Karpað í körfunni Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 6. september 2012 14:00 "Ef einhvern rauðan þráð er að finna er það eflaust sá heilnæmi boðskapur að allri séu jafnir og sátt og samlyndi sé betra en sundrung og stælar,“ segir í dómi um Ávaxtakörfuna. Ávaxtakarfan, hið vinsæla barnaleikrit eftir Kristlaugu Maríu Sigurðardóttur, er komið í bíó og fáum við að fylgjast með ævintýrum Mæju jarðarbers, Evu appelsínu og allra hinna ávaxtanna á hvíta tjaldinu, en stemningin í körfunni er súr, einelti er liðið og frekjan í ananasnum er óþolandi. Já, rasistinn og sadistinn Immi ananas heldur ávaxtakörfunni í gíslingu, og spilar með veikleika hinna til að fá sínu framgengt. En eins og svo oft þar sem valdagræðgi og illska ræður ríkjum er uppreisn á næsta leiti. Sviðsmyndin er íburðarmikil og töff í hráleika sínum. Hins vegar er hún hvorki nægilega stór né fjölbreytileg til þess að virka sem sögusvið heillar kvikmyndar. Í leikhúsinu höfum við nándina við leikarana og sjálft verkið til að bæta upp fyrir þær ýmsu takmarkanir sem leikhúsinu fylgja. Þegar vel tekst til verða þessar takmarkanir jafnvel að styrkleika. En hér fer bæði börnum og fullorðnum að leiðast sjónrænt tilbreytingarleysið þegar síga fer á seinni hlutann. Kvikmyndatakan er engu að síður glæsileg, og hér svífur myndavélin mjúklega um hvern krók og kima. Þá eru litríkir búningarnir vel úr garði gerðir og þola vel nærmyndirnar jafnt sem víðu skotin. Leikararnir eru í góðu stuði og skemmtilegastar eru þær Ólöf Jara og Ágústa Eva. Af öllum leikurunum var Ágústa sú eina sem ég gat virkilega ímyndað mér að kæmist upp með að klæðast ávaxtabúningnum sínum á almannafæri. Mér fannst hún satt að segja svolítið smart sem appelsína. Músíkin spilar auðvitað stórt hlutverk og allir leikararnir eru liðtækir söngvarar. Lögin eru eftir Þorvald Bjarna Þorvaldsson og í þeim má finna margar grípandi melódíur til að skaka hausnum við. Og þau bestu eru bara skrambi góð. Það er þó afar erfitt að skella stjörnum á svona verk. Söguþráðurinn samanstendur af mörgum misstórum vandamálum sem persónurnar þurfa að leysa. Ef einhvern rauðan þráð er að finna er það eflaust sá heilnæmi boðskapur að allir séu jafnir og sátt og samlyndi sé betra en sundrung og stælar. Fyrir eldri börnin (svo ég tali nú ekki um okkur fullorðna fólkið) er þetta ef til vill brytjað niður í óþarflega smáa bita. En sem barnaefni fyrir þau yngstu er Ávaxtakarfan nokkuð vel heppnuð. Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Ávaxtakarfan, hið vinsæla barnaleikrit eftir Kristlaugu Maríu Sigurðardóttur, er komið í bíó og fáum við að fylgjast með ævintýrum Mæju jarðarbers, Evu appelsínu og allra hinna ávaxtanna á hvíta tjaldinu, en stemningin í körfunni er súr, einelti er liðið og frekjan í ananasnum er óþolandi. Já, rasistinn og sadistinn Immi ananas heldur ávaxtakörfunni í gíslingu, og spilar með veikleika hinna til að fá sínu framgengt. En eins og svo oft þar sem valdagræðgi og illska ræður ríkjum er uppreisn á næsta leiti. Sviðsmyndin er íburðarmikil og töff í hráleika sínum. Hins vegar er hún hvorki nægilega stór né fjölbreytileg til þess að virka sem sögusvið heillar kvikmyndar. Í leikhúsinu höfum við nándina við leikarana og sjálft verkið til að bæta upp fyrir þær ýmsu takmarkanir sem leikhúsinu fylgja. Þegar vel tekst til verða þessar takmarkanir jafnvel að styrkleika. En hér fer bæði börnum og fullorðnum að leiðast sjónrænt tilbreytingarleysið þegar síga fer á seinni hlutann. Kvikmyndatakan er engu að síður glæsileg, og hér svífur myndavélin mjúklega um hvern krók og kima. Þá eru litríkir búningarnir vel úr garði gerðir og þola vel nærmyndirnar jafnt sem víðu skotin. Leikararnir eru í góðu stuði og skemmtilegastar eru þær Ólöf Jara og Ágústa Eva. Af öllum leikurunum var Ágústa sú eina sem ég gat virkilega ímyndað mér að kæmist upp með að klæðast ávaxtabúningnum sínum á almannafæri. Mér fannst hún satt að segja svolítið smart sem appelsína. Músíkin spilar auðvitað stórt hlutverk og allir leikararnir eru liðtækir söngvarar. Lögin eru eftir Þorvald Bjarna Þorvaldsson og í þeim má finna margar grípandi melódíur til að skaka hausnum við. Og þau bestu eru bara skrambi góð. Það er þó afar erfitt að skella stjörnum á svona verk. Söguþráðurinn samanstendur af mörgum misstórum vandamálum sem persónurnar þurfa að leysa. Ef einhvern rauðan þráð er að finna er það eflaust sá heilnæmi boðskapur að allir séu jafnir og sátt og samlyndi sé betra en sundrung og stælar. Fyrir eldri börnin (svo ég tali nú ekki um okkur fullorðna fólkið) er þetta ef til vill brytjað niður í óþarflega smáa bita. En sem barnaefni fyrir þau yngstu er Ávaxtakarfan nokkuð vel heppnuð.
Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira