Flott fyrsta plata Futuregrapher 7. september 2012 08:54 Futuregrapher er listamannsnafn Árna Grétars. Futuregrapher er listamannsnafn Árna Grétars, en hann hefur verið atkvæðamikill á íslensku raftónlistarsenunni að undanförnu. Hann er annar stofnenda Möller-plötufyrirtækisins sem hefur gefið út mikið af raftónlist síðustu tvö ár og staðið fyrir tónleikaröðinni Heiladans. LP er fyrsta plata Futuregraphers í fullri lengd, en hann á að baki nokkrar stuttskífur og EP-plötur, m.a. ambient-plötuna Tom Tom Bike sem kom út í fyrra (mjög flott) og plötuna Waterproof sem kom út í mars sl. en hana gerði hann í samstarfi við japanska tónlistarmanninn Gallery Six. Tónlistin á Waterproof er líka í sveimtónlistardeildinni. Sveimið er eitt af hráefnunum á LP; platan byrjar til dæmis á laginu Engihjalli Ambient. Fyrirferðarmesta tónlistin á plötunni er samt trommu- & bassatónlistin, en sum laganna á LP hljóma eins og þau hafi verið búin til í London seint á tíunda áratugnum. Árna Grétari tekst samt að gera þessa tónlist að sinni. Hann framreiðir hana á sinn hátt og bætir við hana nýjum hlutum. Það eru ekki öll lögin á LP trommu- & bassalög, inn á milli eru aðrar tónlistartegundir. James Acid er til dæmis teknólag, lögin Anton & Skeljar og Stapi eru ambient-ættar og lokalagið Bons er taktfast bjögunar- og hávaðaverk. Lögin eru flest án söngs, undantekningin er lagið Think. Í því fer Guðjón Heiðar Valgarðsson með eigin texta, sem er pólitísk hugleiðing um ástandið í heiminum og ákall til hlustenda um að bregðast við. LP er flott raftónlistarplata. Hún er ekki sérstaklega frumleg, en þessi tólf lög mynda mjög sterka heild. Platan hljómar líka vel og það er greinilegt að þeir sem sáu um hljóðvinnsluna (Skurken hljóðblandaði og Bix tónjafnaði) hafa ekki kastað til hendinni. Á heildina litið er LP ein af skemmtilegri plötum ársins. Trausti Júlíusson Niðurstaða: Fyrsta plata Futuregraphers er skemmtileg útfærsla á trommu- & bassatónlist tíunda áratugarins. Tónlist Mest lesið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Futuregrapher er listamannsnafn Árna Grétars, en hann hefur verið atkvæðamikill á íslensku raftónlistarsenunni að undanförnu. Hann er annar stofnenda Möller-plötufyrirtækisins sem hefur gefið út mikið af raftónlist síðustu tvö ár og staðið fyrir tónleikaröðinni Heiladans. LP er fyrsta plata Futuregraphers í fullri lengd, en hann á að baki nokkrar stuttskífur og EP-plötur, m.a. ambient-plötuna Tom Tom Bike sem kom út í fyrra (mjög flott) og plötuna Waterproof sem kom út í mars sl. en hana gerði hann í samstarfi við japanska tónlistarmanninn Gallery Six. Tónlistin á Waterproof er líka í sveimtónlistardeildinni. Sveimið er eitt af hráefnunum á LP; platan byrjar til dæmis á laginu Engihjalli Ambient. Fyrirferðarmesta tónlistin á plötunni er samt trommu- & bassatónlistin, en sum laganna á LP hljóma eins og þau hafi verið búin til í London seint á tíunda áratugnum. Árna Grétari tekst samt að gera þessa tónlist að sinni. Hann framreiðir hana á sinn hátt og bætir við hana nýjum hlutum. Það eru ekki öll lögin á LP trommu- & bassalög, inn á milli eru aðrar tónlistartegundir. James Acid er til dæmis teknólag, lögin Anton & Skeljar og Stapi eru ambient-ættar og lokalagið Bons er taktfast bjögunar- og hávaðaverk. Lögin eru flest án söngs, undantekningin er lagið Think. Í því fer Guðjón Heiðar Valgarðsson með eigin texta, sem er pólitísk hugleiðing um ástandið í heiminum og ákall til hlustenda um að bregðast við. LP er flott raftónlistarplata. Hún er ekki sérstaklega frumleg, en þessi tólf lög mynda mjög sterka heild. Platan hljómar líka vel og það er greinilegt að þeir sem sáu um hljóðvinnsluna (Skurken hljóðblandaði og Bix tónjafnaði) hafa ekki kastað til hendinni. Á heildina litið er LP ein af skemmtilegri plötum ársins. Trausti Júlíusson Niðurstaða: Fyrsta plata Futuregraphers er skemmtileg útfærsla á trommu- & bassatónlist tíunda áratugarins.
Tónlist Mest lesið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira