Ekki misskilja spurningarnar Smári McCarthy skrifar 10. október 2012 00:00 Kosningarnar 20. október næstkomandi snúast ekki um hvort það eigi að taka upp nýja stjórnarskrá. Það er gengið út frá því að það verði samin ný stjórnarskrá og hún fari í gegnum ferli hjá Alþingi. Eins og staðan er í dag hefur Alþingi eitt vald til að setja nýja stjórnarskrá, en það er gert með því að frumvarp er samþykkt á þingi, því næst er þingi slitið, þingkosningar eru haldnar í kjölfarið og nýtt þing staðfestir fyrra frumvarp óbreytt. En um hvað er þá kosið 20. október? Spurningarnar sex fjalla um hvaða eiginleika ný stjórnarskrá mun hafa. Fyrsta spurningin fjallar um hvort það eigi að leggja tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar nýju stjórnarskránni, eða hvort hún eigi að vera samin frá A til Ö í forsætisnefnd Alþingis. Það að svara nei þýðir ekki að þú viljir ekki nýja stjórnarskrá, enda er ekki verið að spyrja að því, heldur hvort þú viljir frekar flokkspólitíska samsuðu á nýrri stjórnarskrá en stjórnarskrá sem var samin í gegnum einstakt þátttökulýðræðislegt ferli sem rúmlega þúsund manns komu að. Frumvarp stjórnlagaráðs er fyrir margar sakir stórmerkilegt. Alls staðar í heiminum veit fólk af því sem gerðist á Íslandi, og fólk talar um það af stakri öfund hversu frábært ferlið var, bæði með þjóðfundinn og stjórnlagaráð, þar sem almenningur fékk beina aðkomu að gerð á nýrri stjórnarskrá. Ef betra ferli er mögulegt er það mannkyninu óþekkt enn. Það er ekki betra að Alþingi krukki í frumvarpinu, enda væri Alþingi þá að taka ákvarðanir um eigin valdmörk. Það hefur farið óneitanlega í taugarnar á mér hversu margir misskilja þessar kosningar. Sumir, sérstaklega úr röðum Sjálfstæðisflokksins, hafa verið vísvitandi að hvetja fólk til að mæta ekki á kjörstað, eða ef þau mæta, að segja nei við öllu, eða annað álíka. Fyrir mér hljómar þetta mjög barnalega. Væri ekki réttara að kynna sér málefnin og svara þeim málefnalega? Spurningar eins og „finnst þér að öll atkvæði eigi að vega jafnt" og „finnst þér að almenningur eigi að geta krafist þjóðaratkvæðagreiðslu" eru spurningar sem er alveg þess virði að eyða nokkrum mínútum í að hugsa um. Ég hef pælt mikið í þessu, eins og sem betur fer margir aðrir, og mitt svar 20. október er ekkert leyndarmál: já, já, nei, já, já, já. Endilega kynnið ykkur frumvarp stjórnlagaráðs, kynnið ykkur spurningarnar í þjóðaratkvæðagreiðslunni, og mætið svo á kjörstað! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Smári McCarthy Mest lesið Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Kosningarnar 20. október næstkomandi snúast ekki um hvort það eigi að taka upp nýja stjórnarskrá. Það er gengið út frá því að það verði samin ný stjórnarskrá og hún fari í gegnum ferli hjá Alþingi. Eins og staðan er í dag hefur Alþingi eitt vald til að setja nýja stjórnarskrá, en það er gert með því að frumvarp er samþykkt á þingi, því næst er þingi slitið, þingkosningar eru haldnar í kjölfarið og nýtt þing staðfestir fyrra frumvarp óbreytt. En um hvað er þá kosið 20. október? Spurningarnar sex fjalla um hvaða eiginleika ný stjórnarskrá mun hafa. Fyrsta spurningin fjallar um hvort það eigi að leggja tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar nýju stjórnarskránni, eða hvort hún eigi að vera samin frá A til Ö í forsætisnefnd Alþingis. Það að svara nei þýðir ekki að þú viljir ekki nýja stjórnarskrá, enda er ekki verið að spyrja að því, heldur hvort þú viljir frekar flokkspólitíska samsuðu á nýrri stjórnarskrá en stjórnarskrá sem var samin í gegnum einstakt þátttökulýðræðislegt ferli sem rúmlega þúsund manns komu að. Frumvarp stjórnlagaráðs er fyrir margar sakir stórmerkilegt. Alls staðar í heiminum veit fólk af því sem gerðist á Íslandi, og fólk talar um það af stakri öfund hversu frábært ferlið var, bæði með þjóðfundinn og stjórnlagaráð, þar sem almenningur fékk beina aðkomu að gerð á nýrri stjórnarskrá. Ef betra ferli er mögulegt er það mannkyninu óþekkt enn. Það er ekki betra að Alþingi krukki í frumvarpinu, enda væri Alþingi þá að taka ákvarðanir um eigin valdmörk. Það hefur farið óneitanlega í taugarnar á mér hversu margir misskilja þessar kosningar. Sumir, sérstaklega úr röðum Sjálfstæðisflokksins, hafa verið vísvitandi að hvetja fólk til að mæta ekki á kjörstað, eða ef þau mæta, að segja nei við öllu, eða annað álíka. Fyrir mér hljómar þetta mjög barnalega. Væri ekki réttara að kynna sér málefnin og svara þeim málefnalega? Spurningar eins og „finnst þér að öll atkvæði eigi að vega jafnt" og „finnst þér að almenningur eigi að geta krafist þjóðaratkvæðagreiðslu" eru spurningar sem er alveg þess virði að eyða nokkrum mínútum í að hugsa um. Ég hef pælt mikið í þessu, eins og sem betur fer margir aðrir, og mitt svar 20. október er ekkert leyndarmál: já, já, nei, já, já, já. Endilega kynnið ykkur frumvarp stjórnlagaráðs, kynnið ykkur spurningarnar í þjóðaratkvæðagreiðslunni, og mætið svo á kjörstað!
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun