Dásamlegur söngur Jónas Sen skrifar 4. júní 2012 11:00 Cristoph Prégardien Tónlist. Ljóðatónleikar. Cristoph Prégardien söng, Ulrick Eisenlohr lék á píanó. Norðurljós í Hörpu, Listahátíð í Reykjavík 27. maí. Sagt er að Heilagur andi hafi yfirskyggt postulana á hvítasunnudag. Ég er ekki frá því að hann hafi líka verið að verki á tónleikunum í Hörpu á hvítasunnudag fyrir nokkrum dögum. Það var nefnilega enginn venjulegur söngvari sem söng þar. Þetta var Christoph Prégardien, einn fremsti ljóða- og óratóríusöngvari heims. Söng hans er að finna á geislaplötum frá helstu útgáfufyrirtækjunum. Svo kemur hann reglulega fram með heimsins bestu hljómsveitum. Þar fyrir utan er hann virtur kennari. Það var einmitt haldið með honum námskeið fyrir söngvara í tengslum við tónleika hans hér á landi. Strax á fyrstu tónunum var ljóst að þetta yrði skemmtileg stund. Prégardien hefur magnaða rödd. Tónar á háa og lága tónsviðinu voru jafnskýrir; allt tónsviðið var í einstöku jafnvægi. Svo var sviðsframkoman skemmtilega blátt áfram og laus við tilgerð. Auðséð var að söngvarinn elskaði að standa í sviðsljósinu. Níu sönglög eftir Schubert við ljóð eftir Ernst Schulze voru á dagskránni fyrir hlé. Þetta eru fremur sjaldheyrð lög miðað við margt annað eftir tónskáldið. Sem er skrýtið, því þau eru hvert öðru fallegra. Og Prégardien söng þau dásamlega. Túlkunin var full af skáldskap, innileg og kraftmikil, laglínurnar unaðslega mótaðar. Það var eitthvað skemmtilega karlmannlegt við þau, eitthvað lifandi og ævintýralegt sem erfitt er að skilgreina. Tónlist Schuberts er full af andagift, en túlkandi hennar þarf líka að vera innblásinn. Óhætt er að fullyrða að Prégardien hafi verið það á tónleikunum. Hinn svokallaði Söngvasveigur, Liederkreis eftir Schumann var á dagskránni eftir hlé. Sú tónlist er nokkuð innhverfari en lög Schuberts, en Prégardien gerði þeim alveg jafn vel skil. Þessi rómantíska óvissa, en samt ákefð, sem einkennir tónskáldið, skilaði sér fullkomlega í vandaðri túlkuninni. Með Prégardien lék Ulrick Eisenlohr á píanó. Hann gerði það með glæsibrag, leikurinn var skýr og öruggur, óheftur og þróttmikill. Í svona tónlist er píanóleikarinn enginn undirleikari. Þvert á móti er hann meðleikari, jafnvel mótleikari. Rödd píanósins er leikmyndin, lýsingin og stemningin; andrúmsloftið sem gefur söngnum mikið af merkingu sinni. Píanóleikur Eisenlohrs gerði þetta allt. Það var einfaldlega ekki hægt að hugsa sér betri meðleik. Niðurstaða: Einhverjir bestu ljóðatónleikar sem hér hafa verið haldnir. Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Fleiri fréttir Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira
Tónlist. Ljóðatónleikar. Cristoph Prégardien söng, Ulrick Eisenlohr lék á píanó. Norðurljós í Hörpu, Listahátíð í Reykjavík 27. maí. Sagt er að Heilagur andi hafi yfirskyggt postulana á hvítasunnudag. Ég er ekki frá því að hann hafi líka verið að verki á tónleikunum í Hörpu á hvítasunnudag fyrir nokkrum dögum. Það var nefnilega enginn venjulegur söngvari sem söng þar. Þetta var Christoph Prégardien, einn fremsti ljóða- og óratóríusöngvari heims. Söng hans er að finna á geislaplötum frá helstu útgáfufyrirtækjunum. Svo kemur hann reglulega fram með heimsins bestu hljómsveitum. Þar fyrir utan er hann virtur kennari. Það var einmitt haldið með honum námskeið fyrir söngvara í tengslum við tónleika hans hér á landi. Strax á fyrstu tónunum var ljóst að þetta yrði skemmtileg stund. Prégardien hefur magnaða rödd. Tónar á háa og lága tónsviðinu voru jafnskýrir; allt tónsviðið var í einstöku jafnvægi. Svo var sviðsframkoman skemmtilega blátt áfram og laus við tilgerð. Auðséð var að söngvarinn elskaði að standa í sviðsljósinu. Níu sönglög eftir Schubert við ljóð eftir Ernst Schulze voru á dagskránni fyrir hlé. Þetta eru fremur sjaldheyrð lög miðað við margt annað eftir tónskáldið. Sem er skrýtið, því þau eru hvert öðru fallegra. Og Prégardien söng þau dásamlega. Túlkunin var full af skáldskap, innileg og kraftmikil, laglínurnar unaðslega mótaðar. Það var eitthvað skemmtilega karlmannlegt við þau, eitthvað lifandi og ævintýralegt sem erfitt er að skilgreina. Tónlist Schuberts er full af andagift, en túlkandi hennar þarf líka að vera innblásinn. Óhætt er að fullyrða að Prégardien hafi verið það á tónleikunum. Hinn svokallaði Söngvasveigur, Liederkreis eftir Schumann var á dagskránni eftir hlé. Sú tónlist er nokkuð innhverfari en lög Schuberts, en Prégardien gerði þeim alveg jafn vel skil. Þessi rómantíska óvissa, en samt ákefð, sem einkennir tónskáldið, skilaði sér fullkomlega í vandaðri túlkuninni. Með Prégardien lék Ulrick Eisenlohr á píanó. Hann gerði það með glæsibrag, leikurinn var skýr og öruggur, óheftur og þróttmikill. Í svona tónlist er píanóleikarinn enginn undirleikari. Þvert á móti er hann meðleikari, jafnvel mótleikari. Rödd píanósins er leikmyndin, lýsingin og stemningin; andrúmsloftið sem gefur söngnum mikið af merkingu sinni. Píanóleikur Eisenlohrs gerði þetta allt. Það var einfaldlega ekki hægt að hugsa sér betri meðleik. Niðurstaða: Einhverjir bestu ljóðatónleikar sem hér hafa verið haldnir.
Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Fleiri fréttir Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira