Ekki krúttlegur lengur Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 14. júlí 2012 11:00 Bíó. Ted. Leikstjórn: Seth MacFarlane. Leikarar: Mark Wahlberg, Mila Kunis, Seth MacFarlane, Giovanni Ribisi, Joel McHale, Patrick Warburton, Jessica Barth, Matt Walsh. Átta ára að aldri óskaði John Bennett þess að bangsinn hans lifnaði við. Óskin rættist og krúttbangsinn Ted vann hug og hjarta heimsbyggðarinnar. En síðan eru liðin tæp þrjátíu ár og í dag eru félagarnir lítið krúttlegir. Þeir sitja bólufreðnir öllum stundum fyrir framan sjónvarpið, Ted er orðinn mikill strigakjaftur og kærasta Johns er orðin þreytt á bangsanum. Fyrst það þurfti að gera kvikmynd um talandi dónabangsa er ég feginn að það var Seth MacFarlane sem gerði það. Seth þessi er höfundur hinna umdeildu en oft á tíðum sprenghlægilegu Family Guy-þátta, og þegar kemur að gríni er honum ekkert heilagt. Að vísu hefur það heppnast misvel þegar teiknimyndaleikstjórar skipta úr skrípó yfir í alvöru leikara en Mike Judge (Beavis and Butt-head, Office Space) er sönnun þess að þetta er hægt. Mestöllu fjörinu er haldið uppi af bangsanum og það er MacFarlane sjálfur sem talar fyrir hann. Brandararnir eru ríkulega skammtaðir og fæsta þeirra þyrði ég að hafa eftir. Wahlberg er fínn og notast að stórum hluta við aðferð Leslie heitins Nielsen, að vera grafalvarlegur við hlægilegar aðstæður. Það er þó afar lítið fútt í bangsalausu atriðunum en þau eru til allrar hamingju ekki mörg. Vísanir í aðrar kvikmyndir og poppkúltúr almennt eru á hverju strái, margar hverjar þrælfyndnar. Á köflum reynir Ted þó of mikið. Það sama er stundum uppi á teningnum í Family Guy. MacFarlane er snjall en mig grunar að hann sé umvafinn já-mönnum og öllu sé hleypt í gegn sem honum dettur í hug. Allavega eru hér tíu mínútur af fitu sem hefði orðið myndinni til góðs að missa. Brelludeildin fær hins vegar hæstu einkunn. Niðurstaða: Sprenghlægilegur bangsi í þokkalegri mynd. En skiljið börnin eftir heima. Mest lesið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Lífið Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Lífið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Fleiri fréttir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Bíó. Ted. Leikstjórn: Seth MacFarlane. Leikarar: Mark Wahlberg, Mila Kunis, Seth MacFarlane, Giovanni Ribisi, Joel McHale, Patrick Warburton, Jessica Barth, Matt Walsh. Átta ára að aldri óskaði John Bennett þess að bangsinn hans lifnaði við. Óskin rættist og krúttbangsinn Ted vann hug og hjarta heimsbyggðarinnar. En síðan eru liðin tæp þrjátíu ár og í dag eru félagarnir lítið krúttlegir. Þeir sitja bólufreðnir öllum stundum fyrir framan sjónvarpið, Ted er orðinn mikill strigakjaftur og kærasta Johns er orðin þreytt á bangsanum. Fyrst það þurfti að gera kvikmynd um talandi dónabangsa er ég feginn að það var Seth MacFarlane sem gerði það. Seth þessi er höfundur hinna umdeildu en oft á tíðum sprenghlægilegu Family Guy-þátta, og þegar kemur að gríni er honum ekkert heilagt. Að vísu hefur það heppnast misvel þegar teiknimyndaleikstjórar skipta úr skrípó yfir í alvöru leikara en Mike Judge (Beavis and Butt-head, Office Space) er sönnun þess að þetta er hægt. Mestöllu fjörinu er haldið uppi af bangsanum og það er MacFarlane sjálfur sem talar fyrir hann. Brandararnir eru ríkulega skammtaðir og fæsta þeirra þyrði ég að hafa eftir. Wahlberg er fínn og notast að stórum hluta við aðferð Leslie heitins Nielsen, að vera grafalvarlegur við hlægilegar aðstæður. Það er þó afar lítið fútt í bangsalausu atriðunum en þau eru til allrar hamingju ekki mörg. Vísanir í aðrar kvikmyndir og poppkúltúr almennt eru á hverju strái, margar hverjar þrælfyndnar. Á köflum reynir Ted þó of mikið. Það sama er stundum uppi á teningnum í Family Guy. MacFarlane er snjall en mig grunar að hann sé umvafinn já-mönnum og öllu sé hleypt í gegn sem honum dettur í hug. Allavega eru hér tíu mínútur af fitu sem hefði orðið myndinni til góðs að missa. Brelludeildin fær hins vegar hæstu einkunn. Niðurstaða: Sprenghlægilegur bangsi í þokkalegri mynd. En skiljið börnin eftir heima.
Mest lesið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Lífið Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Lífið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Fleiri fréttir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira