Nas kveður fortíðina 12. júlí 2012 12:00 Bless bless Nas skildi við söngkonuna Kelis fyrir þremur árum og er nú kominn með nýja plötu. Tíunda plata rapparans Nas kemur út í næstu viku. Hann segir plötuna afar mikilvæga fyrir sig, þar sem hann þurfi að segja skilið við fortíðina. Þriðjudaginn níunda ágúst í fyrra sendi rapparinn Nas frá sér lagið Nasty. Hálfu ári síðar tilkynnti hann á Twitter-síðu sinni að ný plata væri tilbúin, sú tíunda í röðinni. Hún kemur út í næstu viku og nefnist Life is Good. Titillinn er vísun í afslappaðan Nas, sem vill kveðja fortíðina og taka nýju lífi opnum örmum. Hann og söngkonan Kelis skildu árið 2009, eftir sex ára hjónaband. Skilnaðurinn fór í hart og nýja platan virðist hafa átt sinn þátt í að koma rapparanum aftur á sporið. Hann hefur borið plötuna saman við plötuna Here, My Dear, þar sem Marvin Gaye fór yfir hjónaband sitt og Önnu Gordy. Heill her upptökustjóra kom að plötunni, eins og raunin er oft í hipphopp-heiminum. Einn af þeim er reynsluboltinn Salaam Remi og sagði hann í viðtali um plötuna að ef hann gerði hipphopp, yrði það að vera eitthvað sem viðvaningar gætu ekki rappað. „Það er eins gott að menn hafi eitthvað að segja," sagði hann. Annar upptökustjóri, No I.D., vildi leita í fortíðina á plötunni. „Ég vildi gera tónlist sem myndi leyfa Nas að vera Nas," sagði hann. „Ég hef ekki hugmynd um hvað krakkarnir eru að gera í dag, en ég vildi að Nas gerði það sem hann gerir best." atlifannar@frettabladid.is Lífið Tónlist Tengdar fréttir sagan af græna kjólnum á umslaginu Græni kjóllinn sem liggur í kjöltu Nas á umslagi plötunnar er brúðarkjóll söngkonunnar Kelis, fyrrverandi eiginkonu rapparans. Þau eiga saman einn son. 12. júlí 2012 10:00 Mest lesið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Tíunda plata rapparans Nas kemur út í næstu viku. Hann segir plötuna afar mikilvæga fyrir sig, þar sem hann þurfi að segja skilið við fortíðina. Þriðjudaginn níunda ágúst í fyrra sendi rapparinn Nas frá sér lagið Nasty. Hálfu ári síðar tilkynnti hann á Twitter-síðu sinni að ný plata væri tilbúin, sú tíunda í röðinni. Hún kemur út í næstu viku og nefnist Life is Good. Titillinn er vísun í afslappaðan Nas, sem vill kveðja fortíðina og taka nýju lífi opnum örmum. Hann og söngkonan Kelis skildu árið 2009, eftir sex ára hjónaband. Skilnaðurinn fór í hart og nýja platan virðist hafa átt sinn þátt í að koma rapparanum aftur á sporið. Hann hefur borið plötuna saman við plötuna Here, My Dear, þar sem Marvin Gaye fór yfir hjónaband sitt og Önnu Gordy. Heill her upptökustjóra kom að plötunni, eins og raunin er oft í hipphopp-heiminum. Einn af þeim er reynsluboltinn Salaam Remi og sagði hann í viðtali um plötuna að ef hann gerði hipphopp, yrði það að vera eitthvað sem viðvaningar gætu ekki rappað. „Það er eins gott að menn hafi eitthvað að segja," sagði hann. Annar upptökustjóri, No I.D., vildi leita í fortíðina á plötunni. „Ég vildi gera tónlist sem myndi leyfa Nas að vera Nas," sagði hann. „Ég hef ekki hugmynd um hvað krakkarnir eru að gera í dag, en ég vildi að Nas gerði það sem hann gerir best." atlifannar@frettabladid.is
Lífið Tónlist Tengdar fréttir sagan af græna kjólnum á umslaginu Græni kjóllinn sem liggur í kjöltu Nas á umslagi plötunnar er brúðarkjóll söngkonunnar Kelis, fyrrverandi eiginkonu rapparans. Þau eiga saman einn son. 12. júlí 2012 10:00 Mest lesið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
sagan af græna kjólnum á umslaginu Græni kjóllinn sem liggur í kjöltu Nas á umslagi plötunnar er brúðarkjóll söngkonunnar Kelis, fyrrverandi eiginkonu rapparans. Þau eiga saman einn son. 12. júlí 2012 10:00