Breytt rokk úr Breiðholtinu frá fyrrum björtustu voninni 19. júlí 2012 10:00 Oddur Guðmundsson, Dagur Sævarsson, Logi Höskuldsson og Bergur Andersen skipa rokksveitina Sudden Weather Change sem gefur út aðra breiðskífu sína á miðvikudaginn þar sem kveður við nýjan tón. fréttablaðið/ernir Önnur breiðskífa Sudden Weather Change kemur út á miðvikudaginn og er margt spennandi í vændum hjá sveitinni sem ferðast vestur um haf með haustinu. „Jú, við höfum breyst,” segir Logi Höskuldsson, hljómsveitarmeðlimur Sudden Weather Change, um aðra breiðskífu þeirra, Sculpture, sem kemur út 25. júlí, en þrjú ár eru frá útgáfu fyrri plötu hljómsveitarinnar. „Við stefnum núna meira að því sem okkur langar virkilega að gera en við kláruðum allir nám úr Listaháskólanum í myndlist og það hjálpaði okkur við að ná fókus í verkefninu.” Upptökur fóru fram í Gróðurhúsinu og á óhefðbundnum stöðum í samstarfi við Ben Frost og Þorbjörn G. Kolbrúnarson. „Gróðurhúsið er rosa flott stúdíó í Breiðholti og mjög vel við hæfi þar sem við byrjuðum hljómsveitina í því hverfi en við vorum allir í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti.” Heimildarmynd um sveitina í leikstjórn Loga verður frumsýnd í Bíói Paradís 9. ágúst. „Þarna vorum við stjörnurnar,” segir hann en hún sýnir hversdagslegt líf drengjanna árið 2010 þegar þeir voru bjartasta von Íslensku tónlistarverðlaunanna. Margt er á döfinni hjá drengjunum og spila þeir á laugardaginn á LungA á Seyðisfirði og halda hlustunarpartí í Netagerðinni 26. júlí. Einnig halda þeir vestur um haf í október. „Við erum að fara að spila á hátíð í Los Angeles,” segir hann spenntur og bætir við að möguleg tónleikaferð sé í smíðum. Plötunni má hlaða niður á tónlistarveitunni Gogoyoko fyrir endanlega útgáfu hljómplötunnar. hallfridur@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Önnur breiðskífa Sudden Weather Change kemur út á miðvikudaginn og er margt spennandi í vændum hjá sveitinni sem ferðast vestur um haf með haustinu. „Jú, við höfum breyst,” segir Logi Höskuldsson, hljómsveitarmeðlimur Sudden Weather Change, um aðra breiðskífu þeirra, Sculpture, sem kemur út 25. júlí, en þrjú ár eru frá útgáfu fyrri plötu hljómsveitarinnar. „Við stefnum núna meira að því sem okkur langar virkilega að gera en við kláruðum allir nám úr Listaháskólanum í myndlist og það hjálpaði okkur við að ná fókus í verkefninu.” Upptökur fóru fram í Gróðurhúsinu og á óhefðbundnum stöðum í samstarfi við Ben Frost og Þorbjörn G. Kolbrúnarson. „Gróðurhúsið er rosa flott stúdíó í Breiðholti og mjög vel við hæfi þar sem við byrjuðum hljómsveitina í því hverfi en við vorum allir í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti.” Heimildarmynd um sveitina í leikstjórn Loga verður frumsýnd í Bíói Paradís 9. ágúst. „Þarna vorum við stjörnurnar,” segir hann en hún sýnir hversdagslegt líf drengjanna árið 2010 þegar þeir voru bjartasta von Íslensku tónlistarverðlaunanna. Margt er á döfinni hjá drengjunum og spila þeir á laugardaginn á LungA á Seyðisfirði og halda hlustunarpartí í Netagerðinni 26. júlí. Einnig halda þeir vestur um haf í október. „Við erum að fara að spila á hátíð í Los Angeles,” segir hann spenntur og bætir við að möguleg tónleikaferð sé í smíðum. Plötunni má hlaða niður á tónlistarveitunni Gogoyoko fyrir endanlega útgáfu hljómplötunnar. hallfridur@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira