Útpælt og proggað popp Trausti Júlíusson skrifar 4. júlí 2012 10:45 Tónlist. Múgsefjun. Record Records. Þetta er önnur plata Múgsefjunar og ber nafn sveitarinnar. Sú fyrsta, Skiptar skoðanir, kom út fyrir fjórum árum og fékk fínar viðtökur. Nýja platan er þemaplata sem fjallar um íslenskt samfélag síðustu árin, eða að minnsta kosti skil ég hana þannig. Tónlistin er fjölskrúðugt og hugmyndaríkt popp. Þeir félagar eru ekkert í vandræðum með að framleiða fínar melódíur og á plötunni leika þeir sér að því að búa til flókin og progguð popplög. Þeir gera líka tilraunir með útsetningar, hljóm og hljóðfæraval. Kirkjuorgel setur til dæmis skemmtilegan svip á nokkur lög og harmonikka, fiðla og básúna fá líka að hljóma. Þetta er útpæld og flott plata. Hún virkar mjög vel sem heild. Maður fylgir hljómsveitinni í gegnum söguna og hvert margkaflaskipt lagið á fætur öðru. Lögin eru öll góð, þó að maður grípi þau misfljótt. Mín uppáhaldslög eru Sendlingur og sandlóa (hægt er að hlusta á það hér fyrir ofan), Sitjum og bíðum, Svona fer fyrir þeim sem eru fyrir, Fékkst ekki nóg og hið frábæra Þórðargleði, sem er eitt af lögum ársins. Loks ber svo að geta umslagsins sem er einkar vel heppnað og smellpassar við tónlist og texta. Á heildina litið er þetta skolli fín plata. Ein af þeim betri það sem af er árs. Niðurstaða: Hugmyndarík og skemmtileg þemaplata Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fleiri fréttir Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira
Tónlist. Múgsefjun. Record Records. Þetta er önnur plata Múgsefjunar og ber nafn sveitarinnar. Sú fyrsta, Skiptar skoðanir, kom út fyrir fjórum árum og fékk fínar viðtökur. Nýja platan er þemaplata sem fjallar um íslenskt samfélag síðustu árin, eða að minnsta kosti skil ég hana þannig. Tónlistin er fjölskrúðugt og hugmyndaríkt popp. Þeir félagar eru ekkert í vandræðum með að framleiða fínar melódíur og á plötunni leika þeir sér að því að búa til flókin og progguð popplög. Þeir gera líka tilraunir með útsetningar, hljóm og hljóðfæraval. Kirkjuorgel setur til dæmis skemmtilegan svip á nokkur lög og harmonikka, fiðla og básúna fá líka að hljóma. Þetta er útpæld og flott plata. Hún virkar mjög vel sem heild. Maður fylgir hljómsveitinni í gegnum söguna og hvert margkaflaskipt lagið á fætur öðru. Lögin eru öll góð, þó að maður grípi þau misfljótt. Mín uppáhaldslög eru Sendlingur og sandlóa (hægt er að hlusta á það hér fyrir ofan), Sitjum og bíðum, Svona fer fyrir þeim sem eru fyrir, Fékkst ekki nóg og hið frábæra Þórðargleði, sem er eitt af lögum ársins. Loks ber svo að geta umslagsins sem er einkar vel heppnað og smellpassar við tónlist og texta. Á heildina litið er þetta skolli fín plata. Ein af þeim betri það sem af er árs. Niðurstaða: Hugmyndarík og skemmtileg þemaplata
Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fleiri fréttir Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira