Engar skorður settar í nýju popprokklagi 10. ágúst 2012 11:00 Gréta Salóme Stefánsdóttir sendir frá sér sitt fyrsta lag eftir Eurovision-ævintýrið. „Ég samdi lag og texta, syng aðalröddina og bakraddirnar og spila alla strengi, svo ég held að það sé óhætt að segja að þetta lag sé svolítið ég," segir Eurovision-farinn Greta Salóme Stefánsdóttir hlæjandi. Greta Salóme gefur út lagið Everywhere Around Me í dag, en það er hennar fyrsta lag frá því að Eurovision-ævintýrinu lauk og jafnframt fyrsta lagið af væntanlegri plötu hennar sem kemur út fyrir jól. Að sögn Gretu er lagið mjög ólíkt Eurovision-laginu Never Forget og töluvert harðara en allt sem hún hefur gert hingað til. „Við Þorvaldur Bjarni veltum því lengi fyrir okkur í hvaða átt við vildum stefna. Ég settist svo niður við hljómborðið og þetta varð afraksturinn," segir hún og bætir við að Þorvaldur Bjarni hafi líkt laginu við blöndu af henni, Muse og Florence and the Machine. Hún segist alls ekki stressuð yfir að koma með nýtt lag til að feta í fótspor Eurovision-lagsins vinsæla. „Það er svo frelsandi að geta gert lag sem þarf ekki að passa inn í neinar formúlur. Í Eurovision eru manni settar ákveðnar skorður en í þessu lagi get ég einbeitt mér að því sem ég vil gera. Þetta er miklu meira svona popprokklag sem ég held að komi til með að höfða til töluvert breiðari hóps en bara Eurovision-aðdáenda," segir hún. Greta eignaðist mikið af erlendum aðdáendum þegar hún fór til Bakú sem fulltrúi Íslands í Eurovision í maí. Margir þeirra hafa fylgt henni eftir síðan þá og bíða nýja lagsins með eftirvæntingu. „Eftir að ég gaf það út að nýtt lag væri væntanlegt er ég búin að fá mikið af póstum og fyrirspurnum frá fólki alls staðar að sem eru að spyrja um það. Ég finn alveg að það er verið að bíða eftir þessu lagi," segir hún. Hún lítur þátttökuna í Eurovision mjög jákvæðum augum þrátt fyrir að stefna ekki að því að taka þátt aftur. „Þessi keppni er algjörlega frábær stökkpallur fyrir þá sem eru að vinna með tónlist til að koma sér á framfæri. Það er bara mikilvægt að nýta sér meðbyrinn eftir svona keppni og halda áfram. Fyrir mér var Eurovision bara rétt blábyrjunin og núna fyrst er partýið að byrja," segir hún spennt. Lagið verður frumflutt hjá Rúnari Róberts á Bylgjunni í dag klukkan 13.30. tinnaros@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Ég samdi lag og texta, syng aðalröddina og bakraddirnar og spila alla strengi, svo ég held að það sé óhætt að segja að þetta lag sé svolítið ég," segir Eurovision-farinn Greta Salóme Stefánsdóttir hlæjandi. Greta Salóme gefur út lagið Everywhere Around Me í dag, en það er hennar fyrsta lag frá því að Eurovision-ævintýrinu lauk og jafnframt fyrsta lagið af væntanlegri plötu hennar sem kemur út fyrir jól. Að sögn Gretu er lagið mjög ólíkt Eurovision-laginu Never Forget og töluvert harðara en allt sem hún hefur gert hingað til. „Við Þorvaldur Bjarni veltum því lengi fyrir okkur í hvaða átt við vildum stefna. Ég settist svo niður við hljómborðið og þetta varð afraksturinn," segir hún og bætir við að Þorvaldur Bjarni hafi líkt laginu við blöndu af henni, Muse og Florence and the Machine. Hún segist alls ekki stressuð yfir að koma með nýtt lag til að feta í fótspor Eurovision-lagsins vinsæla. „Það er svo frelsandi að geta gert lag sem þarf ekki að passa inn í neinar formúlur. Í Eurovision eru manni settar ákveðnar skorður en í þessu lagi get ég einbeitt mér að því sem ég vil gera. Þetta er miklu meira svona popprokklag sem ég held að komi til með að höfða til töluvert breiðari hóps en bara Eurovision-aðdáenda," segir hún. Greta eignaðist mikið af erlendum aðdáendum þegar hún fór til Bakú sem fulltrúi Íslands í Eurovision í maí. Margir þeirra hafa fylgt henni eftir síðan þá og bíða nýja lagsins með eftirvæntingu. „Eftir að ég gaf það út að nýtt lag væri væntanlegt er ég búin að fá mikið af póstum og fyrirspurnum frá fólki alls staðar að sem eru að spyrja um það. Ég finn alveg að það er verið að bíða eftir þessu lagi," segir hún. Hún lítur þátttökuna í Eurovision mjög jákvæðum augum þrátt fyrir að stefna ekki að því að taka þátt aftur. „Þessi keppni er algjörlega frábær stökkpallur fyrir þá sem eru að vinna með tónlist til að koma sér á framfæri. Það er bara mikilvægt að nýta sér meðbyrinn eftir svona keppni og halda áfram. Fyrir mér var Eurovision bara rétt blábyrjunin og núna fyrst er partýið að byrja," segir hún spennt. Lagið verður frumflutt hjá Rúnari Róberts á Bylgjunni í dag klukkan 13.30. tinnaros@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira