Viggó og Víóletta syngja á Gay Pride í New York 11. ágúst 2012 07:00 Viggó og Víóletta leggja land undir fót og flytja lag Hinsegin daga í Reykjavík 2012, Rönd í regnboga, á Gay Pride-hátíðinni í New York eftir tæpt ár en fyrst stíga þau á svið á Arnarhóli með gleðina að vopni.Fréttablaðið/Ernir „Hann þekkti lagið en upprunalega er þetta Don't Rain on my Parade með Barbra Streisand og hann vildi að við myndum flytja lagið á ensku með sama boðskap og við gerum á íslensku," segir Bjarni Snæbjörnsson leikari sem skipar hið konunglega söngleikjapar Viggó og Víólettu ásamt leikkonunni Sigríði Eyrúnu Friðriksdóttur. Þau eru flytjendur lags Hinsegin daga í ár, Rönd í regnboga, og hefur nú verið boðið að flytja það og bregða á leik á næstu Gay Pride-hátíð í New York í júní að ári liðnu. „Þetta er ein stærsta Gay Pride-hátíð heims og mikill heiður að vera boðið þangað," segir Bjarni glaður með viðbrögðin en veitingamaður þar í borg sá myndband við lagið fyrir viku og hafði samband um leið. „Það ótrúlegt hvað Facebook og Youtube hefur mikið að segja en svo er þetta líka þrælgott myndband sem er gert af sjálboðaliðum hinsegin samfélagsins á Íslandi." Veitingamaðurinn vill að dúettinn syngi lagið á veitingahúsi sínu. „Þetta er off-venue en borgin er risastór og margir viðburðir sem tengjast. Það er nú ekki eins og það vanti fólk sem geti sungið, leikið og dansað í New York svo það er gífurlegur heiður að þau telji sig knúin til að fá okkur." Viggó og Víóletta opna tónleika Hinsegin daga á Arnarhóli í dag klukkan hálf fjögur í kjölfar gleðigöngunnar. Þar flytja þau lagið Rönd í regnboga sem var útsett af Þorvaldi Bjarna Þorvaldssyni með texta Ævars Þórs Benediktssonar. „Lagið fagnar fjölbreytileikanum og þeirri staðreynd að Ísland og heimurinn allur er í raun ríkari fyrir þá staðreynd að fólk er ólíkt og að hver og einn einstaklingur sé stoltur af því hver hann og hún er." Viggó og Víóletta spruttu fram fullsköpuð á Hinsegin dögum árið 2008. „Við byrjuðum þar og bjuggum til vagn aftan á pallbíl og sungum söngleiki niður Laugarveginn," segir hann um söngelska tvíeykið sem hefur síðan þá skemmt við ýmis tilefni. „Við eigum fullt af efni en munum eflaust búa til eitthvað nýtt fyrir þetta tilefni," segir hann. Gay Pride-hátíðin í New York er með eina lengstu sögu slíkra hátíða en fyrsta baráttuganga samkynhneigðra fór þar fram 28. júní árið 1970 til heiðurs Stonewall uppþotinu ári áður í Greenwich Village hverfi borgarinnar. Samdægurs fóru fram gleðigöngur í Chicago og Los Angeles. hallfridur@frettabladid.is Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Hann þekkti lagið en upprunalega er þetta Don't Rain on my Parade með Barbra Streisand og hann vildi að við myndum flytja lagið á ensku með sama boðskap og við gerum á íslensku," segir Bjarni Snæbjörnsson leikari sem skipar hið konunglega söngleikjapar Viggó og Víólettu ásamt leikkonunni Sigríði Eyrúnu Friðriksdóttur. Þau eru flytjendur lags Hinsegin daga í ár, Rönd í regnboga, og hefur nú verið boðið að flytja það og bregða á leik á næstu Gay Pride-hátíð í New York í júní að ári liðnu. „Þetta er ein stærsta Gay Pride-hátíð heims og mikill heiður að vera boðið þangað," segir Bjarni glaður með viðbrögðin en veitingamaður þar í borg sá myndband við lagið fyrir viku og hafði samband um leið. „Það ótrúlegt hvað Facebook og Youtube hefur mikið að segja en svo er þetta líka þrælgott myndband sem er gert af sjálboðaliðum hinsegin samfélagsins á Íslandi." Veitingamaðurinn vill að dúettinn syngi lagið á veitingahúsi sínu. „Þetta er off-venue en borgin er risastór og margir viðburðir sem tengjast. Það er nú ekki eins og það vanti fólk sem geti sungið, leikið og dansað í New York svo það er gífurlegur heiður að þau telji sig knúin til að fá okkur." Viggó og Víóletta opna tónleika Hinsegin daga á Arnarhóli í dag klukkan hálf fjögur í kjölfar gleðigöngunnar. Þar flytja þau lagið Rönd í regnboga sem var útsett af Þorvaldi Bjarna Þorvaldssyni með texta Ævars Þórs Benediktssonar. „Lagið fagnar fjölbreytileikanum og þeirri staðreynd að Ísland og heimurinn allur er í raun ríkari fyrir þá staðreynd að fólk er ólíkt og að hver og einn einstaklingur sé stoltur af því hver hann og hún er." Viggó og Víóletta spruttu fram fullsköpuð á Hinsegin dögum árið 2008. „Við byrjuðum þar og bjuggum til vagn aftan á pallbíl og sungum söngleiki niður Laugarveginn," segir hann um söngelska tvíeykið sem hefur síðan þá skemmt við ýmis tilefni. „Við eigum fullt af efni en munum eflaust búa til eitthvað nýtt fyrir þetta tilefni," segir hann. Gay Pride-hátíðin í New York er með eina lengstu sögu slíkra hátíða en fyrsta baráttuganga samkynhneigðra fór þar fram 28. júní árið 1970 til heiðurs Stonewall uppþotinu ári áður í Greenwich Village hverfi borgarinnar. Samdægurs fóru fram gleðigöngur í Chicago og Los Angeles. hallfridur@frettabladid.is
Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira