London næst á dagskrá 6. september 2012 13:00 „Ég verð með tónleika á þekktum klúbb sem heitir Voyage voyage. Þar eru haldin regluleg klúbbakvöld þar sem kynntir eru skandinavískir listamenn sem þeim þykir hvað mest spennandi þá stundina," segir íslenska poppstjarnan Daníel Óliver, sem er búsettur í Svíþjóð en heldur tónleika í London nú 27. september. Daníel Óliver gefur út nýtt lag, DJ Blow My Speaker, í lok mánaðarins en lagið er nú þegar að gera góða hluti. Brot úr því hefur verið sett á internetið og eru bloggarar um gjörvalla Evrópu búnir að taka það fyrir og gefa því jákvæða dóma. Lagið fékk meðal annars þrusugóða dóma á bloggsíðunni Myfizzypop.blogspot.com þar sem bloggarinn Paul spáir því að nafn Daníels verði á allra vörum áður en árið er liðið. Daníel Óliver mun einnig kíkja í viðtal á bresku tónlistastöðvarnar Chart Show TV og Dance Nation TV á meðan hann verður staddur þarlendis. Þar með fetar hann í fótspor listamanna á borð við Lady Gaga, Jennifer Lopez og hljómsveitina One Direction, en öll hafa þau farið í viðtöl á þessum sömu stöðvum. „Lagið hefur verið að fá mjög góða umfjöllun í Bretlandi og þegar þeir fréttu að ég væri að koma og halda tónleika vildu þeir endilega fá mig í viðtal," segir Daníel spenntur. - trs Tónlist Mest lesið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Einhvern tímann var allt fyrst Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Fyrsti kossinn átti sér stað í bílakjallara Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Ég verð með tónleika á þekktum klúbb sem heitir Voyage voyage. Þar eru haldin regluleg klúbbakvöld þar sem kynntir eru skandinavískir listamenn sem þeim þykir hvað mest spennandi þá stundina," segir íslenska poppstjarnan Daníel Óliver, sem er búsettur í Svíþjóð en heldur tónleika í London nú 27. september. Daníel Óliver gefur út nýtt lag, DJ Blow My Speaker, í lok mánaðarins en lagið er nú þegar að gera góða hluti. Brot úr því hefur verið sett á internetið og eru bloggarar um gjörvalla Evrópu búnir að taka það fyrir og gefa því jákvæða dóma. Lagið fékk meðal annars þrusugóða dóma á bloggsíðunni Myfizzypop.blogspot.com þar sem bloggarinn Paul spáir því að nafn Daníels verði á allra vörum áður en árið er liðið. Daníel Óliver mun einnig kíkja í viðtal á bresku tónlistastöðvarnar Chart Show TV og Dance Nation TV á meðan hann verður staddur þarlendis. Þar með fetar hann í fótspor listamanna á borð við Lady Gaga, Jennifer Lopez og hljómsveitina One Direction, en öll hafa þau farið í viðtöl á þessum sömu stöðvum. „Lagið hefur verið að fá mjög góða umfjöllun í Bretlandi og þegar þeir fréttu að ég væri að koma og halda tónleika vildu þeir endilega fá mig í viðtal," segir Daníel spenntur. - trs
Tónlist Mest lesið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Einhvern tímann var allt fyrst Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Fyrsti kossinn átti sér stað í bílakjallara Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira