Þreföld afmælis-útgáfa kemur út 29. september 2012 14:00 Ragnhildur Gísladóttir og Egill Ólafsson úr myndinni Með allt á hreinu. Astralterta, þrjátíu ára afmælis-útgáfa plötunnar Með allt á hreinu, kemur út 4. október í veglegum umbúðum. Fyrsta upplag útgáfunnar verður þrefalt. Þar verður upphaflega platan endurhljóðblönduð, sextán laga aukaplata með lögunum sem heyrðust lítið og jafnvel ekkert í myndinni og svo kvikmyndin vinsæla Með allt á hreinu í leikstjórn Ágústs Guðmundssonar. 36 blaðsíðna bæklingur fylgir með útgáfunni með öllum lagatextunum og fróðleiksmolum um hvert einasta lag. Meðal áhugaverðra laga á aukaplötunni er prufuupptaka af Úti í Eyjum, upphaflega upptakan af Taktu til við að tvista sem var ekki notuð í myndinni, og Hjalti hörkutól eftir Jakob Frímann Magnússon sem var ekki heldur notað. „Við erum búnir að spá í það í mörg ár að gera þetta. Núna var það ákveðið í tilefni þess að Stuðmenn eru að koma saman og fagna þessu afmæli með tónleikum í Hörpunni,“ segir Höskuldur Höskuldsson hjá útgáfunni Senu. „Það er vandað vel til verka enda erum við búnir að liggja yfir þessu í allt sumar.“ Upphaflega platan hefur selst í hátt í tuttugu þúsund eintökum síðan hún kom út 15. desember 1982. Meðal þekktustu laga hennar eru Íslenskir karlmenn, Ekkert mál, Ástardúett og Slá í gegn.-fb Tónlist Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Astralterta, þrjátíu ára afmælis-útgáfa plötunnar Með allt á hreinu, kemur út 4. október í veglegum umbúðum. Fyrsta upplag útgáfunnar verður þrefalt. Þar verður upphaflega platan endurhljóðblönduð, sextán laga aukaplata með lögunum sem heyrðust lítið og jafnvel ekkert í myndinni og svo kvikmyndin vinsæla Með allt á hreinu í leikstjórn Ágústs Guðmundssonar. 36 blaðsíðna bæklingur fylgir með útgáfunni með öllum lagatextunum og fróðleiksmolum um hvert einasta lag. Meðal áhugaverðra laga á aukaplötunni er prufuupptaka af Úti í Eyjum, upphaflega upptakan af Taktu til við að tvista sem var ekki notuð í myndinni, og Hjalti hörkutól eftir Jakob Frímann Magnússon sem var ekki heldur notað. „Við erum búnir að spá í það í mörg ár að gera þetta. Núna var það ákveðið í tilefni þess að Stuðmenn eru að koma saman og fagna þessu afmæli með tónleikum í Hörpunni,“ segir Höskuldur Höskuldsson hjá útgáfunni Senu. „Það er vandað vel til verka enda erum við búnir að liggja yfir þessu í allt sumar.“ Upphaflega platan hefur selst í hátt í tuttugu þúsund eintökum síðan hún kom út 15. desember 1982. Meðal þekktustu laga hennar eru Íslenskir karlmenn, Ekkert mál, Ástardúett og Slá í gegn.-fb
Tónlist Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp