Stækka hlustendahópinn í gegnum sjónvarpsþætti 3. júlí 2012 14:00 Lag með hljómsveitinni Steed Lord hljómaði undir dansatriði í sjónvarpsþættinum So Yo Think You Can Dance sem sýndur var á Fox-sjónvarpsstöðinni á miðvikudagskvöld í síðustu viku. Þetta er í annað sinn sem lag með sveitinni er notað í þættinum. Dansatriðið var úr smiðju danshöfundarins Sonyu Tayeh sem er góð vinkona og samstarfskona söngkonunnar Svölu Björgvinsdóttur og félaga hennar í Steed Lord. „Við höfum unnið mikið með Sonyu, bæði við gerð tónlistarmyndbanda og að nokkrum danssýningum hér í Los Angeles. Sonya bað okkur um tónlist við atriðið og við útsettum útgáfu af nýjasta laginu okkar, Precognition, sérstaklega fyrir þáttinn sem var sýndur á miðvikudagskvöldið. Dansatriðið var ótrúlega fallegt og viðtökurnar svakalega góðar," útskýrir Svala. Lagið Vanguardian með Steed Lord var notað í þættinum í fyrra og í kjölfarið rauk lagið upp raftónlistarlistann á iTunes og sat hæst í ellefta sæti. Svala segir hljómsveitina hafa fengið ágæta summu frá Fox Network fyrir notkunina á laginu en vildi ekki gefa upp nákvæma upphæð. „Maður fær auðvitað borgað fyrir þetta allt og svo er þetta óneitanlega mjög góð auglýsing fyrir hljómsveitina og getur opnað margar dyr fyrir manni. Við höfum lagt aukna áherslu á að koma tónlist okkar að í sjónvarpi og kvikmyndum á þessu ári og það hefur gengið vel hingað til." Lög með sveitinni hafa einnig heyrst í þáttum á borð við Keeping Up With The Kardashians, MTV's Real World og fleiri raunveruleikaþáttum sem sýndir eru á E!, HV1 og MTV. „Við vinnum með fyrirtæki sem sérhæfir sig í því að koma tónlist okkar á framfæri í sjónvarpi og bíói og það er frábær leið til að stækka hlustendahópinn," segir Svala að lokum. Tónlist Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Lag með hljómsveitinni Steed Lord hljómaði undir dansatriði í sjónvarpsþættinum So Yo Think You Can Dance sem sýndur var á Fox-sjónvarpsstöðinni á miðvikudagskvöld í síðustu viku. Þetta er í annað sinn sem lag með sveitinni er notað í þættinum. Dansatriðið var úr smiðju danshöfundarins Sonyu Tayeh sem er góð vinkona og samstarfskona söngkonunnar Svölu Björgvinsdóttur og félaga hennar í Steed Lord. „Við höfum unnið mikið með Sonyu, bæði við gerð tónlistarmyndbanda og að nokkrum danssýningum hér í Los Angeles. Sonya bað okkur um tónlist við atriðið og við útsettum útgáfu af nýjasta laginu okkar, Precognition, sérstaklega fyrir þáttinn sem var sýndur á miðvikudagskvöldið. Dansatriðið var ótrúlega fallegt og viðtökurnar svakalega góðar," útskýrir Svala. Lagið Vanguardian með Steed Lord var notað í þættinum í fyrra og í kjölfarið rauk lagið upp raftónlistarlistann á iTunes og sat hæst í ellefta sæti. Svala segir hljómsveitina hafa fengið ágæta summu frá Fox Network fyrir notkunina á laginu en vildi ekki gefa upp nákvæma upphæð. „Maður fær auðvitað borgað fyrir þetta allt og svo er þetta óneitanlega mjög góð auglýsing fyrir hljómsveitina og getur opnað margar dyr fyrir manni. Við höfum lagt aukna áherslu á að koma tónlist okkar að í sjónvarpi og kvikmyndum á þessu ári og það hefur gengið vel hingað til." Lög með sveitinni hafa einnig heyrst í þáttum á borð við Keeping Up With The Kardashians, MTV's Real World og fleiri raunveruleikaþáttum sem sýndir eru á E!, HV1 og MTV. „Við vinnum með fyrirtæki sem sérhæfir sig í því að koma tónlist okkar á framfæri í sjónvarpi og bíói og það er frábær leið til að stækka hlustendahópinn," segir Svala að lokum.
Tónlist Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira