Hétu því að spila meira heima 1. september 2012 12:00 My Bubba & Mi Íslensk-sænski nýkántrí dúettinn My Bubba & Mi urðu óvænt að hljómsveit þegar ítalskur kaffihúsaeigandi heyrði tónsmíðar þeirra á "open mic“. „Ævintýrið byrjaði með því að okkur var boðið að spila á Ítalíu," segir Guðbjörg Tómasdóttir sem skipar íslensk-sænska nýkántrí dúettinn My Bubba & Mi ásamt sænska lestarstjóranum My Lardotter. Þrátt fyrir þjóðerni sín flokka þær sig sem nokkuð danska hljómsveit og hafa spilað um heiminn undanfarin fjögur ár. Fyrsta þessa mánaðar gaf Kimi Records út hljómplötu þeirra Wild & You og fagna þær áfanganum með útgáfutónleikum í Norræna húsinu í kvöld kvöld klukkan níu. Tónlistarkonan Sóley flytur einnig perlur sínar á tónleikunum. „Þetta byrjaði allt fyrir fjórum árum. Við áttum tvö lög og ákváðum að spila á „open mic" í Kaupmannahöfn. Þar gekk ítalskur kaffihúsaeigandi fram hjá og vildi fá okkur til að spila hjá sér. Við ákváðum að fara og skrifuðum tíu lög á einni viku. Þegar út var komið leiddi eitt af öðru og okkur var boðið að taka upp plötu á Ítalíu," segir Guðbjörg um sögu dúettsins. „Brátt bættist við hollenskt útgáfufyrirtæki og annað þýskt og við fórum að túra um Evrópu og Bandaríkin." Á sama tíma héldu þær fáa tónleika heima, það er á Íslandi og Danmörku, en eru að bæta úr því þessa stundina. „Áramótaheitið var að spila meira heima hjá okkur. Við erum líka að vinna í danskri útgáfu og höfum verið að túra þar. Svo við erum að vinna í áramótaheitinu okkar," segir Guðbjörg og bætir við að þær spili á Iceland Airwaves-hátíðinni. Aðgangseyrir á tónleika þeirra og Sóleyjar er einungis 1.500 kr. og fer miðasala fram við hurð. - hþt Lífið Tónlist Mest lesið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fleiri fréttir Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Ævintýrið byrjaði með því að okkur var boðið að spila á Ítalíu," segir Guðbjörg Tómasdóttir sem skipar íslensk-sænska nýkántrí dúettinn My Bubba & Mi ásamt sænska lestarstjóranum My Lardotter. Þrátt fyrir þjóðerni sín flokka þær sig sem nokkuð danska hljómsveit og hafa spilað um heiminn undanfarin fjögur ár. Fyrsta þessa mánaðar gaf Kimi Records út hljómplötu þeirra Wild & You og fagna þær áfanganum með útgáfutónleikum í Norræna húsinu í kvöld kvöld klukkan níu. Tónlistarkonan Sóley flytur einnig perlur sínar á tónleikunum. „Þetta byrjaði allt fyrir fjórum árum. Við áttum tvö lög og ákváðum að spila á „open mic" í Kaupmannahöfn. Þar gekk ítalskur kaffihúsaeigandi fram hjá og vildi fá okkur til að spila hjá sér. Við ákváðum að fara og skrifuðum tíu lög á einni viku. Þegar út var komið leiddi eitt af öðru og okkur var boðið að taka upp plötu á Ítalíu," segir Guðbjörg um sögu dúettsins. „Brátt bættist við hollenskt útgáfufyrirtæki og annað þýskt og við fórum að túra um Evrópu og Bandaríkin." Á sama tíma héldu þær fáa tónleika heima, það er á Íslandi og Danmörku, en eru að bæta úr því þessa stundina. „Áramótaheitið var að spila meira heima hjá okkur. Við erum líka að vinna í danskri útgáfu og höfum verið að túra þar. Svo við erum að vinna í áramótaheitinu okkar," segir Guðbjörg og bætir við að þær spili á Iceland Airwaves-hátíðinni. Aðgangseyrir á tónleika þeirra og Sóleyjar er einungis 1.500 kr. og fer miðasala fram við hurð. - hþt
Lífið Tónlist Mest lesið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fleiri fréttir Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira