Mammút kláraði dýrslega breiðskífu í draumaparadís 11. júlí 2012 11:00 Þúsundir áhorfenda Hér má sjá Katrínu Mogensen, söngkonu Mammúts og Ásu Dýradóttur bassaleikara hita upp fyrir Of Monsters and Men í Hljómskálagarðinum síðastliðið laugardagskvöld með tónsmíðum sem koma út í september og eru þyngri og öðruvísi.MYND/Ragnar Blöndal „Við pökkuðum stúdíóinu niður og settum það upp í stofunni á sveitabænum Kóngsbakka," segir Ása Dýradóttir, bassaleikari hljómsveitarinnar Mammút. Hljómsveitin eyddi viku á Snæfellsnesi á dögunum til að breyta og bæta tónsmíðar sem eru væntanlegar á nýrri breiðskífu í september. „Við erum eiginlega búin að taka upp alla grunnanna fyrir nýja breiðskífu," segir Ása. „Þetta var svona tilraunaferð til þess að breyta öllum lögunum en síðan sömdum við heilt lag sem við erum öll mjög spennt fyrir." Að hennar sögn er efni plötunnar mjög frábrugðið fyrri lagasmíðum þeirra. „Það er svo langt síðan við gáfum út síðustu plötu og það er margt búið að gerast inn í hausnum á okkur öllum. Platan er mun þyngri og við erum meira að pæla í tilfinningunni í lögunum en textanum. Þetta er ekki alveg metal-þungi heldur frekar svona dýrslegur," segir hún en fjögur ár eru liðin frá útgáfu plötunnar Karkari. „Það verður spennandi að sjá viðbrögð þeirra sem hlustuðu eitthvað á síðustu plötu, því þetta er svo öðruvísi." Ása lýsir Snæfellsnesinu sem algjörri draumaparadís og að takmark dvalarinnar hafi verið að samtvinna líf fimm manneskja, sem getur reynst þrautinni þyngri. „Þetta þarf að vera „all in" eða ekki," útskýrir hún og nefnir að það eina sem þau gátu haft fyrir stafni var að semja tónlist og leika sér úti í náttúrunni. „Við vöknuðum á morgnana, fengum okkur hafragraut og vorum í stofunni allan daginn að taka upp. Það er svo gott að vera úti á landi og geta farið út að hlaupa í grasinu því maður þarf líka að fá útrás. Maður getur ekki setið endalaust og samið einhverja snilld." Á kvöldin tóku þau upp myndbönd sem þau hyggjast klippa saman. „Okkur langar að gera myndband við hvert einasta lag og gera sögu úr þeim," segir hún. Síðasta laugardag hitaði Mammút upp ásamt Lay Low fyrir Of Monsters and Men á tónleikum í Hljómskálagarðinum. Talið er að átján þúsund manns hafi sótt tónleikana. „Okkur brá pínu því það voru svo margir að horfa en það var mikill heiður að fá að spila þarna," segir Ása en hljómsveitin lék efni af væntanlegri breiðskífu við góðar undirtektir. „Fólk bjóst kannski meira við popp-Mammút en ég held að þetta hafi farið vel í flesta. Fólk hrósaði okkur og var hissa á jákvæðan hátt." hallfridur@frettabladid.is Lífið Tónlist Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Við pökkuðum stúdíóinu niður og settum það upp í stofunni á sveitabænum Kóngsbakka," segir Ása Dýradóttir, bassaleikari hljómsveitarinnar Mammút. Hljómsveitin eyddi viku á Snæfellsnesi á dögunum til að breyta og bæta tónsmíðar sem eru væntanlegar á nýrri breiðskífu í september. „Við erum eiginlega búin að taka upp alla grunnanna fyrir nýja breiðskífu," segir Ása. „Þetta var svona tilraunaferð til þess að breyta öllum lögunum en síðan sömdum við heilt lag sem við erum öll mjög spennt fyrir." Að hennar sögn er efni plötunnar mjög frábrugðið fyrri lagasmíðum þeirra. „Það er svo langt síðan við gáfum út síðustu plötu og það er margt búið að gerast inn í hausnum á okkur öllum. Platan er mun þyngri og við erum meira að pæla í tilfinningunni í lögunum en textanum. Þetta er ekki alveg metal-þungi heldur frekar svona dýrslegur," segir hún en fjögur ár eru liðin frá útgáfu plötunnar Karkari. „Það verður spennandi að sjá viðbrögð þeirra sem hlustuðu eitthvað á síðustu plötu, því þetta er svo öðruvísi." Ása lýsir Snæfellsnesinu sem algjörri draumaparadís og að takmark dvalarinnar hafi verið að samtvinna líf fimm manneskja, sem getur reynst þrautinni þyngri. „Þetta þarf að vera „all in" eða ekki," útskýrir hún og nefnir að það eina sem þau gátu haft fyrir stafni var að semja tónlist og leika sér úti í náttúrunni. „Við vöknuðum á morgnana, fengum okkur hafragraut og vorum í stofunni allan daginn að taka upp. Það er svo gott að vera úti á landi og geta farið út að hlaupa í grasinu því maður þarf líka að fá útrás. Maður getur ekki setið endalaust og samið einhverja snilld." Á kvöldin tóku þau upp myndbönd sem þau hyggjast klippa saman. „Okkur langar að gera myndband við hvert einasta lag og gera sögu úr þeim," segir hún. Síðasta laugardag hitaði Mammút upp ásamt Lay Low fyrir Of Monsters and Men á tónleikum í Hljómskálagarðinum. Talið er að átján þúsund manns hafi sótt tónleikana. „Okkur brá pínu því það voru svo margir að horfa en það var mikill heiður að fá að spila þarna," segir Ása en hljómsveitin lék efni af væntanlegri breiðskífu við góðar undirtektir. „Fólk bjóst kannski meira við popp-Mammút en ég held að þetta hafi farið vel í flesta. Fólk hrósaði okkur og var hissa á jákvæðan hátt." hallfridur@frettabladid.is
Lífið Tónlist Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira