Betri en forverinn Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 26. ágúst 2012 13:00 Bíó. The Expendables 2. Leikstjóri: Simon West. Leikarar: Sylvester Stallone, Jason Statham, Yu Nan, Jean-Claude Van Damme, Dolph Lundgren, Terry Crews, Arnold Schwarzenegger, Bruce Willis. Árið 2010 safnaði hinn hálfsjötugi Sylvester Stallone saman mörgum af þrútnustu sláturkeppum hasarmyndanna og tróð þeim öllum í hina misheppnuðu The Expendables. Þrátt fyrir að innihalda aðeins brotabrot af því fjöri sem hún lofaði sló myndin rækilega í gegn, og nú er að sjálfsögðu komin framhaldsmynd. Að þessu sinni er söguþráðurinn jafnvel þynnri, en líkt og í fyrri myndinni fjallar framhaldið um fullt af brjáluðum gamlingjum að drepa fullt af öðrum brjáluðum gamlingjum. Munurinn er hins vegar sá að nú er betri leikstjóri við stjórnvölinn og léttleikinn fær að ráða ríkjum. Persónusköpun fyrri myndarinnar var fyrir neðan allar hellur, meira að segja á mælikvarða B-klassa hasarmynda, en æðaberu ofurmennin fá úr meiru að moða í þetta sinn. Líklega hefur það verið meðvituð ákvörðun að hafa söguþráðinn á leikskólastigi til að búa til meira pláss fyrir grín og glens, og til að hver persóna fyrir sig fái að njóta sín betur. Fyrri myndin var nefnilega merkilega húmorslaus og sumir jötnanna urðu hálf ósýnilegir, enda margir að berjast um sviðsljósið. En þó hér séu ýmis mistök forverans leiðrétt er margt sem betur mætti fara. Myndatakan er afar furðuleg og oft breytist áferðin í miðju atriði. Nærmynd ef til vill pixluð og gróf (og jafnvel úr fókus) en í næsta skoti er allt komið í gljáfægða háskerpu. Tölvugerða blóðið er enn til staðar og ég þverneita að trúa því að einhverjum finnist það flott. Þá verður það svolítið þreytandi til lengdar hvað mikið er gert úr því „hver birtist næst". Dæmi um þetta er örhlutverk Chucks Norris, en hann gæti eins verið að sýna kjól á tískusýningu. Hann gengur inn, snýr sér, og gengur aftur út. Í svona mynd skiptir þó mestu máli að hasarinn sé í lagi, og það er hann svo sannarlega hér. Sem fyrr er það Íslandsvinurinn Dolph Lundgren sem stelur senunni, Stallone og Statham smella betur saman en áður, Terry Crews á nokkur góð atriði og Schwarzenegger reytir af sér brandarana. Sumir eru fyndnir, aðrir dansa á línu pínlegheitanna. Þá átta ég mig ekki alveg á því hvert Stallone er að fara með alpahúfuna og yfirskeggið. Verður hann með lírukassa og lítinn apa í mynd númer þrjú? Niðurstaða: Engin meistarasmíð, en talsvert betri en fyrri myndin. Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Bíó. The Expendables 2. Leikstjóri: Simon West. Leikarar: Sylvester Stallone, Jason Statham, Yu Nan, Jean-Claude Van Damme, Dolph Lundgren, Terry Crews, Arnold Schwarzenegger, Bruce Willis. Árið 2010 safnaði hinn hálfsjötugi Sylvester Stallone saman mörgum af þrútnustu sláturkeppum hasarmyndanna og tróð þeim öllum í hina misheppnuðu The Expendables. Þrátt fyrir að innihalda aðeins brotabrot af því fjöri sem hún lofaði sló myndin rækilega í gegn, og nú er að sjálfsögðu komin framhaldsmynd. Að þessu sinni er söguþráðurinn jafnvel þynnri, en líkt og í fyrri myndinni fjallar framhaldið um fullt af brjáluðum gamlingjum að drepa fullt af öðrum brjáluðum gamlingjum. Munurinn er hins vegar sá að nú er betri leikstjóri við stjórnvölinn og léttleikinn fær að ráða ríkjum. Persónusköpun fyrri myndarinnar var fyrir neðan allar hellur, meira að segja á mælikvarða B-klassa hasarmynda, en æðaberu ofurmennin fá úr meiru að moða í þetta sinn. Líklega hefur það verið meðvituð ákvörðun að hafa söguþráðinn á leikskólastigi til að búa til meira pláss fyrir grín og glens, og til að hver persóna fyrir sig fái að njóta sín betur. Fyrri myndin var nefnilega merkilega húmorslaus og sumir jötnanna urðu hálf ósýnilegir, enda margir að berjast um sviðsljósið. En þó hér séu ýmis mistök forverans leiðrétt er margt sem betur mætti fara. Myndatakan er afar furðuleg og oft breytist áferðin í miðju atriði. Nærmynd ef til vill pixluð og gróf (og jafnvel úr fókus) en í næsta skoti er allt komið í gljáfægða háskerpu. Tölvugerða blóðið er enn til staðar og ég þverneita að trúa því að einhverjum finnist það flott. Þá verður það svolítið þreytandi til lengdar hvað mikið er gert úr því „hver birtist næst". Dæmi um þetta er örhlutverk Chucks Norris, en hann gæti eins verið að sýna kjól á tískusýningu. Hann gengur inn, snýr sér, og gengur aftur út. Í svona mynd skiptir þó mestu máli að hasarinn sé í lagi, og það er hann svo sannarlega hér. Sem fyrr er það Íslandsvinurinn Dolph Lundgren sem stelur senunni, Stallone og Statham smella betur saman en áður, Terry Crews á nokkur góð atriði og Schwarzenegger reytir af sér brandarana. Sumir eru fyndnir, aðrir dansa á línu pínlegheitanna. Þá átta ég mig ekki alveg á því hvert Stallone er að fara með alpahúfuna og yfirskeggið. Verður hann með lírukassa og lítinn apa í mynd númer þrjú? Niðurstaða: Engin meistarasmíð, en talsvert betri en fyrri myndin.
Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira