/anton Íslenska elektrósveitin Sykur hefur endurhljóðblandað lag norður-írsku og skosku popparanna í Snow Patrol, The Symphony, af síðustu plötu þeirra Fallen Empires. "Við vorum að spila á Barfly í Camden fyrir ári og hittum þar fyrir einn liðsmann Snow Patrol. Hann sá okkur spila og vildi ólmur að við endurhljóðblönduðum eitthvað lag af nýju plötunni þeirra," segir Halldór Eldjárn úr Sykri og á þar við söngvarann Gary Lightbody. Aðspurður segir hann meðlimi Sykurs ekki hafa kannast við söngvarann en það gerði umboðsmaður þeirra. "Við höfðum lítið heyrt um þessa hljómsveit en okkur skildist að hún væri mjög stór." Mikið er til í því, enda hefur Snow Patrol selt sex plötur sínar í yfir tíu milljónum eintaka um allan heim. Hann áttar sig á því að um mikinn heiður sé að ræða fyrir Sykur. "Það er gaman að geta tekið svona lag og sett það í einhvern allt annan búning, einhvern sem hentar vel inn í veturinn hérna heima." Spurður hvort lagið hafi ekki opnað dyr fyrir Sykri úti í hinum stóra heimi vonar Halldór það besta. "Það eru margir áhugasamir aðilar sem við bíðum í ofvæni eftir að tala við hér og þar í kjölfarið á þessu "remixi". Netheimar hafa líka tekið við sér og fólk er að taka eftir þessu, sem er mjög gott." Sykur er að vinna að nýju efni og stefnir á spilamennsku erlendis á næstunni. Önnur plata sveitarinnar, Mesópótamía, kom út í október í fyrra en var gefin á vínyl fyrir skömmu. Hægt er að hlusta á endurhljóðblöndunina af The Symphony hér fyrir neðan. Tónlist Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Íslenska elektrósveitin Sykur hefur endurhljóðblandað lag norður-írsku og skosku popparanna í Snow Patrol, The Symphony, af síðustu plötu þeirra Fallen Empires. "Við vorum að spila á Barfly í Camden fyrir ári og hittum þar fyrir einn liðsmann Snow Patrol. Hann sá okkur spila og vildi ólmur að við endurhljóðblönduðum eitthvað lag af nýju plötunni þeirra," segir Halldór Eldjárn úr Sykri og á þar við söngvarann Gary Lightbody. Aðspurður segir hann meðlimi Sykurs ekki hafa kannast við söngvarann en það gerði umboðsmaður þeirra. "Við höfðum lítið heyrt um þessa hljómsveit en okkur skildist að hún væri mjög stór." Mikið er til í því, enda hefur Snow Patrol selt sex plötur sínar í yfir tíu milljónum eintaka um allan heim. Hann áttar sig á því að um mikinn heiður sé að ræða fyrir Sykur. "Það er gaman að geta tekið svona lag og sett það í einhvern allt annan búning, einhvern sem hentar vel inn í veturinn hérna heima." Spurður hvort lagið hafi ekki opnað dyr fyrir Sykri úti í hinum stóra heimi vonar Halldór það besta. "Það eru margir áhugasamir aðilar sem við bíðum í ofvæni eftir að tala við hér og þar í kjölfarið á þessu "remixi". Netheimar hafa líka tekið við sér og fólk er að taka eftir þessu, sem er mjög gott." Sykur er að vinna að nýju efni og stefnir á spilamennsku erlendis á næstunni. Önnur plata sveitarinnar, Mesópótamía, kom út í október í fyrra en var gefin á vínyl fyrir skömmu. Hægt er að hlusta á endurhljóðblöndunina af The Symphony hér fyrir neðan.
Tónlist Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira