Daníel Óliver með þriggja ára umboðssamning í Svíþjóð 3. júlí 2012 15:00 „Ég hitti Victoriu fyrst í desember og við vorum að ganga frá samningnum núna, svo þetta er búið að vera langt ferli," segir söngvarinn Daníel Óliver sem skrifaði nýlega undir þriggja ára samning við eina virtustu umboðsskrifstofu Svíþjóðar, Victoria Ekeberg Management. Daníel fluttist til Svíþjóðar fyrir tæpu ári og hefur verið að gera góða hluti þar ytra. „Það fyrsta sem Victoria sagði við mig þegar við hittumst var að ég liti út eins og blanda af James Dean og Elvis Presley og að ef ég hefði sönghæfileika ofan á það þá gæti ég sigrað heiminn," segir Daníel og hlær. Victoria þessi hefur komið mörgum listamönnum á kortið, þar á meðal söngkonunni September sem hefur verið að gera það gott í Bretlandi og Bandaríkjunum. Auk Victoriu sjálfrar mun umboðsmaðurinn Karl Batterbee vinna með Daníel, en hann rekur tónlistarsíðuna og sjónvarpsstöðina Scandipop í Bretlandi. Það er margt í gangi hjá söngvaranum í kjölfar undirritunar samningsins. Ekki nóg með að hann muni koma fram á tónlistarhátíðinni Malmö Beach um næstu helgi og vera á stóra sviðinu á Stockholm Pride í ágúst ásamt Eric Saade og söngkonunni Agnesi, heldur er hann búinn að vera á fullu að taka upp síðustu vikurnar og stefnir á útgáfu stuttskífu fljótlega. „Ég er að taka upp lag með Jonas von der Burg núna og er að fara í stúdíó til Thomas G:son bráðlega," segir hann, en Thomas G:son er maðurinn á bak við Eurovision-smellinn Euphoria með Loreen. - trs Tónlist Mest lesið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Einhvern tímann var allt fyrst Lífið Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Fyrsti kossinn átti sér stað í bílakjallara Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Ég hitti Victoriu fyrst í desember og við vorum að ganga frá samningnum núna, svo þetta er búið að vera langt ferli," segir söngvarinn Daníel Óliver sem skrifaði nýlega undir þriggja ára samning við eina virtustu umboðsskrifstofu Svíþjóðar, Victoria Ekeberg Management. Daníel fluttist til Svíþjóðar fyrir tæpu ári og hefur verið að gera góða hluti þar ytra. „Það fyrsta sem Victoria sagði við mig þegar við hittumst var að ég liti út eins og blanda af James Dean og Elvis Presley og að ef ég hefði sönghæfileika ofan á það þá gæti ég sigrað heiminn," segir Daníel og hlær. Victoria þessi hefur komið mörgum listamönnum á kortið, þar á meðal söngkonunni September sem hefur verið að gera það gott í Bretlandi og Bandaríkjunum. Auk Victoriu sjálfrar mun umboðsmaðurinn Karl Batterbee vinna með Daníel, en hann rekur tónlistarsíðuna og sjónvarpsstöðina Scandipop í Bretlandi. Það er margt í gangi hjá söngvaranum í kjölfar undirritunar samningsins. Ekki nóg með að hann muni koma fram á tónlistarhátíðinni Malmö Beach um næstu helgi og vera á stóra sviðinu á Stockholm Pride í ágúst ásamt Eric Saade og söngkonunni Agnesi, heldur er hann búinn að vera á fullu að taka upp síðustu vikurnar og stefnir á útgáfu stuttskífu fljótlega. „Ég er að taka upp lag með Jonas von der Burg núna og er að fara í stúdíó til Thomas G:son bráðlega," segir hann, en Thomas G:son er maðurinn á bak við Eurovision-smellinn Euphoria með Loreen. - trs
Tónlist Mest lesið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Einhvern tímann var allt fyrst Lífið Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Fyrsti kossinn átti sér stað í bílakjallara Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira