Safnaði fyrir sólóplötu í Noregi 23. júní 2012 08:00 Ingo Hansen safnaði fyrir plötunni með því að vinna í Noregi í hálft ár. „Þetta er búið að liggja í loftinu lengi," segir Ingo Hansen sem hefur gefið út sína fyrstu plötu. Walking Up the Wall. Ingo lagði allt undir til að láta draum sinn um að gefa út plötu rætast. Hann flutti til Noregs í fyrra og vann þar í sex mánuði sem þjónn á sveitahóteli til að safna fyrir plötunni. „Þetta er rándýrt dæmi og núna er staðan hjá mér í mínus. Ég þurfti lán hjá vini mínum til að klára dæmið," segir Ingo, sem heitir réttu nafni Ingólfur Páll og er 22 ára Þingeyingur. Hann byrjaði í sinni fyrstu hljómsveit þegar hann var fimmtán ára og hefur alla tíð verið duglegur að semja lög. Hann segist eiga efni á aðra plötu á íslensku en ákvað að gefa þessa út á ensku. „Það er að seljast það mikið á netinu í dag að ég ákvað að prufa að gera þetta á ensku. Það getur vel verið að einhver detti inn á þetta úti og vilji kaupa." Platan er fáanleg á Tónlist.is, í Skífunni og í Hagkaup. Á plötunni kennir ýmissa grasa og Ingo sveiflar sér á milli rokk- og kántrítónlistar, í bland við popp og ballöður. Textarnir fjalla um ástina og alla þá króka og kima sem henni fylgja. „Það er þessi gamla klisja að þegar ástin tekur yfir semur maður texta um hana." Ingo, sem er mikill aðdáandi Chuck Berry, hefur verið að spila sem trúbador fyrir norðan en er núna að leita að hljóðfæraleikurum til að stofna með sér hljómsveit. Aðspurður segist honum aldrei hafa verið ruglað saman við nafna sinn Ingó Veðurguð. „Hann er í pásu núna út af fótboltanum þannig að ég verð að taka af honum markaðinn á meðan." -fb Tónlist Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Þetta er búið að liggja í loftinu lengi," segir Ingo Hansen sem hefur gefið út sína fyrstu plötu. Walking Up the Wall. Ingo lagði allt undir til að láta draum sinn um að gefa út plötu rætast. Hann flutti til Noregs í fyrra og vann þar í sex mánuði sem þjónn á sveitahóteli til að safna fyrir plötunni. „Þetta er rándýrt dæmi og núna er staðan hjá mér í mínus. Ég þurfti lán hjá vini mínum til að klára dæmið," segir Ingo, sem heitir réttu nafni Ingólfur Páll og er 22 ára Þingeyingur. Hann byrjaði í sinni fyrstu hljómsveit þegar hann var fimmtán ára og hefur alla tíð verið duglegur að semja lög. Hann segist eiga efni á aðra plötu á íslensku en ákvað að gefa þessa út á ensku. „Það er að seljast það mikið á netinu í dag að ég ákvað að prufa að gera þetta á ensku. Það getur vel verið að einhver detti inn á þetta úti og vilji kaupa." Platan er fáanleg á Tónlist.is, í Skífunni og í Hagkaup. Á plötunni kennir ýmissa grasa og Ingo sveiflar sér á milli rokk- og kántrítónlistar, í bland við popp og ballöður. Textarnir fjalla um ástina og alla þá króka og kima sem henni fylgja. „Það er þessi gamla klisja að þegar ástin tekur yfir semur maður texta um hana." Ingo, sem er mikill aðdáandi Chuck Berry, hefur verið að spila sem trúbador fyrir norðan en er núna að leita að hljóðfæraleikurum til að stofna með sér hljómsveit. Aðspurður segist honum aldrei hafa verið ruglað saman við nafna sinn Ingó Veðurguð. „Hann er í pásu núna út af fótboltanum þannig að ég verð að taka af honum markaðinn á meðan." -fb
Tónlist Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp