ESB stjórnar ekki 25. ágúst 2012 12:30 Rokkararnir í Jet Black Joe fagna tuttugu ára afmæli sínu 31. ágúst. „Við höfum enn þá mjög gaman af þessu," segir Gunnar Bjarni, gítarleikari Jet Black Joe. Rokksveitin fagnar tuttugu ára afmæli sínu með tónleikum í Íslensku óperunni (Gamla bíói) 31. ágúst. „Hugmyndin með því að spila í Gamla bíói er að þangað kemur frekar fólk sem er ekki að fara mikið á skemmtistaði eða böll. Þetta er kannski aðeins annar markhópur," segir Gunnar Bjarni. „Fólkið sem hlustar á okkur virðist spanna tvær til þrjár kynslóðir sem grípa annaðhvort í endann eða upphafið á þessu." Flutt verða öll bestu lög Jet Black Joe ásamt nýju efni sem er væntanlegt á safnplötu sem kemur út í október. Gunnar Bjarni lofar hörkustemningu. Sveitin er í góðu formi enda hefur hún spilað víða að undanförnu, meðal annars á Ísafirði, Hvammstanga, í Reykjavík og Vestmannaeyjum. Jet Black Joe hefur tvisvar sinnum fengið sjötíu þúsund króna sekt fyrir að spila of hátt en Gunnar Bjarni segist ekki ætla að láta reglugerðavirki ESB stjórna því hversu hátt rokktónlist sé spiluð. „Þeir sem eru með mjög viðkvæma heyrn geta bara mætt með eyrnatappa og fengið sérhönnuð sæti með öryggisbeltum í Gamla bíói." Miðaverð á tónleikana er 3.900 kr. og að sögn Gunnars Bjarna eru örfáir miðar eftir. - fb Mest lesið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Við höfum enn þá mjög gaman af þessu," segir Gunnar Bjarni, gítarleikari Jet Black Joe. Rokksveitin fagnar tuttugu ára afmæli sínu með tónleikum í Íslensku óperunni (Gamla bíói) 31. ágúst. „Hugmyndin með því að spila í Gamla bíói er að þangað kemur frekar fólk sem er ekki að fara mikið á skemmtistaði eða böll. Þetta er kannski aðeins annar markhópur," segir Gunnar Bjarni. „Fólkið sem hlustar á okkur virðist spanna tvær til þrjár kynslóðir sem grípa annaðhvort í endann eða upphafið á þessu." Flutt verða öll bestu lög Jet Black Joe ásamt nýju efni sem er væntanlegt á safnplötu sem kemur út í október. Gunnar Bjarni lofar hörkustemningu. Sveitin er í góðu formi enda hefur hún spilað víða að undanförnu, meðal annars á Ísafirði, Hvammstanga, í Reykjavík og Vestmannaeyjum. Jet Black Joe hefur tvisvar sinnum fengið sjötíu þúsund króna sekt fyrir að spila of hátt en Gunnar Bjarni segist ekki ætla að láta reglugerðavirki ESB stjórna því hversu hátt rokktónlist sé spiluð. „Þeir sem eru með mjög viðkvæma heyrn geta bara mætt með eyrnatappa og fengið sérhönnuð sæti með öryggisbeltum í Gamla bíói." Miðaverð á tónleikana er 3.900 kr. og að sögn Gunnars Bjarna eru örfáir miðar eftir. - fb
Mest lesið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira