Tónelskir læknar stíga á svið í nýrri tónleikaröð 6. september 2012 07:00 Helgi Júlíus Óskarsson, Haukur Heiðar Hauksson, Jón Steinar Jónsson og Michael Clausen spila á læknatónleikunum á mánudaginn. fréttablaðið/valli „Við köllum þessa uppákomu Tónelskir læknar taka lagið,“ segir hjartalæknirinn Helgi Júlíus Óskarsson. Vaskur hópur lækna tekur sér frí frá krefjandi læknastörfum sínum og stígur á svið á Kaffi Rósenberg á mánudagskvöld kl. 20.30. Þar verða haldnir fyrstu ókeypis tónleikarnir í nýrri tónleikaröð sem vonast er til að verði haldin nokkrum sinnum á ári, einungis með læknum í fararbroddi. „Við komum eiginlega ekki fleirum að. Það voru menn sem komust ekki að núna sem geta fyllt annað kvöld,“ segir Helgi Júlíus. Hann er einn þeirra sem stíga á svið og syngja frumsamin lög. Sjö önnur atriði eru á efnisskránni. Oktettinn Einn tvöfaldur, sem er átta manna karlakór, mætir á svæðið, Gleðisveit Guðlaugar spilar djasskennda læknatónlist, doktor Haukur Heiðar Hauksson úr Diktu spilar eigin lög og læknirinn Jón Steinar Jónsson kemur með tríóið sitt Triceps, sem er einnig skipað Helga Júlíusi og Þórði Þorkelssyni. Sá síðastnefndi hefur jafnframt upp raust sína einn á sviðinu, rétt eins og hjartalæknirinn Ragnar Danielssen. Hann var í Frummönnum með þeim Valgeiri Guðjónssyni og Jakobi Frímanni en sú sveit breytti síðar um nafn og varð að Stuðmönnum. Loks mætir barnalæknirinn Michael Clausen til leiks með hljómsveit með í för. Ef svo óheppilega vill til að einhver tónleikagesta fái aðsvif eða annað slíkt á tónleikunum er ljóst að hann gæti ekki valið betri stað til þess. Helgi Júlíus gaf á síðasta ári út reggíplötuna Kominn heim og hafa tvö lög af henni með söngvaranum Valdimari Guðmundssyni náð miklum vinsældum, sérstaklega Stöndum saman. Hann er með nýja plötu tilbúna sem kemur út eftir áramót. Lögin verða í blússtíl og margir frægir söngvarar verða í gestahlutverkum, sem Helgi vill ekki nefna á nafn að svo stöddu. freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Við köllum þessa uppákomu Tónelskir læknar taka lagið,“ segir hjartalæknirinn Helgi Júlíus Óskarsson. Vaskur hópur lækna tekur sér frí frá krefjandi læknastörfum sínum og stígur á svið á Kaffi Rósenberg á mánudagskvöld kl. 20.30. Þar verða haldnir fyrstu ókeypis tónleikarnir í nýrri tónleikaröð sem vonast er til að verði haldin nokkrum sinnum á ári, einungis með læknum í fararbroddi. „Við komum eiginlega ekki fleirum að. Það voru menn sem komust ekki að núna sem geta fyllt annað kvöld,“ segir Helgi Júlíus. Hann er einn þeirra sem stíga á svið og syngja frumsamin lög. Sjö önnur atriði eru á efnisskránni. Oktettinn Einn tvöfaldur, sem er átta manna karlakór, mætir á svæðið, Gleðisveit Guðlaugar spilar djasskennda læknatónlist, doktor Haukur Heiðar Hauksson úr Diktu spilar eigin lög og læknirinn Jón Steinar Jónsson kemur með tríóið sitt Triceps, sem er einnig skipað Helga Júlíusi og Þórði Þorkelssyni. Sá síðastnefndi hefur jafnframt upp raust sína einn á sviðinu, rétt eins og hjartalæknirinn Ragnar Danielssen. Hann var í Frummönnum með þeim Valgeiri Guðjónssyni og Jakobi Frímanni en sú sveit breytti síðar um nafn og varð að Stuðmönnum. Loks mætir barnalæknirinn Michael Clausen til leiks með hljómsveit með í för. Ef svo óheppilega vill til að einhver tónleikagesta fái aðsvif eða annað slíkt á tónleikunum er ljóst að hann gæti ekki valið betri stað til þess. Helgi Júlíus gaf á síðasta ári út reggíplötuna Kominn heim og hafa tvö lög af henni með söngvaranum Valdimari Guðmundssyni náð miklum vinsældum, sérstaklega Stöndum saman. Hann er með nýja plötu tilbúna sem kemur út eftir áramót. Lögin verða í blússtíl og margir frægir söngvarar verða í gestahlutverkum, sem Helgi vill ekki nefna á nafn að svo stöddu. freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira