Jónsmessa Sigurður Árni Þórðarson skrifar 25. júní 2012 06:00 Messa hvaða Jóns? Er það Jón Vídalín? Nei og ekki heldur Jón Gnarr. Messa Jóns er messa Jóhannesar skírara. Dögg Jónsmessunætur er blessuð og góð til baða! Frá því Jóhannes skírði Jesú í Jórdan hafa kristnir enn trúað að allt vatn veraldar hafi verið helgað. Það var ekki Jesús, sem græddi á skírninni, heldur veröldin. Auður djúpúðga vildi t.d. vegna þeirrar trúar, að hún yrði jarðsett í flæðarmáli. Jóhannes skírari er eiginlega postuli vatnsins og postuli náttúrunnar. Þess vegna hentaði hann helgun náttúruhátíða. Í þúsundir ára hefur fólk fagnað birtu sumarsins og stillt sig inn á gleðibylgjur helgidóms náttúrunnar. Vatn hefur verið mikilvægt í hátíðum gróanda, enda forsenda lífsins. Í Evrópu sótti fólk á hásumarshátíðum til vatns, að ám, lindum og lækjum til að baða, hreinsa og helga. Jóhannes var maður vatnsins, skírði og kallaði til endurnýjunar. Gjörningur hans rímaði við náttúruáherslur sumarveislunnar. Sólstöðuhátíðir urðu að Jónsmessum. Náttúruhátíðir urðu Jesúhátíðir því birta hinna löngu daga var skilin sem endurvarp heimsljóssins, sem Guð birti í Jesú Kristi. Sólin hefur löngum verið túlkuð sem ímynd Guðs eins og sést vel í miðaldakveðskap svo sem Sólarljóðum. Og Matthías Jochumsson minnir á að: „… í sannleik hvar sem sólin skín er sjálfur Guð að leita þín." Boðskapur á sumarsólstöðum er að frelsari er mönnum fæddur. Heimur er í góðum höndum Guðs. Allir sunnudagar eru sólardagar. Þeir prédika sömu gleðifréttir. Guðsdýrkun náttúrunnar er stórkostleg á hinum ljósa tíma. Fuglakórar syngja í hinni miklu dómkirkju sköpunarverksins. Þegar hrossagaukar syngja vængjasálma sína ljóða þeir um heimsljósið. Þegar lækur hjalar í hvammi eða foss þrumar í gljúfri má heyra röddina forðum við Jórdanskírn: „Þessi er minn elskaði sonur sem ég hef velþóknun á." Tré breiða út lauffingur sína mót himinhvelfingu og barrfingur beina sjónum í hæðir. Blærinn hvíslar miskunnarbænir og golan syngur sálma í kvistinum. Þeyrinn bræðir frera á fjöllum, vatnið streymir, næring alls lífs og myndar jafnvel kraftgefandi dögg á nóttu. Um æðar smáplantna fer næring og messuskrúði náttúrunnar tekur fram öllu litríki tískuheims og litagnótt kirkjuhúsanna. Egg eru eilífðartákn og litlir goggar á leið út í heim verða vitnisburðir um að lífið lifir og Guð man eftir handarverkum sínum, líka okkur mönnum. Döggin laðar í aftureldingunni og það er ekki of seint að velta sér. Vatn og ljós – kunnugleg stef. Messa náttúrupostulans er góð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sr. Sigurður Árni Þórðarson Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun
Messa hvaða Jóns? Er það Jón Vídalín? Nei og ekki heldur Jón Gnarr. Messa Jóns er messa Jóhannesar skírara. Dögg Jónsmessunætur er blessuð og góð til baða! Frá því Jóhannes skírði Jesú í Jórdan hafa kristnir enn trúað að allt vatn veraldar hafi verið helgað. Það var ekki Jesús, sem græddi á skírninni, heldur veröldin. Auður djúpúðga vildi t.d. vegna þeirrar trúar, að hún yrði jarðsett í flæðarmáli. Jóhannes skírari er eiginlega postuli vatnsins og postuli náttúrunnar. Þess vegna hentaði hann helgun náttúruhátíða. Í þúsundir ára hefur fólk fagnað birtu sumarsins og stillt sig inn á gleðibylgjur helgidóms náttúrunnar. Vatn hefur verið mikilvægt í hátíðum gróanda, enda forsenda lífsins. Í Evrópu sótti fólk á hásumarshátíðum til vatns, að ám, lindum og lækjum til að baða, hreinsa og helga. Jóhannes var maður vatnsins, skírði og kallaði til endurnýjunar. Gjörningur hans rímaði við náttúruáherslur sumarveislunnar. Sólstöðuhátíðir urðu að Jónsmessum. Náttúruhátíðir urðu Jesúhátíðir því birta hinna löngu daga var skilin sem endurvarp heimsljóssins, sem Guð birti í Jesú Kristi. Sólin hefur löngum verið túlkuð sem ímynd Guðs eins og sést vel í miðaldakveðskap svo sem Sólarljóðum. Og Matthías Jochumsson minnir á að: „… í sannleik hvar sem sólin skín er sjálfur Guð að leita þín." Boðskapur á sumarsólstöðum er að frelsari er mönnum fæddur. Heimur er í góðum höndum Guðs. Allir sunnudagar eru sólardagar. Þeir prédika sömu gleðifréttir. Guðsdýrkun náttúrunnar er stórkostleg á hinum ljósa tíma. Fuglakórar syngja í hinni miklu dómkirkju sköpunarverksins. Þegar hrossagaukar syngja vængjasálma sína ljóða þeir um heimsljósið. Þegar lækur hjalar í hvammi eða foss þrumar í gljúfri má heyra röddina forðum við Jórdanskírn: „Þessi er minn elskaði sonur sem ég hef velþóknun á." Tré breiða út lauffingur sína mót himinhvelfingu og barrfingur beina sjónum í hæðir. Blærinn hvíslar miskunnarbænir og golan syngur sálma í kvistinum. Þeyrinn bræðir frera á fjöllum, vatnið streymir, næring alls lífs og myndar jafnvel kraftgefandi dögg á nóttu. Um æðar smáplantna fer næring og messuskrúði náttúrunnar tekur fram öllu litríki tískuheims og litagnótt kirkjuhúsanna. Egg eru eilífðartákn og litlir goggar á leið út í heim verða vitnisburðir um að lífið lifir og Guð man eftir handarverkum sínum, líka okkur mönnum. Döggin laðar í aftureldingunni og það er ekki of seint að velta sér. Vatn og ljós – kunnugleg stef. Messa náttúrupostulans er góð.
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun