Leiftursókn gegn fylginu Guðmundur Andri Thorsson skrifar 24. september 2012 06:00 Repúblikanar virðast ekki ætla að ríða feitum hesti frá komandi kosningum í Bandaríkjunum en það hlýtur þó að vera þeim viss huggun að hafa náð nú öllum völdum í Sjálfstæðisflokknum á Íslandi. Horfinn er fagur farvi…Um þetta eru ýmsar vísbendingar. Andlegur leiðtogi flokksins, Davíð Oddsson, hefur í sínum daglega boðskap á síðum Morgunblaðsins átalið Íslendinga fyrir 98 prósenta stuðning við Obama – líkt því við fylgistölur Stalíns í Sovétríkjunum (en hógværð hefur eflaust meinað honum að nefna eigin fylgistölur af Landsfundum Sjálfstæðisflokksins). Vera má að Davíð bindi vonir við að persónuleg vinátta hans og Georgs W. Bush geti orðið til þess, komist repúblikanar til valda á ný, að ameríski herinn snúi aftur til Keflavíkur, en utanríkisstefna Davíðs og Sjálfstæðisflokksins miðast eiginlega öll við að svo verði. Hinn fylgispaki formaður flokksins hefur tileinkað sér þetta sem annað af kostgæfni og til að undirstrika náin tengsl Sjálfstæðisflokksins við repúblikana hélt hann ásamt frændum og vinum til Tampa á flokksþing móðurflokksins á meðan sól Mitts Romney stóð í hádegisstað. Björn Bjarnason, sem þykir jafnan túlka hugsun leiðtogans af skýlausri trúmennsku, skrifaði í bloggi sínu að í Tampa hefði verið ?meistaralega vel að því staðið? að ?taka á öllum áróðurspunktum demókrata? um leið og hann nefndi að ?áhugamenn um fjölmiðlun? hlytu að ?dást að? umfjöllun Fox-stöðvarinnar um þingið. Ragnheiður Elín Árnadóttir, þáverandi þingflokksformaður, var þarna líka og fékk að ávarpa þingið og segja fulltrúum þar frá þeirri vá sem að mannkyni steðjar frá hinu evrópska velferðarkerfi. Hún skrifaði á fésbókarsíðu sína að Kaninn kynni ?svo sannarlega að put on a show?. Þannig er Sjálfstæðisflokkur Ólafs Thors og Geirs, Þóris Kr. og Matthíasar Johannessen genginn í Repúblikanaflokkinn bandaríska. Sú milda ásjóna stéttasamvinnu, hæfilegrar hentistefnu og allsherjarvettvangs fyrir ólík öfl þjóðlífsins hefur vikið fyrir samanbitnum auðmannakjálkum hins dómharða trúfífls. Vertu útiAð þessu höfum við nú brosað í nokkrar vikur. En kannski ekki gefið því nægilegan gaum hvað þetta allt saman kann að tákna. Hvaða hugmyndafræði er þetta sem sjálfstæðismenn eru óðir og uppvægir að tileinka sér? Í efnahagsmálum væntanlega það allsherjarbjargráð repúblikana að lækka skatta því meir sem menn eru auðugri og hafa þá lægsta á þeim allra ríkustu. Þá myndi Guðbjörg Morgunblaðseigandi borga minnst allra í skatt. Því væntanlega líta sjálfstæðismenn svo á að þjóðinni megi skipta í ?makers? og ?takers? – þá sem baka og þá sem taka – skapara og tapara – og hlutverk stjórnmálamannanna sé að láta skaparana njóta sín en leiða töpurunum það fyrir sjónir að þetta þýði ekkert og ef þeir nái ekki árangri í lífinu sé það engum að kenna nema þeim sjálfum. Þeir geti bara átt sig. Vertu úti. Verði sjálfstæðismönnum hleypt að völdum er þess að vænta að rækilega verði tekið til hvað útgjöld ríkisins varðar. Ýmsum hefur að undanförnu ofboðið ástandið á Landspítalanum, þar sem fárveikt fólk liggur á göngum eins og í stríðshrjáðum löndum með engan infrastrúktúr, eða er hreinlega sent heim en starfsfólkið forðar sér unnvörpum til Noregs og Svíþjóðar. Komist repúblikanar til valda hér verður enn meira sparað, en einkaspítalar rísa hér og þar, fjármagnaðir með himinháum komugjöldum. Þeir sem ekki hafa efni á því að njóta hinnar frábæru þjónustu spítalans dúsa þá á biðstofum bráðadeildarinnar – þú ert númer 1180 í röðinni – vertu úti. Í draumaþjóðfélagi repúblikana – og þar með stuðningsflokks þeirra hér á landi – eru sumir nefnilega skaparar en aðrir eru hraparar. Það er ekkert öryggisnet. Hvers kyns stuðningur hins opinbera við fólk er talinn til þess fallinn að draga úr þrótti þess og frumkvæði og lama framtak einstaklingsins, sem verði háður þessu framlagi og hætti að nenna að vinna. En þar með er ekki sagt að ríkisvaldið þurfi ekki að kosta neinu til neins. Öðru nær. Þjóðfélag af þessu tagi kallar á sterkar varnir, því að skapararnir eiga á hættu að hraparanir og tapararnir ráðist á þá. Þá þarf her. Og líka öfluga öryggislögreglu með mjög víðtækar og forvirkar heimildir sem kemur auga á óvini hins frjálsa samfélags og getur gripið til viðeigandi aðgerða gagnvart þeim. Komist Sjálfstæðisflokkurinn til valda á ný, einn eða með fulltingi fylgdarflokks síns, Framsóknarflokksins, er þess að vænta að fóstureyðingar verði bannaðar, undantekningarlaust, enda hafa talsmenn hins bandaríska móðurflokks bent á að líkami kvenna sé þannig af Guði gerður að nauðganir leiði ekki til þungunar. Víst má telja að bönnuð verði hjónabönd samkynhneigðra og Gay Pride-gangan kannski ekki bönnuð – þegar flokkurinn nær borginni aftur – en færð upp í Norðlingaholt, á þriðjudegi milli klukkan níu og tíu að morgni, einhvern tímann í miðjum febrúar. Í skólum landsins, þessum fáu sem ekki eru einkaskólar handa ríku börnunum, verður skylt að kenna ekki bara tilgátu Darwins um þróun lífsins heldur líka sköpunarsögu Biblíunnar eins og Guð lét skrá hana. Og er þá fátt eitt talið. Svo gæti farið í næstu kosningum að þetta repúblikanabrölt á sjálfstæðismönnum leiði til hins sama og gerðist um árið þegar þeir glutruðu niður unninni stöðu með því að boða ?Leiftursókn gegn verðbólgu?. Sjálfstæðismenn gætu orðið hraparar kosninganna þegar 98 prósent þjóðarinnar segja: Vertu úti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun
Repúblikanar virðast ekki ætla að ríða feitum hesti frá komandi kosningum í Bandaríkjunum en það hlýtur þó að vera þeim viss huggun að hafa náð nú öllum völdum í Sjálfstæðisflokknum á Íslandi. Horfinn er fagur farvi…Um þetta eru ýmsar vísbendingar. Andlegur leiðtogi flokksins, Davíð Oddsson, hefur í sínum daglega boðskap á síðum Morgunblaðsins átalið Íslendinga fyrir 98 prósenta stuðning við Obama – líkt því við fylgistölur Stalíns í Sovétríkjunum (en hógværð hefur eflaust meinað honum að nefna eigin fylgistölur af Landsfundum Sjálfstæðisflokksins). Vera má að Davíð bindi vonir við að persónuleg vinátta hans og Georgs W. Bush geti orðið til þess, komist repúblikanar til valda á ný, að ameríski herinn snúi aftur til Keflavíkur, en utanríkisstefna Davíðs og Sjálfstæðisflokksins miðast eiginlega öll við að svo verði. Hinn fylgispaki formaður flokksins hefur tileinkað sér þetta sem annað af kostgæfni og til að undirstrika náin tengsl Sjálfstæðisflokksins við repúblikana hélt hann ásamt frændum og vinum til Tampa á flokksþing móðurflokksins á meðan sól Mitts Romney stóð í hádegisstað. Björn Bjarnason, sem þykir jafnan túlka hugsun leiðtogans af skýlausri trúmennsku, skrifaði í bloggi sínu að í Tampa hefði verið ?meistaralega vel að því staðið? að ?taka á öllum áróðurspunktum demókrata? um leið og hann nefndi að ?áhugamenn um fjölmiðlun? hlytu að ?dást að? umfjöllun Fox-stöðvarinnar um þingið. Ragnheiður Elín Árnadóttir, þáverandi þingflokksformaður, var þarna líka og fékk að ávarpa þingið og segja fulltrúum þar frá þeirri vá sem að mannkyni steðjar frá hinu evrópska velferðarkerfi. Hún skrifaði á fésbókarsíðu sína að Kaninn kynni ?svo sannarlega að put on a show?. Þannig er Sjálfstæðisflokkur Ólafs Thors og Geirs, Þóris Kr. og Matthíasar Johannessen genginn í Repúblikanaflokkinn bandaríska. Sú milda ásjóna stéttasamvinnu, hæfilegrar hentistefnu og allsherjarvettvangs fyrir ólík öfl þjóðlífsins hefur vikið fyrir samanbitnum auðmannakjálkum hins dómharða trúfífls. Vertu útiAð þessu höfum við nú brosað í nokkrar vikur. En kannski ekki gefið því nægilegan gaum hvað þetta allt saman kann að tákna. Hvaða hugmyndafræði er þetta sem sjálfstæðismenn eru óðir og uppvægir að tileinka sér? Í efnahagsmálum væntanlega það allsherjarbjargráð repúblikana að lækka skatta því meir sem menn eru auðugri og hafa þá lægsta á þeim allra ríkustu. Þá myndi Guðbjörg Morgunblaðseigandi borga minnst allra í skatt. Því væntanlega líta sjálfstæðismenn svo á að þjóðinni megi skipta í ?makers? og ?takers? – þá sem baka og þá sem taka – skapara og tapara – og hlutverk stjórnmálamannanna sé að láta skaparana njóta sín en leiða töpurunum það fyrir sjónir að þetta þýði ekkert og ef þeir nái ekki árangri í lífinu sé það engum að kenna nema þeim sjálfum. Þeir geti bara átt sig. Vertu úti. Verði sjálfstæðismönnum hleypt að völdum er þess að vænta að rækilega verði tekið til hvað útgjöld ríkisins varðar. Ýmsum hefur að undanförnu ofboðið ástandið á Landspítalanum, þar sem fárveikt fólk liggur á göngum eins og í stríðshrjáðum löndum með engan infrastrúktúr, eða er hreinlega sent heim en starfsfólkið forðar sér unnvörpum til Noregs og Svíþjóðar. Komist repúblikanar til valda hér verður enn meira sparað, en einkaspítalar rísa hér og þar, fjármagnaðir með himinháum komugjöldum. Þeir sem ekki hafa efni á því að njóta hinnar frábæru þjónustu spítalans dúsa þá á biðstofum bráðadeildarinnar – þú ert númer 1180 í röðinni – vertu úti. Í draumaþjóðfélagi repúblikana – og þar með stuðningsflokks þeirra hér á landi – eru sumir nefnilega skaparar en aðrir eru hraparar. Það er ekkert öryggisnet. Hvers kyns stuðningur hins opinbera við fólk er talinn til þess fallinn að draga úr þrótti þess og frumkvæði og lama framtak einstaklingsins, sem verði háður þessu framlagi og hætti að nenna að vinna. En þar með er ekki sagt að ríkisvaldið þurfi ekki að kosta neinu til neins. Öðru nær. Þjóðfélag af þessu tagi kallar á sterkar varnir, því að skapararnir eiga á hættu að hraparanir og tapararnir ráðist á þá. Þá þarf her. Og líka öfluga öryggislögreglu með mjög víðtækar og forvirkar heimildir sem kemur auga á óvini hins frjálsa samfélags og getur gripið til viðeigandi aðgerða gagnvart þeim. Komist Sjálfstæðisflokkurinn til valda á ný, einn eða með fulltingi fylgdarflokks síns, Framsóknarflokksins, er þess að vænta að fóstureyðingar verði bannaðar, undantekningarlaust, enda hafa talsmenn hins bandaríska móðurflokks bent á að líkami kvenna sé þannig af Guði gerður að nauðganir leiði ekki til þungunar. Víst má telja að bönnuð verði hjónabönd samkynhneigðra og Gay Pride-gangan kannski ekki bönnuð – þegar flokkurinn nær borginni aftur – en færð upp í Norðlingaholt, á þriðjudegi milli klukkan níu og tíu að morgni, einhvern tímann í miðjum febrúar. Í skólum landsins, þessum fáu sem ekki eru einkaskólar handa ríku börnunum, verður skylt að kenna ekki bara tilgátu Darwins um þróun lífsins heldur líka sköpunarsögu Biblíunnar eins og Guð lét skrá hana. Og er þá fátt eitt talið. Svo gæti farið í næstu kosningum að þetta repúblikanabrölt á sjálfstæðismönnum leiði til hins sama og gerðist um árið þegar þeir glutruðu niður unninni stöðu með því að boða ?Leiftursókn gegn verðbólgu?. Sjálfstæðismenn gætu orðið hraparar kosninganna þegar 98 prósent þjóðarinnar segja: Vertu úti.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun