Engum til gagns Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 13. ágúst 2012 22:00 Bíó. Total Recall. Leikstjórn: Len Wiseman. Leikarar: Colin Farrell, Kate Beckinsale, Jessica Biel, Bryan Cranston, Bokeem Woodbine, John Cho, Bill Nighy. Það er óðs manns æði að reyna að fara í stígvél hollenska brjálæðingsins Pauls Verhoeven, en hann leikstýrði vöðvabúntinu Arnold Schwarzenegger í kvikmyndinni Total Recall árið 1990. Leikstjórinn Len Wiseman reynir það engu að síður og kallar það nýja uppfærslu á smásögunni sem gamla myndin er byggð á. Gott og vel, við leyfum honum það. 21. öldin er senn á enda og verkamaðurinn Douglas Quaid (Colin Farrell) ákveður dag einn að leyfa fyrirtækinu Rekall að koma nýjum minningum fyrir í hausnum á sér. Þetta á að hjálpa honum að takast á við lítt merkilegar athafnir hins daglega lífs og láta honum finnast hann hafa gert eitthvað virkilega magnað. Gamanið kárnar þó fljótt og í ljós kemur að Quaid á sér dularfulla fortíð sem hann man ekki einu sinni sjálfur eftir. Stórbrotin sviðsmyndin er af Blade Runner-skólanum og tæknibrellurnar svíkja engan. Fyrsta klukkutímann stefnir myndin í rétta átt og þrátt fyrir stöðugan (og mögulega ósanngjarnan) samanburð við eldri myndina tekst leikstjóranum að halda athygli manns ágætlega. Um miðbik er hins vegar eins og hann setji á sjálfstýringu og úr verður óspennandi hasargrautur sem er freistandi að dotta yfir. Brellumontið missir að endingu sjarmann, illmennið er leiðinlega ofleikið og sögulokin fyrirsjáanleg. Maður spyr sig reglulega hvers vegna bandarískir framleiðendur kjósa frekar að grafa hugmyndir upp úr gömlum sarpi og kvikmynda þær upp á nýtt í stað þess að reyna við eitthvað frumsamið og ferskt. Total Recall er þrælskemmtileg kvikmynd og hefur verið það síðustu 22 árin, en þessar endurbætur eru engum til gagns. Niðurstaða: Hér er lítið meira í boði en sviðsmyndin og brellurnar. Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fleiri fréttir Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira
Bíó. Total Recall. Leikstjórn: Len Wiseman. Leikarar: Colin Farrell, Kate Beckinsale, Jessica Biel, Bryan Cranston, Bokeem Woodbine, John Cho, Bill Nighy. Það er óðs manns æði að reyna að fara í stígvél hollenska brjálæðingsins Pauls Verhoeven, en hann leikstýrði vöðvabúntinu Arnold Schwarzenegger í kvikmyndinni Total Recall árið 1990. Leikstjórinn Len Wiseman reynir það engu að síður og kallar það nýja uppfærslu á smásögunni sem gamla myndin er byggð á. Gott og vel, við leyfum honum það. 21. öldin er senn á enda og verkamaðurinn Douglas Quaid (Colin Farrell) ákveður dag einn að leyfa fyrirtækinu Rekall að koma nýjum minningum fyrir í hausnum á sér. Þetta á að hjálpa honum að takast á við lítt merkilegar athafnir hins daglega lífs og láta honum finnast hann hafa gert eitthvað virkilega magnað. Gamanið kárnar þó fljótt og í ljós kemur að Quaid á sér dularfulla fortíð sem hann man ekki einu sinni sjálfur eftir. Stórbrotin sviðsmyndin er af Blade Runner-skólanum og tæknibrellurnar svíkja engan. Fyrsta klukkutímann stefnir myndin í rétta átt og þrátt fyrir stöðugan (og mögulega ósanngjarnan) samanburð við eldri myndina tekst leikstjóranum að halda athygli manns ágætlega. Um miðbik er hins vegar eins og hann setji á sjálfstýringu og úr verður óspennandi hasargrautur sem er freistandi að dotta yfir. Brellumontið missir að endingu sjarmann, illmennið er leiðinlega ofleikið og sögulokin fyrirsjáanleg. Maður spyr sig reglulega hvers vegna bandarískir framleiðendur kjósa frekar að grafa hugmyndir upp úr gömlum sarpi og kvikmynda þær upp á nýtt í stað þess að reyna við eitthvað frumsamið og ferskt. Total Recall er þrælskemmtileg kvikmynd og hefur verið það síðustu 22 árin, en þessar endurbætur eru engum til gagns. Niðurstaða: Hér er lítið meira í boði en sviðsmyndin og brellurnar.
Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fleiri fréttir Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira