Rifist um snittur Atli Fannar Bjarkason skrifar 2. júní 2012 06:00 Í sturlaðri umræðu um málskotsrétt og hlutverk hefur gleymst að ræða það sem skiptir máli: Dagleg störf forseta Íslands. Hvernig verður opinberri heimsókn á Vestfirði háttað sumarið 2013? Ætlar forsetinn að þiggja gómsætar kleinur? Eða kallar Nýja Ísland á forseta sem sneiðir hjá kolvetnum? Kjósendur eiga einnig skilið að vita hvernig tekið verður á móti erlendum þjóðhöfðingjum. Verða þeir kysstir eða verður þétt handaband látið duga? Verður mögulega tekið upp á því að bjóða upp á innileg faðmlög? Dagleg störf eru nefnilega það sem embættið snýst um, enda hefur málskotsrétturinn bara verið notaður þrisvar í lýðveldissögunni. Það þarf að koma út snittum á Bessastöðum nánast daglega, ásamt því að skrifa ræður sem þarf að flytja við hin ýmsu tilefni, eins og kemur í ljós þegar dagskrá forsetans er skoðuð: Í janúar var forsetinn til dæmis heiðursgestur við setningu Íslandsmóts barna í skák ásamt því að flytja ávarp á ráðstefnu norrænna jarðfræðinga. Í febrúar tók hann á móti félögum í Rótarýklúbbnum Görðum, sótti afmælishóf Klúbbs matreiðslumeistara og afhenti heiðursverðlaun Eddunnar. Í mars var forsetinn viðstaddur lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Hafnarborg og í apríl flutti hann ávarp í upphafi heimsmeistaramóts í íshokkí í Skautahöllinni í Laugardal. Í maí var lokakeppni á sundmóti í tilefni af 85 ára afmæli Sundfélagsins Ægis meðal annars á dagskránni ásamt því að taka á móti hópi frá Kvenfélagasambandi Gullbringu- og Kjósarsýslu og ræða um sögu Bessastaða, áhrif menningar og náttúru … Þetta er mjög lítill hluti af dagskrá forsetans, sem felur að mestu í sér að sækja keppnir og ráðstefnur, flytja fullt af ávörpum og taka á móti ógrynni af gestum. Málin eru mismikilvæg en eiga þó sameiginlegt að það er algjör óþarfi að missa sig yfir þeim. Hvorki kjósendur né frambjóðendur þurfa nefnilega að rífast um hvernig embættið á að vera. Frambjóðandinn sem fær flest atkvæði ákveður það sjálfur þegar hann verður kosinn. Ólafur var öðruvísi forseti en Vigdís og það stöðvaði hann enginn. Þægilegast væri að frambjóðendurnir myndu birta einhvers konar stefnuskrá á netinu, leyfa fólki að taka upplýsta ákvörðun og loka á sér snittuholunum fram að kjördegi, svona fyrst þeir geta ekki spjallað saman á málefnalegum nótum án dylgja og aðdróttana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun
Í sturlaðri umræðu um málskotsrétt og hlutverk hefur gleymst að ræða það sem skiptir máli: Dagleg störf forseta Íslands. Hvernig verður opinberri heimsókn á Vestfirði háttað sumarið 2013? Ætlar forsetinn að þiggja gómsætar kleinur? Eða kallar Nýja Ísland á forseta sem sneiðir hjá kolvetnum? Kjósendur eiga einnig skilið að vita hvernig tekið verður á móti erlendum þjóðhöfðingjum. Verða þeir kysstir eða verður þétt handaband látið duga? Verður mögulega tekið upp á því að bjóða upp á innileg faðmlög? Dagleg störf eru nefnilega það sem embættið snýst um, enda hefur málskotsrétturinn bara verið notaður þrisvar í lýðveldissögunni. Það þarf að koma út snittum á Bessastöðum nánast daglega, ásamt því að skrifa ræður sem þarf að flytja við hin ýmsu tilefni, eins og kemur í ljós þegar dagskrá forsetans er skoðuð: Í janúar var forsetinn til dæmis heiðursgestur við setningu Íslandsmóts barna í skák ásamt því að flytja ávarp á ráðstefnu norrænna jarðfræðinga. Í febrúar tók hann á móti félögum í Rótarýklúbbnum Görðum, sótti afmælishóf Klúbbs matreiðslumeistara og afhenti heiðursverðlaun Eddunnar. Í mars var forsetinn viðstaddur lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Hafnarborg og í apríl flutti hann ávarp í upphafi heimsmeistaramóts í íshokkí í Skautahöllinni í Laugardal. Í maí var lokakeppni á sundmóti í tilefni af 85 ára afmæli Sundfélagsins Ægis meðal annars á dagskránni ásamt því að taka á móti hópi frá Kvenfélagasambandi Gullbringu- og Kjósarsýslu og ræða um sögu Bessastaða, áhrif menningar og náttúru … Þetta er mjög lítill hluti af dagskrá forsetans, sem felur að mestu í sér að sækja keppnir og ráðstefnur, flytja fullt af ávörpum og taka á móti ógrynni af gestum. Málin eru mismikilvæg en eiga þó sameiginlegt að það er algjör óþarfi að missa sig yfir þeim. Hvorki kjósendur né frambjóðendur þurfa nefnilega að rífast um hvernig embættið á að vera. Frambjóðandinn sem fær flest atkvæði ákveður það sjálfur þegar hann verður kosinn. Ólafur var öðruvísi forseti en Vigdís og það stöðvaði hann enginn. Þægilegast væri að frambjóðendurnir myndu birta einhvers konar stefnuskrá á netinu, leyfa fólki að taka upplýsta ákvörðun og loka á sér snittuholunum fram að kjördegi, svona fyrst þeir geta ekki spjallað saman á málefnalegum nótum án dylgja og aðdróttana.