Villuljósin slökkt Ólafur Þ. Stephensen skrifar 19. september 2012 09:00 Skýrsla Seðlabankans um kosti Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum er mikilvægt innlegg í umræðuna og til þess fallin að skýra línur og eyða ranghugmyndum. Þar er til að mynda nokkuð kerfisbundið slökkt á ýmsum villuljósum um möguleika á einhliða eða tvíhliða upptöku hinna ýmsu gjaldmiðla ríkja, sem Ísland á hlutfallslega lítil viðskipti við og hafa engan áhuga á að vera í myntbandalagi með Íslandi. Þetta ætti að stuðla að því að beina umræðunni frá patentlausnum og að aðalatriðum málsins. Seðlabankinn dregur það skýrt fram sem raunar hefur lengi legið fyrir; að í núverandi stöðu eru kostir Íslands tveir. Annar er sá að búa áfram við krónuna en styrkja hagstjórnina. Hinn er að taka upp evru eftir inngöngu í Evrópusambandið. Í skýrslunni segir: „Það virðist því skynsamlegt að halda um hríð áfram á þeirri braut sem fetuð hefur verið að undanförnu að þróa og skýra þessa tvo kosti, annars vegar með því að vinna af krafti að endurbættum ramma um krónuna og hins vegar í gegnum aðildarumsókn Íslands að ESB." Seðlabankinn bendir á það augljósa, að hvorugur kosturinn er gallalaus. Galla krónunnar þekkjum við vel. Hún hefur magnað sveiflur í þjóðarbúskapnum fremur en að draga úr þeim. Með gengisfellingum hafa fjármunir verið fluttir frá almenningi til útflutningsfyrirtækja. Sjálfstæð mynt hefur ýtt undir verðbólgu og verðtrygging fjárskuldbindinga orðið ill og óvinsæl nauðsyn. Krónan gefur aftur á móti kost á sjálfstæðri peningamálastefnu. Með upptöku evrunnar yrði því sjálfstæði fórnað. Mat Seðlabankans er hins vegar að með evru myndu milliríkjaviðskipti Íslands örvast og þjóðartekjur hækka, vextir lækka, samkeppni og verðvitund neytenda vaxa og auðveldara yrði fyrir fyrirtæki að sækja á stærri markaði. Seðlabankinn bendir á leiðir til að auka aga í hagstjórninni til þess að búandi yrði við krónuna áfram. Hann dregur aftur á móti líka fram að fyrri tilraunir til að reka hér árangursríka, sjálfstæða peningamálastefnu hafa klúðrazt. Með evrunni fengist sá agi í hagstjórnina sem leiðir af hinu alþjóðlega samstarfi um gjaldmiðilinn. Upptaka evru yrði ekki möguleg fyrr en eftir nokkur ár og á þeim tíma kemur væntanlega í ljós hvort Evrópusambandið nær að stoppa í götin í regluverki evrunnar og herða agann í sameiginlegri fjármálastjórn sambandsins. Það blasir við að skynsamlegasta leiðin í stöðunni er að leitast við að styrkja umgjörð krónunnar til næstu ára, en stefna að upptöku evrunnar til lengri tíma litið. Eins og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, bendir á í Fréttablaðinu í gær, eru aðgerðirnar sem þarf til að styrkja umgjörð krónunnar í grófum dráttum þær sömu og „geta til lengri tíma tryggt að við höfum einhverja valkosti, vilji menn hafa þá í framtíðinni". Auðvitað viljum við eiga valkosti í framtíðinni. Seðlabankinn slær því föstu að evran sé eini raunhæfi kosturinn sem við eigum, utan krónunnar. Takist ekki að losa gjaldeyrishöftin á meðan við búum við krónuna þarf að fara í „plan B" eins og Már Guðmundsson seðlabankastjóri kallar það, að afnema höftin í samstarfi við Evrópusambandið og þá væntanlega sem lið í upptöku evru. Eftir útkomu skýrslu Seðlabankans verður sú stefna margra stjórnmálamanna að útiloka sem allra fyrst eina kostinn sem við eigum annan en krónuna með því að slíta aðildarviðræðum við ESB enn óskiljanlegri en ella. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun
Skýrsla Seðlabankans um kosti Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum er mikilvægt innlegg í umræðuna og til þess fallin að skýra línur og eyða ranghugmyndum. Þar er til að mynda nokkuð kerfisbundið slökkt á ýmsum villuljósum um möguleika á einhliða eða tvíhliða upptöku hinna ýmsu gjaldmiðla ríkja, sem Ísland á hlutfallslega lítil viðskipti við og hafa engan áhuga á að vera í myntbandalagi með Íslandi. Þetta ætti að stuðla að því að beina umræðunni frá patentlausnum og að aðalatriðum málsins. Seðlabankinn dregur það skýrt fram sem raunar hefur lengi legið fyrir; að í núverandi stöðu eru kostir Íslands tveir. Annar er sá að búa áfram við krónuna en styrkja hagstjórnina. Hinn er að taka upp evru eftir inngöngu í Evrópusambandið. Í skýrslunni segir: „Það virðist því skynsamlegt að halda um hríð áfram á þeirri braut sem fetuð hefur verið að undanförnu að þróa og skýra þessa tvo kosti, annars vegar með því að vinna af krafti að endurbættum ramma um krónuna og hins vegar í gegnum aðildarumsókn Íslands að ESB." Seðlabankinn bendir á það augljósa, að hvorugur kosturinn er gallalaus. Galla krónunnar þekkjum við vel. Hún hefur magnað sveiflur í þjóðarbúskapnum fremur en að draga úr þeim. Með gengisfellingum hafa fjármunir verið fluttir frá almenningi til útflutningsfyrirtækja. Sjálfstæð mynt hefur ýtt undir verðbólgu og verðtrygging fjárskuldbindinga orðið ill og óvinsæl nauðsyn. Krónan gefur aftur á móti kost á sjálfstæðri peningamálastefnu. Með upptöku evrunnar yrði því sjálfstæði fórnað. Mat Seðlabankans er hins vegar að með evru myndu milliríkjaviðskipti Íslands örvast og þjóðartekjur hækka, vextir lækka, samkeppni og verðvitund neytenda vaxa og auðveldara yrði fyrir fyrirtæki að sækja á stærri markaði. Seðlabankinn bendir á leiðir til að auka aga í hagstjórninni til þess að búandi yrði við krónuna áfram. Hann dregur aftur á móti líka fram að fyrri tilraunir til að reka hér árangursríka, sjálfstæða peningamálastefnu hafa klúðrazt. Með evrunni fengist sá agi í hagstjórnina sem leiðir af hinu alþjóðlega samstarfi um gjaldmiðilinn. Upptaka evru yrði ekki möguleg fyrr en eftir nokkur ár og á þeim tíma kemur væntanlega í ljós hvort Evrópusambandið nær að stoppa í götin í regluverki evrunnar og herða agann í sameiginlegri fjármálastjórn sambandsins. Það blasir við að skynsamlegasta leiðin í stöðunni er að leitast við að styrkja umgjörð krónunnar til næstu ára, en stefna að upptöku evrunnar til lengri tíma litið. Eins og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, bendir á í Fréttablaðinu í gær, eru aðgerðirnar sem þarf til að styrkja umgjörð krónunnar í grófum dráttum þær sömu og „geta til lengri tíma tryggt að við höfum einhverja valkosti, vilji menn hafa þá í framtíðinni". Auðvitað viljum við eiga valkosti í framtíðinni. Seðlabankinn slær því föstu að evran sé eini raunhæfi kosturinn sem við eigum, utan krónunnar. Takist ekki að losa gjaldeyrishöftin á meðan við búum við krónuna þarf að fara í „plan B" eins og Már Guðmundsson seðlabankastjóri kallar það, að afnema höftin í samstarfi við Evrópusambandið og þá væntanlega sem lið í upptöku evru. Eftir útkomu skýrslu Seðlabankans verður sú stefna margra stjórnmálamanna að útiloka sem allra fyrst eina kostinn sem við eigum annan en krónuna með því að slíta aðildarviðræðum við ESB enn óskiljanlegri en ella.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun