Stundargaman Dætrasona Trausti Júlíusson skrifar 25. ágúst 2012 21:00 Dætrasynir. Á ferð og flugi. Útgefandi: Blokkin. Dætrasynir er tríó skipað Baldri Ragnarssyni sem einnig er meðlimur í Skálmöld, Ljótu hálfvitunum og Innvortis, Lofti S. Loftssyni úr hljómsveitinni Hraun og Flosa Þorgeirssyni úr ofursveitinni Ham. Þeir semja allt efni fyrstu plötunnar sinnar, Á ferð og flugi, nema lokalagið sem er ný útgáfa af Gullinu á Raufarhöfn, en það er gamall erlendur rokk-slagari með texta eftir Þorstein Eggertsson sem Lúdó og Stefán gerðu vinsælan einhvern tíma á síðustu öld. Tónlist Dætrasona er léttleikandi sambland af kántrí, rokkabillýi og poppi. Textarnir, sem fjalla flestir um kvennafar, eru mjög húmorískir og skemmtilegir. Platan ber nafn með rentu. Dætrasynir eltast við stelpur út um allt land: Brú í Hrútafirði, Stykkishólmur, Heimaey, Bolungarvík, Staðastaður, Hallormsstaðaskógur og meira að segja Öskjuvatn eru allt sögusvið texta, að ógleymdri Sundahöfninni. Þetta er létt og hress plata. Lögin eru mörg ágæt, en önnur eru síðri. Dætrasynir eru greinilega fyrst og fremst að hugsa um að skemmta sjálfum sér (og öðrum), og það tekst ágætlega, þó að platan risti ekki djúpt. Ekki frekar en annað stundargaman. Niðurstaða: Dætrasynir skemmta sjálfum sér– og öðrum. Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Fleiri fréttir Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Sjá meira
Dætrasynir. Á ferð og flugi. Útgefandi: Blokkin. Dætrasynir er tríó skipað Baldri Ragnarssyni sem einnig er meðlimur í Skálmöld, Ljótu hálfvitunum og Innvortis, Lofti S. Loftssyni úr hljómsveitinni Hraun og Flosa Þorgeirssyni úr ofursveitinni Ham. Þeir semja allt efni fyrstu plötunnar sinnar, Á ferð og flugi, nema lokalagið sem er ný útgáfa af Gullinu á Raufarhöfn, en það er gamall erlendur rokk-slagari með texta eftir Þorstein Eggertsson sem Lúdó og Stefán gerðu vinsælan einhvern tíma á síðustu öld. Tónlist Dætrasona er léttleikandi sambland af kántrí, rokkabillýi og poppi. Textarnir, sem fjalla flestir um kvennafar, eru mjög húmorískir og skemmtilegir. Platan ber nafn með rentu. Dætrasynir eltast við stelpur út um allt land: Brú í Hrútafirði, Stykkishólmur, Heimaey, Bolungarvík, Staðastaður, Hallormsstaðaskógur og meira að segja Öskjuvatn eru allt sögusvið texta, að ógleymdri Sundahöfninni. Þetta er létt og hress plata. Lögin eru mörg ágæt, en önnur eru síðri. Dætrasynir eru greinilega fyrst og fremst að hugsa um að skemmta sjálfum sér (og öðrum), og það tekst ágætlega, þó að platan risti ekki djúpt. Ekki frekar en annað stundargaman. Niðurstaða: Dætrasynir skemmta sjálfum sér– og öðrum.
Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Fleiri fréttir Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Sjá meira