Börn á fjöll? Sigurður Árni Þórðarson skrifar 23. júlí 2012 06:00 Geta börn gengið Laugaveginn, leiðina úr Landmannalaugum í Þórsmörk? Ég og kona mín kynntumst á fjöllum og erum í ?essinu? okkar á hálendinu. Við viljum því gjarnan leyfa sex ára drengjum okkar að njóta fjalllendis Íslands. Er Laugavegurinn barnvænn? Gætum við borið drengina til byggða, ef þeir gæfust upp? Myndi slagviðri hugsanlega bólusetja þá fyrir lífstíð gagnvart fjallaferðum? Við tókum öll ákvörðun að gera tilraun og lögðum af stað inn í dýrðarríki friðlandsins að fjallabaki. Drengirnir örkuðu eftivæntingarfullir göngustíginn frá Landmannalaugum og upp í hraun. Bleiku, silfurlitu, svörtu, já, marglitu fjöllin heilluðu. Það var eins og Guð hafi verið í litastuði í sköpun þessa svæðis, sem er eiginlega sparistell Íslands. Hærra og hærra og fíngerður smágróðurinn brosti við sól, fjöllum og ferðalöngum. Upp í snjó og svart Hrafntinnusker. Sænskar kjötbollur voru matreiddar og svo var hlegið að skemmtilegum sögum. Þreyttir kútar féllu í fang pabba og mömmu og sváfu vært. Nýr dagur, ný ganga, hverir, fannir og blómundur. Og drengirnir örkuðu með sinn bakpoka án þess að kvarta. Þegar þeir urðu svangir náðu þeir í samloku úr poka sínum og fengu sér vatnssopa. Svo var haldið áfram og allt varð tilefni skoðunar. Við könnuðum snjóbrýr yfir læki og rannsökuðum volgrur, grjót og jurtir. Fegurð fjallageims læddist inn í karlana. Núvitundin varð alger í hinum risastóra helgidómi. Orkan var nægileg, en taka varð tillit til að áhugasvið barna er sumpart annað en hinna fullorðnu. Svo er gott að eiga tromp – gulrót – í erminni. Á hverju kvöldi gaf mamman drengjunum myndapakka með fótboltahetjum. Klose, Ronaldo, Torres og Ibra eru vissulega kúnstugir fjallafélagar, en aðferðin virkaði. Hver dagsferð skilaði nýjum pakka. Og eftir kvöldmat þegar ferðafélagar hvíldust fóru strákarnir í fótbolta! Og fremur en að kenna þeim nöfn á einstökum fjöllum í friðlandinu vildu þeir, að ég upplýsti þá um boltatækni Robben og hvað það þýddi að Balotelli væri skrautfugl! Drengirnir gengu alla leið. Þeir eru hetjur og foreldrarnir telja það afrek, að koma þeim glöðum til leiðarenda. Annar drengurinn sagði í Þórsmörk: ?Ég er fjallamaður.? Það er gott því gönguferðir stæla og veita jafnvel samhengi sjálfs í náttúru og gagnvart undri lífsins. Hvað mikilvægast á Laugavegsgöngunni var að eiga með barni sínu algerlega frátekinn tíma frá morgni til kvölds. Samfélagstíminn var ríkulegur og nándin mikil. Þannig sumarleyfi eru góð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sr. Sigurður Árni Þórðarson Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Geta börn gengið Laugaveginn, leiðina úr Landmannalaugum í Þórsmörk? Ég og kona mín kynntumst á fjöllum og erum í ?essinu? okkar á hálendinu. Við viljum því gjarnan leyfa sex ára drengjum okkar að njóta fjalllendis Íslands. Er Laugavegurinn barnvænn? Gætum við borið drengina til byggða, ef þeir gæfust upp? Myndi slagviðri hugsanlega bólusetja þá fyrir lífstíð gagnvart fjallaferðum? Við tókum öll ákvörðun að gera tilraun og lögðum af stað inn í dýrðarríki friðlandsins að fjallabaki. Drengirnir örkuðu eftivæntingarfullir göngustíginn frá Landmannalaugum og upp í hraun. Bleiku, silfurlitu, svörtu, já, marglitu fjöllin heilluðu. Það var eins og Guð hafi verið í litastuði í sköpun þessa svæðis, sem er eiginlega sparistell Íslands. Hærra og hærra og fíngerður smágróðurinn brosti við sól, fjöllum og ferðalöngum. Upp í snjó og svart Hrafntinnusker. Sænskar kjötbollur voru matreiddar og svo var hlegið að skemmtilegum sögum. Þreyttir kútar féllu í fang pabba og mömmu og sváfu vært. Nýr dagur, ný ganga, hverir, fannir og blómundur. Og drengirnir örkuðu með sinn bakpoka án þess að kvarta. Þegar þeir urðu svangir náðu þeir í samloku úr poka sínum og fengu sér vatnssopa. Svo var haldið áfram og allt varð tilefni skoðunar. Við könnuðum snjóbrýr yfir læki og rannsökuðum volgrur, grjót og jurtir. Fegurð fjallageims læddist inn í karlana. Núvitundin varð alger í hinum risastóra helgidómi. Orkan var nægileg, en taka varð tillit til að áhugasvið barna er sumpart annað en hinna fullorðnu. Svo er gott að eiga tromp – gulrót – í erminni. Á hverju kvöldi gaf mamman drengjunum myndapakka með fótboltahetjum. Klose, Ronaldo, Torres og Ibra eru vissulega kúnstugir fjallafélagar, en aðferðin virkaði. Hver dagsferð skilaði nýjum pakka. Og eftir kvöldmat þegar ferðafélagar hvíldust fóru strákarnir í fótbolta! Og fremur en að kenna þeim nöfn á einstökum fjöllum í friðlandinu vildu þeir, að ég upplýsti þá um boltatækni Robben og hvað það þýddi að Balotelli væri skrautfugl! Drengirnir gengu alla leið. Þeir eru hetjur og foreldrarnir telja það afrek, að koma þeim glöðum til leiðarenda. Annar drengurinn sagði í Þórsmörk: ?Ég er fjallamaður.? Það er gott því gönguferðir stæla og veita jafnvel samhengi sjálfs í náttúru og gagnvart undri lífsins. Hvað mikilvægast á Laugavegsgöngunni var að eiga með barni sínu algerlega frátekinn tíma frá morgni til kvölds. Samfélagstíminn var ríkulegur og nándin mikil. Þannig sumarleyfi eru góð.