Gítar Skálmaldar boðinn upp 29. júní 2012 15:00 „Við þungarokkararnir getum líka látið gott af okkur leiða," segir Þráinn Árni Baldvinsson úr rokksveitinni Skálmöld. Handsmíðaður gítar af tegundinni Fender sem Þráinn ætlar að spila á í sumar, meðal annars í Þýskalandi og á hátíðinni Eistnaflugi, verður seldur á uppboði í á tónleikunum Rokkjötnar í Kaplakrika í september. Allur ágóðinn rennur til samtakanna Blátt áfram. Listakonan Ýrr Baldursdóttir tók að sér að skreyta gítarinn endurgjaldslaust. „Hún fílar Skálmöld og hún var mjög ánægð með að fá að skreyta gítarinn í tengslum við það sem við erum að gera," segir Þráinn. Á gítarnum verða tilvísanir í plötuna Baldur og væntanlega plötu Skálmaldar sem fjallar um börn Loka. Hljóðfærahúsið og Fender gefa gítarinn en verkefnið er unnið í samstarfi við Tuborg. „Mér finnst þetta ótrúlegur heiður. Það er svolítið sérstök tilfinning að einhver vilji græja fyrir mann gítar og síðan bjóða hann upp," segir Þráinn. „Við ætlum að safna fyrir gott málefni og ef einhvern virkilega vantar gítar þá er algjörlega málið að bjóða í þennan sérhannaða gítar. Við létum græja hann í Bandaríkjunum og eftir að ég prófaði hann vildi ég ekki sleppa honum. Ætli ég verði ekki að bjóða sjálfur í hann." - fb Tónlist Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Við þungarokkararnir getum líka látið gott af okkur leiða," segir Þráinn Árni Baldvinsson úr rokksveitinni Skálmöld. Handsmíðaður gítar af tegundinni Fender sem Þráinn ætlar að spila á í sumar, meðal annars í Þýskalandi og á hátíðinni Eistnaflugi, verður seldur á uppboði í á tónleikunum Rokkjötnar í Kaplakrika í september. Allur ágóðinn rennur til samtakanna Blátt áfram. Listakonan Ýrr Baldursdóttir tók að sér að skreyta gítarinn endurgjaldslaust. „Hún fílar Skálmöld og hún var mjög ánægð með að fá að skreyta gítarinn í tengslum við það sem við erum að gera," segir Þráinn. Á gítarnum verða tilvísanir í plötuna Baldur og væntanlega plötu Skálmaldar sem fjallar um börn Loka. Hljóðfærahúsið og Fender gefa gítarinn en verkefnið er unnið í samstarfi við Tuborg. „Mér finnst þetta ótrúlegur heiður. Það er svolítið sérstök tilfinning að einhver vilji græja fyrir mann gítar og síðan bjóða hann upp," segir Þráinn. „Við ætlum að safna fyrir gott málefni og ef einhvern virkilega vantar gítar þá er algjörlega málið að bjóða í þennan sérhannaða gítar. Við létum græja hann í Bandaríkjunum og eftir að ég prófaði hann vildi ég ekki sleppa honum. Ætli ég verði ekki að bjóða sjálfur í hann." - fb
Tónlist Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira