Sveitamenn spila Brimbrettatónlist 25. ágúst 2012 20:00 Ásmundur Svavar, Jakob Grétar og Helgi Eyleifur skipa hljómsveitina Brimsteina. „Helsti draumurinn er að gefa út sjötommu, eða tveggja laga plötu. Það er útgáfuformið fyrir þessa tónlist,“ segir Ásmundur Svavar Sigurðsson í borgfirsku hljómsveitinni Brimsteinar. Með Ásmundi Svavari í sveitinni er bróðir hans Jakob Grétar en þeir eru frá Varmalæk og spila einnig með progg-sveitinni Eldberg sem gaf út sína fyrstu plötu í fyrra. Þriðji meðlimurinn er Helgi Eyleifur Þorvaldsson frá Brekkukoti. Brimsteinar spila svokallaða brim-tónlist og helstu áhrifavaldar eru The Ventures, Dick Dale og The Shadows. Fáar íslenskar brim-sveitir hafa starfað hér hin síðari ár. Helst má nefna hljómsveitina Brim með Curveri Thoroddsen. Brimsteinar tóku upp tvö ný myndbönd fyrir skömmu á sólarströndinni Langasandi á Akranesi og skelltu þeim á síðuna Youtube. Bæði lögin eru eftir belgíska tónlistarmanninn Django Reinhardt. Útlitið á strákunum er undir áhrifum frá sjöunda áratugnum þegar brim-tónlist naut mikilla vinsælda. En hvaðan koma þessir flottu búningar? „Ég vil þakka Gísla Árnasyni, formanni Karlakórsins Heimis fyrir þá. Hann lánaði okkur þessa jakka,“ segir Ásmundur Svavar, sem skemmtir sér vel með Brimsteinum. „Þetta er gífurlega gaman og mikill léttleiki sem fylgir þessu.“ -fb Tónlist Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Helsti draumurinn er að gefa út sjötommu, eða tveggja laga plötu. Það er útgáfuformið fyrir þessa tónlist,“ segir Ásmundur Svavar Sigurðsson í borgfirsku hljómsveitinni Brimsteinar. Með Ásmundi Svavari í sveitinni er bróðir hans Jakob Grétar en þeir eru frá Varmalæk og spila einnig með progg-sveitinni Eldberg sem gaf út sína fyrstu plötu í fyrra. Þriðji meðlimurinn er Helgi Eyleifur Þorvaldsson frá Brekkukoti. Brimsteinar spila svokallaða brim-tónlist og helstu áhrifavaldar eru The Ventures, Dick Dale og The Shadows. Fáar íslenskar brim-sveitir hafa starfað hér hin síðari ár. Helst má nefna hljómsveitina Brim með Curveri Thoroddsen. Brimsteinar tóku upp tvö ný myndbönd fyrir skömmu á sólarströndinni Langasandi á Akranesi og skelltu þeim á síðuna Youtube. Bæði lögin eru eftir belgíska tónlistarmanninn Django Reinhardt. Útlitið á strákunum er undir áhrifum frá sjöunda áratugnum þegar brim-tónlist naut mikilla vinsælda. En hvaðan koma þessir flottu búningar? „Ég vil þakka Gísla Árnasyni, formanni Karlakórsins Heimis fyrir þá. Hann lánaði okkur þessa jakka,“ segir Ásmundur Svavar, sem skemmtir sér vel með Brimsteinum. „Þetta er gífurlega gaman og mikill léttleiki sem fylgir þessu.“ -fb
Tónlist Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira