HÍ og stundakennararnir Steinunn Stefánsdóttir skrifar 13. ágúst 2012 06:00 Uppákoman með stundakennarann við Háskóla Íslands sem bætti við sig doktorsgráðu sem hann hafði þó ekki lokið er sérkennileg. Enn furðulegra er málið í ljósi þess að það kemst ekki upp fyrr en maðurinn hafði kennt í nokkur ár við skólann og hafði alltaf haldið því fram að hann væri með doktorspróf. Það er einkennileg stjórnsýsla í háskóla að ganga ekki úr skugga um að starfsmenn hafi raunverulega þær gráður sem þeir segjast hafa og raunar svolítið kostulegt virðingarleysi við þessar gráður sem einmitt eru veittar af háskólum. Vissulega á fyrir fram að gera ráð fyrir að fólk séð heiðarlegt í samskiptum og doktorsgráðan er auðvitað ekki heldur skilyrði til þess að fá að að sinna stundakennslu. Það er hins vegar ekki góð stjórnsýsla að staðreyna ekki grundvallarþætti sem þessa. Það ætti að vera búið að skrifa það inn í ferli fyrir löngu og vinna eftir því. Ef að er gáð er atvikið í guðfræðideildinni þó kannski í ágætu samræmi við það viðhorf sem virðist ríkja til stundakennara þar á bæ en svo virðist sem á þann hóp sé einfaldlega litið sem ódýrt vinnuafl. Þessum hópi er engu að síður treyst fyrir tæplega þriðjungi þeirrar kennslu sem fram fer við þessa virðulegustu menntastofnun landsins. Stundakennarar þurfa þó ekki, eða hafa hingað til ekki þurft, að framvísa prófskírteinum eins og ætlast er til af háskólakennurum í föstu starfi. Virðingarleysi gagnvart stundakennurum og störfum þeirra birtist líka í launakjörum þeirra. Laun stundakennara eru á bilinu frá rúmlega þúsund krónum á tímann upp í tæplega tvöþúsund krónur. Stundakennarar með doktorspróf (eða ætlað doktorspróf – miðað við nýjustu fréttir) eru sem sagt með tímalaun upp á innan við tvöþúsundkall sem er verulega undir þeim launum sem stundakennari í grunnskóla hefur, óháð menntun, og hafa laun grunnskólakennara þó ekki þótt vera himinhá. Stundakennarar við Háskóla Íslands njóta ekki almennra réttinda fólks á vinnumarkaði, svo sem stéttarfélagsaðildar og réttinda til orlofs. Þeir hafa ekki samningsrétt um kaup sitt og kjör heldur eru laun þeirra ákvörðuð einhliða af Háskóla Íslands. Starfsaðstæður þeirra eru einnig nokkuð tilviljanakenndar og aðstæður og kjör afar mismunandi eftir deildum. Háskólinn hefur þannig ekki samræmdar reglur um starf stundakennara. Háskóli Íslands hefur sett sér það markmið að verða í hópi hundrað bestu háskóla í heimi. Það er metnaðarfullt markmið, svo ekki sé meira sagt, af háskóla í smáríki. Það andvaraleysi sem ríkir gagnvart þeim háskólakennurum sem sinna hartnær þriðjungi kennslunnar við skólann og birtist í launakjörum sem ekki er hægt að kalla annað en fáránleg, aðstöðuleysi stundakennara og svo í þeirri sjúskuðu stjórnsýslu að menn komist upp með að segjast hafa lokið gráðum sem þeir hafa ekki, er þó klárlega ekki lóð á vogarskálar þess háleita markmiðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun
Uppákoman með stundakennarann við Háskóla Íslands sem bætti við sig doktorsgráðu sem hann hafði þó ekki lokið er sérkennileg. Enn furðulegra er málið í ljósi þess að það kemst ekki upp fyrr en maðurinn hafði kennt í nokkur ár við skólann og hafði alltaf haldið því fram að hann væri með doktorspróf. Það er einkennileg stjórnsýsla í háskóla að ganga ekki úr skugga um að starfsmenn hafi raunverulega þær gráður sem þeir segjast hafa og raunar svolítið kostulegt virðingarleysi við þessar gráður sem einmitt eru veittar af háskólum. Vissulega á fyrir fram að gera ráð fyrir að fólk séð heiðarlegt í samskiptum og doktorsgráðan er auðvitað ekki heldur skilyrði til þess að fá að að sinna stundakennslu. Það er hins vegar ekki góð stjórnsýsla að staðreyna ekki grundvallarþætti sem þessa. Það ætti að vera búið að skrifa það inn í ferli fyrir löngu og vinna eftir því. Ef að er gáð er atvikið í guðfræðideildinni þó kannski í ágætu samræmi við það viðhorf sem virðist ríkja til stundakennara þar á bæ en svo virðist sem á þann hóp sé einfaldlega litið sem ódýrt vinnuafl. Þessum hópi er engu að síður treyst fyrir tæplega þriðjungi þeirrar kennslu sem fram fer við þessa virðulegustu menntastofnun landsins. Stundakennarar þurfa þó ekki, eða hafa hingað til ekki þurft, að framvísa prófskírteinum eins og ætlast er til af háskólakennurum í föstu starfi. Virðingarleysi gagnvart stundakennurum og störfum þeirra birtist líka í launakjörum þeirra. Laun stundakennara eru á bilinu frá rúmlega þúsund krónum á tímann upp í tæplega tvöþúsund krónur. Stundakennarar með doktorspróf (eða ætlað doktorspróf – miðað við nýjustu fréttir) eru sem sagt með tímalaun upp á innan við tvöþúsundkall sem er verulega undir þeim launum sem stundakennari í grunnskóla hefur, óháð menntun, og hafa laun grunnskólakennara þó ekki þótt vera himinhá. Stundakennarar við Háskóla Íslands njóta ekki almennra réttinda fólks á vinnumarkaði, svo sem stéttarfélagsaðildar og réttinda til orlofs. Þeir hafa ekki samningsrétt um kaup sitt og kjör heldur eru laun þeirra ákvörðuð einhliða af Háskóla Íslands. Starfsaðstæður þeirra eru einnig nokkuð tilviljanakenndar og aðstæður og kjör afar mismunandi eftir deildum. Háskólinn hefur þannig ekki samræmdar reglur um starf stundakennara. Háskóli Íslands hefur sett sér það markmið að verða í hópi hundrað bestu háskóla í heimi. Það er metnaðarfullt markmið, svo ekki sé meira sagt, af háskóla í smáríki. Það andvaraleysi sem ríkir gagnvart þeim háskólakennurum sem sinna hartnær þriðjungi kennslunnar við skólann og birtist í launakjörum sem ekki er hægt að kalla annað en fáránleg, aðstöðuleysi stundakennara og svo í þeirri sjúskuðu stjórnsýslu að menn komist upp með að segjast hafa lokið gráðum sem þeir hafa ekki, er þó klárlega ekki lóð á vogarskálar þess háleita markmiðs.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun