Opna öfluga vefsíðu um tónlist 26. júlí 2012 13:00 Óli Dóri, stjórnandi útvarpsþáttarins Straums á X-inu 9.77, ritstýrir virkri og daglegri tónlistarumfjöllun á nýju vefsíðunni straum.is. Fréttablaðið/Ernir „Mér fannst eitthvað vanta til að skrásetja þessa íslensku tónlistarsenu sem er í gangi og hefur verið mjög öflug síðustu ár," segir tónlistarspekingurinn Ólafur Halldór Ólafsson, betur þekktur sem Óli Dóri. Hann hefur sett á laggirnar vefsíðuna straum.is sem verður með virka og daglega tónlistarumfjöllun. Óli Dóri er ritstjóri síðunnar og hefur áralanga reynslu af kynningu nýrra og ferskra tóna í útvarpsþætti sínum Straumi, sem er á dagskrá X-ins 9.77 á mánudagskvöldum milli klukkan tíu og tólf. Hægt er að nálgast upptökur af þættinum hér á Vísi á slóðinni visir.is/straumur. „Ég hef verið með þáttinn í sex ár með hléum og hann hefur gengið mjög vel," segir hann en heimasíðan er ákveðið framhald af góðri umfjöllun Straums. Vefsíðan fór af stað um helgina og standa Ernir Eyjólfsson ljósmyndari, Jón Örn Loðmfjörð, sem sér um forritun og Davíð Roach Gunnarsson greinahöfundur, að síðunni ásamt ritstjóranum og eru fleiri pennar að bætast í hópinn. Umfjölluninn verður alhliða og lýtur bæði að íslenskri og erlendri tónlist í formi kynninga, ritaðra viðtala og myndbandsviðtala. „Við ætlum að reyna að hafa vikuleg myndbandsviðtöl og erum búnir að taka eitt við Skúla mennska. Við heimsóttum hann í aukavinnuna en hann er pylsusali, sem er mjög skemmtilegt. Við ætlum líka að reyna að sýna daglegt líf fólks sem er í þessum geira," segir Óli Dóri. -hþt Tónlist Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Fleiri fréttir Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
„Mér fannst eitthvað vanta til að skrásetja þessa íslensku tónlistarsenu sem er í gangi og hefur verið mjög öflug síðustu ár," segir tónlistarspekingurinn Ólafur Halldór Ólafsson, betur þekktur sem Óli Dóri. Hann hefur sett á laggirnar vefsíðuna straum.is sem verður með virka og daglega tónlistarumfjöllun. Óli Dóri er ritstjóri síðunnar og hefur áralanga reynslu af kynningu nýrra og ferskra tóna í útvarpsþætti sínum Straumi, sem er á dagskrá X-ins 9.77 á mánudagskvöldum milli klukkan tíu og tólf. Hægt er að nálgast upptökur af þættinum hér á Vísi á slóðinni visir.is/straumur. „Ég hef verið með þáttinn í sex ár með hléum og hann hefur gengið mjög vel," segir hann en heimasíðan er ákveðið framhald af góðri umfjöllun Straums. Vefsíðan fór af stað um helgina og standa Ernir Eyjólfsson ljósmyndari, Jón Örn Loðmfjörð, sem sér um forritun og Davíð Roach Gunnarsson greinahöfundur, að síðunni ásamt ritstjóranum og eru fleiri pennar að bætast í hópinn. Umfjölluninn verður alhliða og lýtur bæði að íslenskri og erlendri tónlist í formi kynninga, ritaðra viðtala og myndbandsviðtala. „Við ætlum að reyna að hafa vikuleg myndbandsviðtöl og erum búnir að taka eitt við Skúla mennska. Við heimsóttum hann í aukavinnuna en hann er pylsusali, sem er mjög skemmtilegt. Við ætlum líka að reyna að sýna daglegt líf fólks sem er í þessum geira," segir Óli Dóri. -hþt
Tónlist Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Fleiri fréttir Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira