Já og allt í + Sigurður Árni Þórðarson skrifar 1. október 2012 06:00 Áttu erfitt með að svara já eða nei? Nei. En hvort ætlar þú að krossa við já eða nei varðandi spurninguna um þjóðkirkjuákvæði í stjórnarskrá? Þá flækist málið. Fólk sem hefur svipaðar skoðanir greinir á um hvort það eigi að merkja við já eða nei vegna þess að spurningin er óskýr og jafnvel misvísandi. Síðar í þessum mánuði verða kjörklefarnir opnaðir og þá getum við tjáð hug okkar og afstöðu til ýmissa stjórnarskrármála. Ein spurninganna er þessi: ?Vilt þú ákvæði um þjóðkirkju í stjórnarskrá?? Og hvernig er best að svara? Með já-i eða nei-i? Byrjum á því að greina hvað spurningin á atkvæðaseðlinum merkir ekki. Hún spyr alls ekki um tengsl ríkis og kirkju þó margir haldi það. Ekki er heldur spurt um hvort á Íslandi eigi að vera þjóðkirkja eða ekki. Og nei eða já hefur ekkert með það að gera hvort einni milljóninni minna eða meira verði varið til prestslauna eða kirkjulegrar þjónustu – hvort ríkið eigi að minnka kirkjulega þjónustu á Sauðanesi eða Seltjarnarnesi. Um hvað er þá spurt? Aðeins það eitt hvort nefna eigi þjóðkirkju í stjórnarskrá eða ekki. Það er nú allt og sumt. Vegna þess að spurningin er of óljós verður niðurstaðan óhjákvæmilega misvísandi og jafnvel ómarktæk. Nei eða já verði þingmönnum ekki góður leiðarvísir. Þegar svo óljóst er spurt verði þetta hvorki kosning né skoðanakönnun heldur bara rugl. Ég mun þó fara á kjörstað og kjósa. Ég mun setja mitt x við já – en það verður skilyrt já. Ég tel að þjóðkirkjuákvæði eigi að vera í stjórnarskrá íslenska ríkisins – alla vega í einhveja áratugi áfram. En trúmálagreinina þarf að bæta og styrkja. Þegar 62 gr. stjórnarskrárinnar verður endurrituð ætti að nefna trúfélög og lífsskoðunarfélög einnig, rétt eins og í nýlegri og nútímalegri stjórnarskrá Noregs. 62. gr. stjórnarskárinnar hefur aldrei fjallað um forréttindi þjóðkirkju heldur þjónustuskyldu við fólkið í landinu. Nú starfar fjöldi trúfélaga á Íslandi sem geta axlað skyldur með þjóðkirkjunni, líka lífsskoðunarfélög. Þjóðkirkjan ver og styður trúfrelsi. Stjórnarskrá er grunnsáttmáli samfélags og mikilvægt að trú og trúfélögum sé settur jákvæður rammi. Ég segi því já og hvet til að við sameinumst um að þróa jákvæða trúmálalöggjöf í landinu til hagsbóta fyrir fólk. Ruglumst ekki. Útvíkkum þjóðkirkjugreinina, krossum við já og meinum já +. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sr. Sigurður Árni Þórðarson Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun
Áttu erfitt með að svara já eða nei? Nei. En hvort ætlar þú að krossa við já eða nei varðandi spurninguna um þjóðkirkjuákvæði í stjórnarskrá? Þá flækist málið. Fólk sem hefur svipaðar skoðanir greinir á um hvort það eigi að merkja við já eða nei vegna þess að spurningin er óskýr og jafnvel misvísandi. Síðar í þessum mánuði verða kjörklefarnir opnaðir og þá getum við tjáð hug okkar og afstöðu til ýmissa stjórnarskrármála. Ein spurninganna er þessi: ?Vilt þú ákvæði um þjóðkirkju í stjórnarskrá?? Og hvernig er best að svara? Með já-i eða nei-i? Byrjum á því að greina hvað spurningin á atkvæðaseðlinum merkir ekki. Hún spyr alls ekki um tengsl ríkis og kirkju þó margir haldi það. Ekki er heldur spurt um hvort á Íslandi eigi að vera þjóðkirkja eða ekki. Og nei eða já hefur ekkert með það að gera hvort einni milljóninni minna eða meira verði varið til prestslauna eða kirkjulegrar þjónustu – hvort ríkið eigi að minnka kirkjulega þjónustu á Sauðanesi eða Seltjarnarnesi. Um hvað er þá spurt? Aðeins það eitt hvort nefna eigi þjóðkirkju í stjórnarskrá eða ekki. Það er nú allt og sumt. Vegna þess að spurningin er of óljós verður niðurstaðan óhjákvæmilega misvísandi og jafnvel ómarktæk. Nei eða já verði þingmönnum ekki góður leiðarvísir. Þegar svo óljóst er spurt verði þetta hvorki kosning né skoðanakönnun heldur bara rugl. Ég mun þó fara á kjörstað og kjósa. Ég mun setja mitt x við já – en það verður skilyrt já. Ég tel að þjóðkirkjuákvæði eigi að vera í stjórnarskrá íslenska ríkisins – alla vega í einhveja áratugi áfram. En trúmálagreinina þarf að bæta og styrkja. Þegar 62 gr. stjórnarskrárinnar verður endurrituð ætti að nefna trúfélög og lífsskoðunarfélög einnig, rétt eins og í nýlegri og nútímalegri stjórnarskrá Noregs. 62. gr. stjórnarskárinnar hefur aldrei fjallað um forréttindi þjóðkirkju heldur þjónustuskyldu við fólkið í landinu. Nú starfar fjöldi trúfélaga á Íslandi sem geta axlað skyldur með þjóðkirkjunni, líka lífsskoðunarfélög. Þjóðkirkjan ver og styður trúfrelsi. Stjórnarskrá er grunnsáttmáli samfélags og mikilvægt að trú og trúfélögum sé settur jákvæður rammi. Ég segi því já og hvet til að við sameinumst um að þróa jákvæða trúmálalöggjöf í landinu til hagsbóta fyrir fólk. Ruglumst ekki. Útvíkkum þjóðkirkjugreinina, krossum við já og meinum já +.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun