Sóldögg malar eins og köttur 5. júlí 2012 14:00 Hljómsveitin Sóldögg kemur saman eftir ellefu ára hlé á Bestu útihátíðinni um helgina. Bergsveinn Arilíusson söngvari segir mikla eftirvæntingu ríkja meðal hljómsveitarmeðlima. Ástæðuna fyrir endurkomunni segir Bergsveinn vera tvíþætta. „Annars vegar fannst okkur við aldrei hafa kvatt aðdáendur okkar og hins vegar var stór hópur af krökkum sem keyptu plöturnar okkar of ungur til að mæta á tónleika með okkur og það skipti okkur máli. Það fékk okkur til að segja: „Let's do it! Komum saman eitt fallegt sumarkvöld á fallegum stað." Við hlökkum mjög mikið til að „feisa" fólkið og það er engin lygi," segir Bergsveinn. Sóldögg var upp á sitt besta í lok tíunda áratugar síðustu aldar og árið 1998 kom sveitin fram á um 108 tónleikum. Þó langt sé um liðið frá því sveitin kom síðast saman segir Bergsveinn meðlimi hennar vera undirbúna fyrir tónleikana um helgina. „Það kom okkur á óvart hversu vel æfingar hafa gengið. Þetta var eins og gömul þýsk vél sem hrökk í gang og malaði eins og köttur. Þó skammtímaminnið sé beyglað þá man ég, merkilegt nokk, flesta textana. Það er svo álitamál hvort við séum enn í nógu góðu líkamlegu formi, við erum ekki 22 ára lengur." Að sögn Bergsveins mun sveitin einungis leika gamla slagara og nefnir í því samhengi lögin Svört sól, Friður og Breyta um lit. Hann segir stærsta vandamálið vera það að velja úr öllu safninu aðeins nokkur lög. „Við höfum úr nógu að moða, vonandi veljum við réttu lögin." Besta útihátíðin verður haldin á Gaddstöðum við Hellu um helgina og á meðal þeirra tónlistarmanna og hljómsveita sem munu stíga á stokk eru Sykur, Páll Óskar, Gus Gus, Botnleðja og Dikta. -sm Tónlist Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Hljómsveitin Sóldögg kemur saman eftir ellefu ára hlé á Bestu útihátíðinni um helgina. Bergsveinn Arilíusson söngvari segir mikla eftirvæntingu ríkja meðal hljómsveitarmeðlima. Ástæðuna fyrir endurkomunni segir Bergsveinn vera tvíþætta. „Annars vegar fannst okkur við aldrei hafa kvatt aðdáendur okkar og hins vegar var stór hópur af krökkum sem keyptu plöturnar okkar of ungur til að mæta á tónleika með okkur og það skipti okkur máli. Það fékk okkur til að segja: „Let's do it! Komum saman eitt fallegt sumarkvöld á fallegum stað." Við hlökkum mjög mikið til að „feisa" fólkið og það er engin lygi," segir Bergsveinn. Sóldögg var upp á sitt besta í lok tíunda áratugar síðustu aldar og árið 1998 kom sveitin fram á um 108 tónleikum. Þó langt sé um liðið frá því sveitin kom síðast saman segir Bergsveinn meðlimi hennar vera undirbúna fyrir tónleikana um helgina. „Það kom okkur á óvart hversu vel æfingar hafa gengið. Þetta var eins og gömul þýsk vél sem hrökk í gang og malaði eins og köttur. Þó skammtímaminnið sé beyglað þá man ég, merkilegt nokk, flesta textana. Það er svo álitamál hvort við séum enn í nógu góðu líkamlegu formi, við erum ekki 22 ára lengur." Að sögn Bergsveins mun sveitin einungis leika gamla slagara og nefnir í því samhengi lögin Svört sól, Friður og Breyta um lit. Hann segir stærsta vandamálið vera það að velja úr öllu safninu aðeins nokkur lög. „Við höfum úr nógu að moða, vonandi veljum við réttu lögin." Besta útihátíðin verður haldin á Gaddstöðum við Hellu um helgina og á meðal þeirra tónlistarmanna og hljómsveita sem munu stíga á stokk eru Sykur, Páll Óskar, Gus Gus, Botnleðja og Dikta. -sm
Tónlist Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira