Syngur við tölvugerða tónlist 10. júlí 2012 11:00 Gerði nær allt sjálf Oléna gaf út plötuna Made in Hurt by Heart á dögunum og er það hennar fyrsta plata. Hún gerði hana að nær öllu leyti sjálf. „Ég samdi allt efnið og flyt það. Platan var hljómjöfnuð í New York en að öðru leyti gerði hana alla sjálf," segir Oléna Simone, franskur listamaður sem hefur verið búsett á Íslandi frá árinu 2005 og var að gefa út sína fyrstu plötu, Made in Hurt by Heart. Sjálf spilar Oléna ekki á nein hljóðfæri heldur býr hún alla tónlistina til í tölvu. „Ég tek upp alls konar umhverfishljóð og önnur hljóð sem ég kann vel við og vinn svo með þau í tölvunni og bý til tónlist," segir hún. Hún hefur ekki stundað neitt tónlistartengt nám en var þó í listaskóla í Frakklandi. Þetta er í fyrsta skipti sem Oléna gefur út tónlistina sína, en hún samdi texta og tók þátt í flutningi tveggja laga á plötu hljómsveitarinnar Asonat sem kom út í apríl. Oléna segir tónlistina sína vera mjög heiðarlega og byggða á hennar daglega lífi. „Þetta er hálfgerð sjálfsævisaga en textana byggi ég á eigin tilfinningum og hugsunum," segir hún. Frá því hún byrjaði fyrst að flytja tónlist hefur henni verið líkt við íslensku stjörnuna Björk. „Ég fékk meira að segja að heyra það úti í Frakklandi. Ég er alls ekki að reyna að vera eins og hún, eða nokkur annar, heldur vil ég bara vera ég sjálf," segir hún og bætir við að hún taki því þó sem miklu hrósi að vera líkt við söngkonuna. Oléna stefnir á tónleika til að fylgja plötunni eftir þegar fram líða stundir og fer að hægjast um hjá henni. „Svo sótti ég líka um á Airwaves svo það verður spennandi að sjá hvað kemur út úr því," segir hún hress í bragði. Plötuna má nálgast í verslunum 12 Tóna á Skólavörðustíg og í Hörpu, eða á heimasíðunum Gogoyoko og Bandcamp. - trs Lífið Tónlist Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég samdi allt efnið og flyt það. Platan var hljómjöfnuð í New York en að öðru leyti gerði hana alla sjálf," segir Oléna Simone, franskur listamaður sem hefur verið búsett á Íslandi frá árinu 2005 og var að gefa út sína fyrstu plötu, Made in Hurt by Heart. Sjálf spilar Oléna ekki á nein hljóðfæri heldur býr hún alla tónlistina til í tölvu. „Ég tek upp alls konar umhverfishljóð og önnur hljóð sem ég kann vel við og vinn svo með þau í tölvunni og bý til tónlist," segir hún. Hún hefur ekki stundað neitt tónlistartengt nám en var þó í listaskóla í Frakklandi. Þetta er í fyrsta skipti sem Oléna gefur út tónlistina sína, en hún samdi texta og tók þátt í flutningi tveggja laga á plötu hljómsveitarinnar Asonat sem kom út í apríl. Oléna segir tónlistina sína vera mjög heiðarlega og byggða á hennar daglega lífi. „Þetta er hálfgerð sjálfsævisaga en textana byggi ég á eigin tilfinningum og hugsunum," segir hún. Frá því hún byrjaði fyrst að flytja tónlist hefur henni verið líkt við íslensku stjörnuna Björk. „Ég fékk meira að segja að heyra það úti í Frakklandi. Ég er alls ekki að reyna að vera eins og hún, eða nokkur annar, heldur vil ég bara vera ég sjálf," segir hún og bætir við að hún taki því þó sem miklu hrósi að vera líkt við söngkonuna. Oléna stefnir á tónleika til að fylgja plötunni eftir þegar fram líða stundir og fer að hægjast um hjá henni. „Svo sótti ég líka um á Airwaves svo það verður spennandi að sjá hvað kemur út úr því," segir hún hress í bragði. Plötuna má nálgast í verslunum 12 Tóna á Skólavörðustíg og í Hörpu, eða á heimasíðunum Gogoyoko og Bandcamp. - trs
Lífið Tónlist Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira