London næst á dagskrá 6. september 2012 13:00 „Ég verð með tónleika á þekktum klúbb sem heitir Voyage voyage. Þar eru haldin regluleg klúbbakvöld þar sem kynntir eru skandinavískir listamenn sem þeim þykir hvað mest spennandi þá stundina," segir íslenska poppstjarnan Daníel Óliver, sem er búsettur í Svíþjóð en heldur tónleika í London nú 27. september. Daníel Óliver gefur út nýtt lag, DJ Blow My Speaker, í lok mánaðarins en lagið er nú þegar að gera góða hluti. Brot úr því hefur verið sett á internetið og eru bloggarar um gjörvalla Evrópu búnir að taka það fyrir og gefa því jákvæða dóma. Lagið fékk meðal annars þrusugóða dóma á bloggsíðunni Myfizzypop.blogspot.com þar sem bloggarinn Paul spáir því að nafn Daníels verði á allra vörum áður en árið er liðið. Daníel Óliver mun einnig kíkja í viðtal á bresku tónlistastöðvarnar Chart Show TV og Dance Nation TV á meðan hann verður staddur þarlendis. Þar með fetar hann í fótspor listamanna á borð við Lady Gaga, Jennifer Lopez og hljómsveitina One Direction, en öll hafa þau farið í viðtöl á þessum sömu stöðvum. „Lagið hefur verið að fá mjög góða umfjöllun í Bretlandi og þegar þeir fréttu að ég væri að koma og halda tónleika vildu þeir endilega fá mig í viðtal," segir Daníel spenntur. - trs Tónlist Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Ég verð með tónleika á þekktum klúbb sem heitir Voyage voyage. Þar eru haldin regluleg klúbbakvöld þar sem kynntir eru skandinavískir listamenn sem þeim þykir hvað mest spennandi þá stundina," segir íslenska poppstjarnan Daníel Óliver, sem er búsettur í Svíþjóð en heldur tónleika í London nú 27. september. Daníel Óliver gefur út nýtt lag, DJ Blow My Speaker, í lok mánaðarins en lagið er nú þegar að gera góða hluti. Brot úr því hefur verið sett á internetið og eru bloggarar um gjörvalla Evrópu búnir að taka það fyrir og gefa því jákvæða dóma. Lagið fékk meðal annars þrusugóða dóma á bloggsíðunni Myfizzypop.blogspot.com þar sem bloggarinn Paul spáir því að nafn Daníels verði á allra vörum áður en árið er liðið. Daníel Óliver mun einnig kíkja í viðtal á bresku tónlistastöðvarnar Chart Show TV og Dance Nation TV á meðan hann verður staddur þarlendis. Þar með fetar hann í fótspor listamanna á borð við Lady Gaga, Jennifer Lopez og hljómsveitina One Direction, en öll hafa þau farið í viðtöl á þessum sömu stöðvum. „Lagið hefur verið að fá mjög góða umfjöllun í Bretlandi og þegar þeir fréttu að ég væri að koma og halda tónleika vildu þeir endilega fá mig í viðtal," segir Daníel spenntur. - trs
Tónlist Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira