Þú og ég + Moses Hightower Kjartan Guðmundsson skrifar 18. september 2012 00:01 Helga Möller og Jóhann Helgason 2011. Undirritaður var fremur fúll yfir að hafa misst af samstarfstónleikum Þú og ég og Moses Hightower á Innipúkahátíðinni fyrir nokkrum vikum, sérstaklega þar sem eftir á fór það orðspor af frammistöðunni að fundist hefði fyrir stuðinu alla leið til veðurathugunarstöðvarinnar á Svalbarða hið minnsta. Því lá þráðbeint við að skella sér í Iðnó á föstudagskvöldið á endurtekninguna. Einnig fólst í því gráupplagt tækifæri til að sjá Móses-verja á sviði í síðasta sinn í bili því sveitin, sem er í fantaformi þessi dægrin, hverfur nú til sinnar reglulegu biðstöðu vegna anna meðlima úti um allan heim. Téð Moses Hightower stóð sig með prýði, sleip sem fyrr, með sitt hefðbundna sálarprógramm í fyrri hlutanum. Eitthvað var þó að hljóðinu í Iðnó, dósalegu og tómu, og það lagaðist í raun ekki fyrr en áhorfendum fjölgaði og slapp fyrir horn þegar tvíeykið Helga Möller og Jóhann Helgason slóst í hópinn. Þá kom líka umsvifalaust í ljós hvílík afbragðshugmynd það er að stefna þessum sveitum saman. Diskómellirnir komu á færibandi: Villi og Lúlla, Í Reykjavíkurborg, Dans, dans, dans, Ljúfa líf, Vegir liggja til allra átta og svo framvegis, og í raun ólíklegt að nokkur hefði sett sig upp á móti því að Aðfangadagskvöld hefði hljómað, svo nostalgísk og góð var stemningin. Helga var hress og kát og augsýnilega tilbúin í slaginn, Jóhann örlítið meira til baka en þó alltaf jafn snákslega svalur og Moses Hightower gerði afar vel með talsvert hraðari lög en sveitin er vön. Í heildina voru tónleikarnir mjög vel heppnaðir og hreint lostæti fyrir þá sem þjást af ólæknandi þá-þrá. Kjartan Guðmundsson Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Þriðja barn Gisele komið í heiminn Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Fleiri fréttir Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira
Undirritaður var fremur fúll yfir að hafa misst af samstarfstónleikum Þú og ég og Moses Hightower á Innipúkahátíðinni fyrir nokkrum vikum, sérstaklega þar sem eftir á fór það orðspor af frammistöðunni að fundist hefði fyrir stuðinu alla leið til veðurathugunarstöðvarinnar á Svalbarða hið minnsta. Því lá þráðbeint við að skella sér í Iðnó á föstudagskvöldið á endurtekninguna. Einnig fólst í því gráupplagt tækifæri til að sjá Móses-verja á sviði í síðasta sinn í bili því sveitin, sem er í fantaformi þessi dægrin, hverfur nú til sinnar reglulegu biðstöðu vegna anna meðlima úti um allan heim. Téð Moses Hightower stóð sig með prýði, sleip sem fyrr, með sitt hefðbundna sálarprógramm í fyrri hlutanum. Eitthvað var þó að hljóðinu í Iðnó, dósalegu og tómu, og það lagaðist í raun ekki fyrr en áhorfendum fjölgaði og slapp fyrir horn þegar tvíeykið Helga Möller og Jóhann Helgason slóst í hópinn. Þá kom líka umsvifalaust í ljós hvílík afbragðshugmynd það er að stefna þessum sveitum saman. Diskómellirnir komu á færibandi: Villi og Lúlla, Í Reykjavíkurborg, Dans, dans, dans, Ljúfa líf, Vegir liggja til allra átta og svo framvegis, og í raun ólíklegt að nokkur hefði sett sig upp á móti því að Aðfangadagskvöld hefði hljómað, svo nostalgísk og góð var stemningin. Helga var hress og kát og augsýnilega tilbúin í slaginn, Jóhann örlítið meira til baka en þó alltaf jafn snákslega svalur og Moses Hightower gerði afar vel með talsvert hraðari lög en sveitin er vön. Í heildina voru tónleikarnir mjög vel heppnaðir og hreint lostæti fyrir þá sem þjást af ólæknandi þá-þrá. Kjartan Guðmundsson
Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Þriðja barn Gisele komið í heiminn Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Fleiri fréttir Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira