Stór nöfn á styrktartónleikum 19. júní 2012 10:30 Björgvin Halldórsson er einn af aðstandendum tónleikanna, en hann hefur þekkt Davíð frá því hann var barn. „Við viljum eiga saman ánægjulega kvöldstund og styrkja hann Davíð okkar í leiðinni," segir stórsöngvarinn Björgvin Halldórsson, einn aðstandenda styrktartónleika fyrir Davíð Örn Arnarsson sem berst við krabbamein í hálsi. Margt af vinsælasta tónlistarfólki landsins mun stíga á svið á tónleikunum og segir Björgvin sífellt bætast á listann. Meðal þeirra sem þegar eru staðfestir eru Bubbi Morthens, Sálin hans Jóns míns, Brimkló, Krummi, Jón Jónsson, KK og auðvitað Bó sjálfur. Davíð Örn er 31 árs gamall. Hann var greindur með krabbamein árið 2008 og hefur att harða baráttu við það síðan. Hann er sonur þeirra Arnars Sigurbjörnssonar og Sigrúnar Sverrisdóttur, en Arnar þessi var gítarleikari í hljómsveitunum Brimkló, Flowers og Ævintýri. „Þar er tengingin við marga af þessum frábæru aðilum sem að tónleikunum koma. Ég er til dæmis búinn að þekkja Davíð frá því hann var barn," segir Björgvin. Allir sem að tónleikunum koma gera það ókeypis svo ágóði tónleikanna rennur óskertur til styrktar Davíð og fjölskyldu hans, en hann er kvæntur með eina dóttur og eina stjúpdóttur. Tónleikarnir verða klukkan 21 næstkomandi fimmtudagskvöld í Austurbæ og er miðasala í fullum gangi á midi.is. „Það er mikill gangur í miðasölunni og við búumst við fullu húsi á fimmtudaginn. Ég hvet fólk því til að tryggja sér miða áður en það verður of seint, því það verða bara þessir einu tónleikar," segir Björgvin. -trs Tónlist Mest lesið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Tíska og hönnun Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Við viljum eiga saman ánægjulega kvöldstund og styrkja hann Davíð okkar í leiðinni," segir stórsöngvarinn Björgvin Halldórsson, einn aðstandenda styrktartónleika fyrir Davíð Örn Arnarsson sem berst við krabbamein í hálsi. Margt af vinsælasta tónlistarfólki landsins mun stíga á svið á tónleikunum og segir Björgvin sífellt bætast á listann. Meðal þeirra sem þegar eru staðfestir eru Bubbi Morthens, Sálin hans Jóns míns, Brimkló, Krummi, Jón Jónsson, KK og auðvitað Bó sjálfur. Davíð Örn er 31 árs gamall. Hann var greindur með krabbamein árið 2008 og hefur att harða baráttu við það síðan. Hann er sonur þeirra Arnars Sigurbjörnssonar og Sigrúnar Sverrisdóttur, en Arnar þessi var gítarleikari í hljómsveitunum Brimkló, Flowers og Ævintýri. „Þar er tengingin við marga af þessum frábæru aðilum sem að tónleikunum koma. Ég er til dæmis búinn að þekkja Davíð frá því hann var barn," segir Björgvin. Allir sem að tónleikunum koma gera það ókeypis svo ágóði tónleikanna rennur óskertur til styrktar Davíð og fjölskyldu hans, en hann er kvæntur með eina dóttur og eina stjúpdóttur. Tónleikarnir verða klukkan 21 næstkomandi fimmtudagskvöld í Austurbæ og er miðasala í fullum gangi á midi.is. „Það er mikill gangur í miðasölunni og við búumst við fullu húsi á fimmtudaginn. Ég hvet fólk því til að tryggja sér miða áður en það verður of seint, því það verða bara þessir einu tónleikar," segir Björgvin. -trs
Tónlist Mest lesið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Tíska og hönnun Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira