Ólýsanleg stemning á Hellfest 23. júní 2012 09:00 Jens Ólafsson, söngvari Brain Police, stendur á sviðinu fyrir framan áhorfendaskarann á Hellfest. „Stemningin var alveg ólýsanleg. Við vart trúðum okkar augum né eyrum, þetta gekk svo vel," segir Jón Björn Ríkharðsson, eða Jónbi, trommari í Brain Police. Rokkararnir eru nýkomnir heim eftir spilamennsku á Hellfest í Frakklandi, sem er ein vinsælasta þungarokkshátíð Evrópu. Þeir spiluðu í þrjú þúsund manna tjaldi sem var fullt út úr dyrum. Þetta voru fjölmennustu tónleikar sem Brain Police hefur spilað á erlendis en á meðal þekktra sveita sem spiluðu á hátíðinni voru Guns N'Roses, Ozzy Osbourne og Mötley Crüe. Aö sögn Jónba gekk hátíðin mjög vel fyrir sig þrátt fyrir mikinn mannfjölda, eða um níutíu þúsund gesti. „Þarna voru aldrei kýtingar eða slagsmál og nauðganir er eitthvað sem fólk veit ekki einu sinni hvað er á þessum hátíðum. Þarna er fólk bara að skemmta sér og ég held að Íslendingar mættu fara meira á svona erlendar hátíðir og sjá hvernig þetta er gert." Hann telur að Brain Police hafi eignast fullt af nýjum aðdáendum með spilamennsku sinni. „Miðað við „lækin" á Facebook-síðunni okkar þá höfum við gert eitthvað gott. Við náðum að selja slatta af plötum og bolum og ég held að við eigum eftir að fara þarna aftur." Fram undan hjá rokkurunum, sem nýlega sneru aftur eftir nokkurra ára hlé, er hátíðin Stoned From the Underground í Þýskalandi um miðjan júlí. Í október fer hún svo á þriggja vikna tónleikaferð um Evrópu. - fb Tónlist Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Stemningin var alveg ólýsanleg. Við vart trúðum okkar augum né eyrum, þetta gekk svo vel," segir Jón Björn Ríkharðsson, eða Jónbi, trommari í Brain Police. Rokkararnir eru nýkomnir heim eftir spilamennsku á Hellfest í Frakklandi, sem er ein vinsælasta þungarokkshátíð Evrópu. Þeir spiluðu í þrjú þúsund manna tjaldi sem var fullt út úr dyrum. Þetta voru fjölmennustu tónleikar sem Brain Police hefur spilað á erlendis en á meðal þekktra sveita sem spiluðu á hátíðinni voru Guns N'Roses, Ozzy Osbourne og Mötley Crüe. Aö sögn Jónba gekk hátíðin mjög vel fyrir sig þrátt fyrir mikinn mannfjölda, eða um níutíu þúsund gesti. „Þarna voru aldrei kýtingar eða slagsmál og nauðganir er eitthvað sem fólk veit ekki einu sinni hvað er á þessum hátíðum. Þarna er fólk bara að skemmta sér og ég held að Íslendingar mættu fara meira á svona erlendar hátíðir og sjá hvernig þetta er gert." Hann telur að Brain Police hafi eignast fullt af nýjum aðdáendum með spilamennsku sinni. „Miðað við „lækin" á Facebook-síðunni okkar þá höfum við gert eitthvað gott. Við náðum að selja slatta af plötum og bolum og ég held að við eigum eftir að fara þarna aftur." Fram undan hjá rokkurunum, sem nýlega sneru aftur eftir nokkurra ára hlé, er hátíðin Stoned From the Underground í Þýskalandi um miðjan júlí. Í október fer hún svo á þriggja vikna tónleikaferð um Evrópu. - fb
Tónlist Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp