Fyrrum söngvari Can vill spila með Íslendingum 1. september 2012 13:00 til íslands Damo Suzuki, fyrrum söngvari Can, er á leiðinni til Íslands í fyrsta sinn. nordicphotos/getty Damo Suzuki, fyrrverandi söngvari þýsku hljómsveitarinnar Can, spilar á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, 3. október. „Mig hefur lengi langað að koma til Íslands. Það er margt áhugavert þar, eins og vetnisstrætóar, eldfjöll, heitir hverir og óspillt náttúra. Landið er líka lengst frá meginlandi Evrópu," segir Suzuki, sem er fæddur í Japan. Hljómsveitin Can spilaði tilraunakennt rokk, svokallað krautrock. Sveitin hafði mikil áhrif á þróun raftónlistar og hefur veitt mörgum þekktum flytjendum innblástur, þar á meðal David Bowie, Talking Heads, Brian Eno, Pavement og The Stone Roses. Kvikmyndin sígilda Metropolis eftir Fritz Lang verður sýnd á RIFF-hátíðinni og undir myndinni spilar Suzuki ásamt aðstoðarmönnum sínum, eða hljóðberum eins og hann kallar þá. „Metropolis er frábær mynd og á vel við í dag þrátt fyrir að vera orðin níutíu ára gömul. Myndin fjallar um hvernig „kerfið" stjórnar heiminum. Ég vildi óska að þessi mynd fengi enn meira vægi hjá fólki. Þá myndum við búa í betri heimi." Eftir að Suzuki hætti í Can árið 1973 eftir aðeins þriggja ára veru í sveitinni, gerðist hann vottur Jehóva og sneri baki við tónlistinni. Árið 1983 hóf hann aftur að spila og undanfarinn áratug hefur hann starfrækt tónlistarverkefnið Damo Suzuki"s Network. Hann ferðast víða um heim og flytur spunatónlist sína á alls kyns hátíðum með hjálp tónlistarmanna í löndunum sem hann heimsækir. Hugmyndina fékk hann eftir að Íraksstríðið brast á með tilheyrandi sprengjuregni og skotárásum. „Það voru mikil mótmæli víða um heim en eins og venjulega hunsuðu Bandaríkjamenn þau og drápu mörg börn og fleiri almenna borgara. Ofbeldi stjórnar heiminum og þegar ég sá fréttirnar af þessu hugsaði ég með mér að ég vildi gera eitthvað til að sporna við þessu ofbeldi." Vegna tónleikana á Íslandi hefur Suzuki óskað eftir aðstoð tveggja ungra og efnilegra íslenskra tónlistarmanna, eða bassaleikara og trommara. Áhugasamir geta sent tölvupóst á events@riff.is. Einnig spila með honum tveir þýskir tónlistarmenn sem hann fékk til liðs við sig með aðstoð þýska sendiráðsins á Íslandi, sem er samstarfsaðili RIFF að tónleikunum. freyr@frettabladid.is Lífið Tónlist Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Damo Suzuki, fyrrverandi söngvari þýsku hljómsveitarinnar Can, spilar á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, 3. október. „Mig hefur lengi langað að koma til Íslands. Það er margt áhugavert þar, eins og vetnisstrætóar, eldfjöll, heitir hverir og óspillt náttúra. Landið er líka lengst frá meginlandi Evrópu," segir Suzuki, sem er fæddur í Japan. Hljómsveitin Can spilaði tilraunakennt rokk, svokallað krautrock. Sveitin hafði mikil áhrif á þróun raftónlistar og hefur veitt mörgum þekktum flytjendum innblástur, þar á meðal David Bowie, Talking Heads, Brian Eno, Pavement og The Stone Roses. Kvikmyndin sígilda Metropolis eftir Fritz Lang verður sýnd á RIFF-hátíðinni og undir myndinni spilar Suzuki ásamt aðstoðarmönnum sínum, eða hljóðberum eins og hann kallar þá. „Metropolis er frábær mynd og á vel við í dag þrátt fyrir að vera orðin níutíu ára gömul. Myndin fjallar um hvernig „kerfið" stjórnar heiminum. Ég vildi óska að þessi mynd fengi enn meira vægi hjá fólki. Þá myndum við búa í betri heimi." Eftir að Suzuki hætti í Can árið 1973 eftir aðeins þriggja ára veru í sveitinni, gerðist hann vottur Jehóva og sneri baki við tónlistinni. Árið 1983 hóf hann aftur að spila og undanfarinn áratug hefur hann starfrækt tónlistarverkefnið Damo Suzuki"s Network. Hann ferðast víða um heim og flytur spunatónlist sína á alls kyns hátíðum með hjálp tónlistarmanna í löndunum sem hann heimsækir. Hugmyndina fékk hann eftir að Íraksstríðið brast á með tilheyrandi sprengjuregni og skotárásum. „Það voru mikil mótmæli víða um heim en eins og venjulega hunsuðu Bandaríkjamenn þau og drápu mörg börn og fleiri almenna borgara. Ofbeldi stjórnar heiminum og þegar ég sá fréttirnar af þessu hugsaði ég með mér að ég vildi gera eitthvað til að sporna við þessu ofbeldi." Vegna tónleikana á Íslandi hefur Suzuki óskað eftir aðstoð tveggja ungra og efnilegra íslenskra tónlistarmanna, eða bassaleikara og trommara. Áhugasamir geta sent tölvupóst á events@riff.is. Einnig spila með honum tveir þýskir tónlistarmenn sem hann fékk til liðs við sig með aðstoð þýska sendiráðsins á Íslandi, sem er samstarfsaðili RIFF að tónleikunum. freyr@frettabladid.is
Lífið Tónlist Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira