Sumir eru hræddir við risann 11. ágúst 2012 20:00 Haraldur Leví segist ekki nenna neinni yfirbyggingu þótt eflaust muni koma að því að hann bæti við sig starfsfólki. Fréttablaðið/Ernir Undanfarin þrjú ár hefur Haraldur Leví Gunnarsson haldið til í húsnæði við Dugguvog þar sem hann starfrækir stúdíó og plötuútgáfuna Record Records. Þrátt fyrir að vera bara hálfþrítugur einyrki í útgáfugeiranum hefur hann nú á sínum snærum margar af vinsælustu, ungu hljómsveitum landsins. Byrjaði sem hobbíÞegar Haraldur stofnaði Record Records árið 2007, þá tvítugur, seldi hann plötur í Skífunni og trommaði með sveitinni Lödu Sport. „Ég er gaurinn sem sá um allt plögg og svoleiðis vesen í bandinu og svo fattaði ég bara einn daginn að kannski ætti ég heima í plötuútgáfu," segir Haraldur. „Þetta var mjög lítið til að byrja með og í raun bara hobbí. Ég var í fullri vinnu og gerði þetta í frítímanum. Ég flýtti mér heldur ekkert að gefa út plötu, byrjaði á að dreifa bara fyrir aðra sjálfstæða útgefendur. Það var ekki fyrr en tæpu ári seinna sem ég gaf út fyrstu plötuna, Karkari með Mammút. Þá var maður bara að leita að einhverju spennandi, eins og ég hef alltaf gert. Ég gef bara út plötur sem mér finnst áhugaverðar." Síðan eru fjögur ár og þótt fyrirtækið sé orðið öllu meira að vöxtum er Haraldur enn eini starfsmaður þess. „Þegar það er rosalega mikið að gera þá er ég með lið sem hjálpar mér með dreifingu og annað, keyrir í búðir fyrir mig þegar ég hef ekki tíma í það. Annars reyni ég frekar bara að leggja mikið á mig og gera þetta allt sjálfur. Ég nenni ekki neinni yfirbyggingu." Skilur ekki fattleysiðKunnugir segja mér að þú hafir frá upphafi vitað að Of Monsters and Men mundu slá rækilega í gegn. „Já, alveg klárlega." Af hverju? „Ég bara skil ekki af hverju fólk fattaði það ekki. Þetta er bara svo gott. Þetta er það sem svínvirkar í dag, til dæmis í Bandaríkjunum, og þess vegna gengur þeim svona vel." Haraldur byrjaði að tala við sveitina strax eftir að þau sigruðu Músíktilraunir 2010 og gerði svo loksins plötusamning við hana snemma árs 2011. „Þá fórum við beint í stúdíó að reyna að leita að rétta útgáfustjóranum. Little Talks hafði til dæmis verið tekið upp áður í allt, allt, allt öðruvísi útgáfu sem var svo ekki talin henta. Svo fórum við og tókum það upp með öðrum upptökustjóra eins og alla plötuna." Og Haraldur trúði því allan tímann að þau gætu orðið allt að því heimsfræg. „Ég er ekki að segja að ég hafi séð allt fyrir en ég vissi að þau gætu meikað það úti. Þetta var bara spurning um að fara rétt að og þau voru svo heppin að þau komust í samband við góðan umboðsmann þannig að þetta gekk hratt fyrir sig – alveg fáránlega hratt í rauninni." Verður ekki keypturRecord Records gefur út margar ferskar sveitir sem hafa vakið töluverða athygli og hljóta að hafa verið eftirsóttar hjá stærri útgáfufyrirtækjum, til dæmis Retro Stefson og Tilbury. Hvað veldur því að þessar sveitir velja að vinna með honum? „Sumir eru hræddir við risann. Og sumir eru lengur en aðrir að fatta hvað getur orðið heitt og hvað ekki. Maður verður bara að fylgjast með. Ég samdi til dæmis við Tilbury áður en þeir voru búnir að spila á tónleikum undir því nafni. Ég heyrði plötuna í mixi í stúdíóinu og áttaði mig á því að það væri ein af bestu plötum ársins." En hvernig taka stærri útgáfurnar því að það komi hálfþrítugur náungi og sópi upp öllum nýju, stóru böndunum? „Er ekki samkeppni góð til að halda mönnum á tánum? Ég held það. Það getur svo sem vel verið að það líki einhverjum illa við mig, en ég veit þá ekki af því." Hafa menn verið að bera víurnar í þig, reyna að kaupa þig yfir og gleypa Record Records? „Það er ekkert sem ég vil tjá mig um. En það er allavega ekki að fara að gerast – ekki eins og staðan er í dag." Vill ekki verða konungur ljónannaHaraldur Leví er augljóslega með puttann á púlsinum og því blasir við að spyrja hann hvaða hljómsveitir hann sér fyrir sér að muni láta að sér kveða á næstunni. „Ég er að fara að gefa út nýju plötuna með Moses Hightower núna í ágúst," segir Haraldur strax, en liðsmenn sálarsveitarinnar gáfu fyrstu plötu sína út sjálfir fyrir tveimur árum og hlutu mikið lof fyrir. Síðan nefnir hann væntanlega plötu með reggíbandinu Ojbarasta og nýja plötu Mammút sem er væntanleg með haustinu. „Þetta er það sem maður getur sagt frá akkúrat núna." Þegar Haraldur dembdi sér í útgáfugeirann hafði hann enga háskólamenntun að baki – hann var ekki einu sinni búinn með framhaldsskóla. „Nei nei, ég lifi bara fyrir tónlistina og hef náð að bjarga mér ágætlega í þessu." Hvað með framtíðina? Munu Record Records stækka enn frekar? „Maður nennir þessu ekki einn að eilífu en ég ætla ekkert að verða konungur ljónanna. Mér finnst gaman að vera bara „indí" eins og maður segir – að það sé ekki einhver sem á mann og ég geti gert það sem ég vil, mætt í vinnuna þegar ég vil og hætt snemma á svona sólardegi." Tónlist Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Undanfarin þrjú ár hefur Haraldur Leví Gunnarsson haldið til í húsnæði við Dugguvog þar sem hann starfrækir stúdíó og plötuútgáfuna Record Records. Þrátt fyrir að vera bara hálfþrítugur einyrki í útgáfugeiranum hefur hann nú á sínum snærum margar af vinsælustu, ungu hljómsveitum landsins. Byrjaði sem hobbíÞegar Haraldur stofnaði Record Records árið 2007, þá tvítugur, seldi hann plötur í Skífunni og trommaði með sveitinni Lödu Sport. „Ég er gaurinn sem sá um allt plögg og svoleiðis vesen í bandinu og svo fattaði ég bara einn daginn að kannski ætti ég heima í plötuútgáfu," segir Haraldur. „Þetta var mjög lítið til að byrja með og í raun bara hobbí. Ég var í fullri vinnu og gerði þetta í frítímanum. Ég flýtti mér heldur ekkert að gefa út plötu, byrjaði á að dreifa bara fyrir aðra sjálfstæða útgefendur. Það var ekki fyrr en tæpu ári seinna sem ég gaf út fyrstu plötuna, Karkari með Mammút. Þá var maður bara að leita að einhverju spennandi, eins og ég hef alltaf gert. Ég gef bara út plötur sem mér finnst áhugaverðar." Síðan eru fjögur ár og þótt fyrirtækið sé orðið öllu meira að vöxtum er Haraldur enn eini starfsmaður þess. „Þegar það er rosalega mikið að gera þá er ég með lið sem hjálpar mér með dreifingu og annað, keyrir í búðir fyrir mig þegar ég hef ekki tíma í það. Annars reyni ég frekar bara að leggja mikið á mig og gera þetta allt sjálfur. Ég nenni ekki neinni yfirbyggingu." Skilur ekki fattleysiðKunnugir segja mér að þú hafir frá upphafi vitað að Of Monsters and Men mundu slá rækilega í gegn. „Já, alveg klárlega." Af hverju? „Ég bara skil ekki af hverju fólk fattaði það ekki. Þetta er bara svo gott. Þetta er það sem svínvirkar í dag, til dæmis í Bandaríkjunum, og þess vegna gengur þeim svona vel." Haraldur byrjaði að tala við sveitina strax eftir að þau sigruðu Músíktilraunir 2010 og gerði svo loksins plötusamning við hana snemma árs 2011. „Þá fórum við beint í stúdíó að reyna að leita að rétta útgáfustjóranum. Little Talks hafði til dæmis verið tekið upp áður í allt, allt, allt öðruvísi útgáfu sem var svo ekki talin henta. Svo fórum við og tókum það upp með öðrum upptökustjóra eins og alla plötuna." Og Haraldur trúði því allan tímann að þau gætu orðið allt að því heimsfræg. „Ég er ekki að segja að ég hafi séð allt fyrir en ég vissi að þau gætu meikað það úti. Þetta var bara spurning um að fara rétt að og þau voru svo heppin að þau komust í samband við góðan umboðsmann þannig að þetta gekk hratt fyrir sig – alveg fáránlega hratt í rauninni." Verður ekki keypturRecord Records gefur út margar ferskar sveitir sem hafa vakið töluverða athygli og hljóta að hafa verið eftirsóttar hjá stærri útgáfufyrirtækjum, til dæmis Retro Stefson og Tilbury. Hvað veldur því að þessar sveitir velja að vinna með honum? „Sumir eru hræddir við risann. Og sumir eru lengur en aðrir að fatta hvað getur orðið heitt og hvað ekki. Maður verður bara að fylgjast með. Ég samdi til dæmis við Tilbury áður en þeir voru búnir að spila á tónleikum undir því nafni. Ég heyrði plötuna í mixi í stúdíóinu og áttaði mig á því að það væri ein af bestu plötum ársins." En hvernig taka stærri útgáfurnar því að það komi hálfþrítugur náungi og sópi upp öllum nýju, stóru böndunum? „Er ekki samkeppni góð til að halda mönnum á tánum? Ég held það. Það getur svo sem vel verið að það líki einhverjum illa við mig, en ég veit þá ekki af því." Hafa menn verið að bera víurnar í þig, reyna að kaupa þig yfir og gleypa Record Records? „Það er ekkert sem ég vil tjá mig um. En það er allavega ekki að fara að gerast – ekki eins og staðan er í dag." Vill ekki verða konungur ljónannaHaraldur Leví er augljóslega með puttann á púlsinum og því blasir við að spyrja hann hvaða hljómsveitir hann sér fyrir sér að muni láta að sér kveða á næstunni. „Ég er að fara að gefa út nýju plötuna með Moses Hightower núna í ágúst," segir Haraldur strax, en liðsmenn sálarsveitarinnar gáfu fyrstu plötu sína út sjálfir fyrir tveimur árum og hlutu mikið lof fyrir. Síðan nefnir hann væntanlega plötu með reggíbandinu Ojbarasta og nýja plötu Mammút sem er væntanleg með haustinu. „Þetta er það sem maður getur sagt frá akkúrat núna." Þegar Haraldur dembdi sér í útgáfugeirann hafði hann enga háskólamenntun að baki – hann var ekki einu sinni búinn með framhaldsskóla. „Nei nei, ég lifi bara fyrir tónlistina og hef náð að bjarga mér ágætlega í þessu." Hvað með framtíðina? Munu Record Records stækka enn frekar? „Maður nennir þessu ekki einn að eilífu en ég ætla ekkert að verða konungur ljónanna. Mér finnst gaman að vera bara „indí" eins og maður segir – að það sé ekki einhver sem á mann og ég geti gert það sem ég vil, mætt í vinnuna þegar ég vil og hætt snemma á svona sólardegi."
Tónlist Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira